ABL Wallbox eMH2 Instrucciones De Uso página 156

Ocultar thumbs Ver también para Wallbox eMH2:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 30
156
|
Wallbox eMH2 – Hleðsla
ƒ Alls ekki má breyta ytra byrði eða innri tengingum vörunnar með neinum hætti: Ef ekki er farið eftir
þessu felur það í sér alvarlegt brot gegn ábyrgðarskilmálum sem leiðir til þess að ábyrgðin fellur
tafarlaust úr gildi.
ƒ Látið eingöngu gera við vöruna hjá rafvirkjum sem ABL viðurkennir.
Hleðsla
Gerið eftirfarandi til þess að hlaða rafbíl með Wallbox eMH2:
1
Leggið rafbílnum þannig að auðvelt sé að stinga kló hleðslusnúrunnar í samband við hleðslutengið á
bílnum.
2
Gætið að díóðuljósunum á
vegghleðslustöðinni:
y Þegar Wallbox er tilbúinn til notkunar
sveiflast græna ljósdíóðan.
3
Undirbúið hleðslusnúru
vegghleðslustöðvarinnar og hleðslutengið á
bílnum.
y Vegghleðslustöð með hleðslusnúru
Lyftið hleðsluklónni lítillega og dragið hana
niður úr festingunni. Opnið hleðslutengið
á bílnum og stingið hleðslusnúrunni í
samband við það.
y Vegghleðslustöð með hleðslutengli
Opnið hleðslutengið á bílnum og
stingið hleðslusnúrunni í samband við
það. Opnið síðan lokið á hleðslutengli
vegghleðslustöðvarinnar og stingið
hleðsluklónni í samband.
4
Gætið að díóðuljósunum á
vegghleðslustöðinni:
y Þegar Wallbox er að bíða eftir að notandinn
leyfi hleðsluferlið logar græna ljósdíóðan.
ATHUGIÐ
Wallbox eMH2 notuð með eða án bakvinnslu
Allt eftir útfærslu er hægt að nota Wallbox eMH2 með eða án bakvinnslu.
ƒ „Master"-útfærsla: Í „master"-útfærslu verður alltaf að nota Wallbox eMH2 með bakvinnslu.
ƒ „Slave"-útfærsla: Ýmist er hægt að nota Wallbox eMH2 í „slave"-útfærslu með „master"-
hleðslustöð í bakvinnslu eða með breyttum stillingum sem sjálfstæða vegghleðslustöð án
bakvinnslu.
ƒ Sjálfstæð útfærsla: Í sjálfstæðri útfærslu er Wallbox eMH2 alltaf notuð stök og án bakvinnslu.

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Productos relacionados para ABL Wallbox eMH2

Tabla de contenido