Takk fyrir að velja BeSafe Go Beyond
Við hlökkum til að ferðast með þér og barninu þínu og gæta að öryggi
þess!
Í þessari handbók munum við útskýra allt sem þú þarft að vita um
bílstólinn.
!
Það er mikilvægt að þú lesir þessa notendahandbók ÁÐUR en þú
festir stólinn. Röng uppsetning getur verið hættuleg fyrir barnið.
! Mikilvægar upplýsingar
Uppsetning og notkun
•
ÞAÐ MÁ EKKI setja stólinn í framsæti MEÐ VIRKUM
ÖRYGGISPÚÐA.
•
Notkun á Spáni: 117. gr. í spænskum umferðarlögum
bannar akstur með börn í framsæti bifreiðar ef barnið er
135 cm á hæð eða minna, nema ef bifreiðin er ekki með aftursæti, ef
önnur börn 135 cm á hæð eða minni sitja í hinum aftursætunum eða ef
það er ekki mögulegt að setja upp barnastólinn í aftursætinu.
•
Þennan bílstól er hægt að festa á BeSafe Beyond Baseið eða með 3ja
punkta öryggisbelti, í samræmi við UN/ECE reglugerð nr. 16 eða aðra
jafngilda staðla.
•
Athugið: uppsetning á bílstólnum í flugvél er öðruvísi en uppsetning
í bílsæti. Uppsetning með 2ja punkta belti yfir mjaðmir er eingöngu
leyfileg í flugvél.
•
Þennan bílstól skal nota bakvísandi fyrir börn frá 40 til 87 cm hæð og
hámarksþyngd 13 kg.
•
Þegar ekið er með barn sitjandi í stólnum verður stóllinn ávallt að vera
fastur í akstursstefnu bílsins. Aldrei má aka með stólnum snúið til hliðar
þegar barn situr í stólnum.
•
Öryggisbeltin verða alltaf að vera læst þegar barnið er í stólnum.
•
Strekkja verður á öryggisbeltunum til að taka af slaka og gæta þess að
þau séu ekki snúin.
•
Gættu þess að strekkja mjög vel á beislinu, þannig að ekki sé lengur
hægt að mynda brot í beltunum. Þegar strekkt er á beislinu skal ganga
úr skugga um að barnið liggi vel upp að bakinu.
•
Axlapúðarnir innihalda segla. Seglar geta haft áhrif á rafmagnsbúnað,
t.d. gangráða eða önnur lækningatæki.
•
Verjið barnið fyrir sól.
•
Klæðið barnið ávallt í þunnt lag af fötum til að forðast beina snertingu á
BeSafe Go Beyond | 532