Til að tryggja langan líftíma hleðslurafhlöðunnar
ætti að ganga úr skugga um að hleðslurafhlaðan
sé hlaðin reglulega. Það er í síðasta lagi nauð-
synlegt ef að tekið er eftir því að kraftur Hleðslu-
hekkklippnanna er farinn að minka.
Tæmið hleðslurafhlöðu hekkklippunnar aldrei full-
komlega. Það skemmir hleðslurafhlöðuna.
5.3 Kvarði hleðsluástands (mynd 6)
Þrýstið á rofann fyrir hleðslukvarðann (mynd 6 /
staða A). Hleðslukvarðinn (mynd 6 / staða B) sýnir
ástand hleðslurafhlaðanna með 3 LED-ljósum.
Öll 3 LED-ljós loga:
Hleðslurafhlaðan er full hlaðin.
2 eða 1 LED-ljós loga:
Hleðslurafhlaðan er nægjanlega vel hlaðin.
1 LED-ljós blikkar:
Hleðslurafhlaðan er tóm, hlaðið hana.
Öll LED-ljós blikka:
Hleðslurafhlaðan varð gjörsamlega tóm og er bi-
luð. Bannað er að hlaða bilaðar hleðslurafhlöður!
6. Notkun
Höfuðrofi
Hekkklippurnar eru útbúnar tveggja handa-öryg-
gisrofa. Þær vinna einungis þegar að ein hönd
heldur inni rofanum á stýrihaldfanginu (mynd 1 /
staða 3) og hin höndin heldur inni rofanum á hald-
fanginu (mynd 1 / staða 4). Ef að öðrum rofanum
er sleppt stöðvast klippurnar. Vinsamlegast athu-
gið að hnífarnir stöðvast ekki alveg samstundis.
Vinnutilmæli
•
Auk þess að nota hekkklippurnar í hekki er
hægt að nota hana til þess að klippa runna og
þessháttar.
•
Besta klippingin með þessu tæki næst með
því að stýra klippunum þannig að hnífarnir
standi í 15° halla að hekkinu (sjá mynd 7).
•
Tvíeggja tannasverðið gerir það mögulegt að
klippa í báðar áttir (sjá mynd 8).
•
Til þess að klippa hekki í jafnri hæð er
mælt með því að spenna þráð sem stýringu
meðfram kantinum á trjánum. Greinarnar sem
standa uppúr verða klipptar (sjá mynd 9).
•
Hliðarfletirnir á runna verða klipptir með boga-
laga hreyfingum neðanfrá og upp (sjá mynd
10).
Anl_GAH_E_E_2046_Li_SPK7.indb 180
Anl_GAH_E_E_2046_Li_SPK7.indb 180
IS
7. Hreinsun, umhirða og pöntun
varahluta
Hætta!
Slökkvið á hekkklippunum og takið hleðslu-
rafhlöðuna úr þeim áður en að þær eru þrifnar eða
þær settar til geymslu.
7.1 Hreinsun
•
Haldið hlífum, loftrifum og mótorhúsi tækisins
eins lausu við ryk og óhreinindi og hægt er.
Þurrkið af tækinu með hreinum klút eða blásið
af því með háþrýstilofti.
•
Við mælum með því að tækið sé hreinsað eftir
hverja notkun.
•
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og
örlítilli sápu. Notið ekki hreinsilegi eða ætandi
efni; þessi efni geta skemmt plastefni tæki-
sins. Gangið úr skugga um að það komist ekki
vatn inn í tækið. Ef vatn kemst inn í rafmagns-
verkfæri, eykst hætta á raflosti.
•
Fjarlægið uppsöfnuð óhreinindi af hlífum með
bursta.
7.2 Kolaburstar
Við óeðlilega mikla neistamyndun verður að láta
fagaðila skipta um kolabursta tækisins.
Hætta! Einungis mega fagaðilar í rafmagnsvinnu
skipta um kolaburstana.
7.3 Umhirða
•
Til þess að tryggja góða vinnu með tækinu
ætti að hreinsa hnífana reglulega og smyrja
þá. Fjarlægið uppsöfnuð óhreinindi með burs-
ta og berið á þunna filmu af olíu (mynd 11).
•
Inni í tækinu eru engir aðrir hlutir sem hirða
þarf um.
•
Hægt er að hengja hekkklippurnar upp á
götunum framan á sverðinu (mynd 12) með
ásettu slíðri með nagla, skrúfu eða þessháttar
festingu.
7.4 Pöntun varahluta:
Þegar að varahlutir eru pantaðir ættu eftirfarandi
atriði að vera tilgreind;
•
Gerð tækis
•
Gerðarnúmer tækis
•
Númer tækis
•
Varahlutanúmer þess varahlutar sem panta á
Verð og upplýsingar eru að fi nna undir
www.isc-gmbh.info
- 180 -
22.09.2017 11:10:26
22.09.2017 11:10:26