is
Jaðarhlíf
Jaðarhlíf er fylgihlutur sem setja má á tækið til þess að lengja endingartíma bakpúðans vegna þess að púðinn kemst ekki
í snertingu við efni. Sé jaðarhlífin notuð þegar slípað er út í norn og jaðra, rispar púðinn hvorki aðliggjandi yfirborðsfleti
né skemmir þá.
Að setja upp jaðarhlíf (fylgi hún með)
Taktu rafmagnsleiðsluna úr sambandi og leggðu tækið á slétt yfirborð.
1.
Komdu jaðarhlífinni fyrir með því að teygja báða enda aðeins út og setja hana upp á slípivélinni.
2.
3.
Kannaðu hvort hemlapakkningin sé ekki á sínum stað.
Viðhald
Taktu tækið ávallt úr sambandi við rafmagn áður en viðhaldsvinna hefst!
Notaðu eingöngu upprunalega Mirka-varahluti!
Að skipta um bakpúða
1.
Settu púðalykilinn á milli bakpúða og bremsufóðringar til þess að halda spindilrónni.
Snúðu bakpúðanum rangsælis til þess að fjarlægja hann.
2.
Komdu nýja bakpúðanum fyrir og hertu hann með spenniskífum.
3.
4.
Fjarlægðu púðalykilinn.
Púðahlíf
Púðahlífarnar frá Mirka eru hannaðar með það fyrir augum að hlífa bakpúðanum við sliti við notkun þegar slípað er af
krafti og sleitulaust með netvörum. Púðahlífarnar eru á hagstæðu verði en þær eru hafðar á milli bakpúðans og slípiskífunnar
og skipta ætti reglulega um hlífar. Púðahlífarnar lengja notkunartíma hvers bakpúða.
Að skipta um bremsufóðringu
ATHUGASEMD! Sé of mikið lofttæmi í ryksugunni, getur það valdið bilun í bremsufóðringunni.
1.
Fjarlægðu bakpúðann á sama hátt og lýst er hér að ofan.
2.
Taktu gömlu bremsufóðringuna upp úr gróp sinni.
3.
Komdu nýju bremsufóðringunni fyrir í grópinni.
Komdu bakpúðanum fyrir á sama hátt og lýst er hér að ofan.
4.
5.
Kannaðu hvort bremsufóðringin virkar eins og til er ætlast. Hægt er að stilla virkni bremsufóðringarinnar með því
að skipta um fjölda spenniskífa á milli spindils og bakpúða.
120
Mirka® DEROS II 325, 350, 550, 625, 650, 680 & 750