ABL Wallbox eMH2 Instrucciones De Uso página 159

Ocultar thumbs Ver también para Wallbox eMH2:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 30
Orsök og tillaga að úrlausn
ƒ Vegghleðslustöðin greindi villu eða bilun sem gerir að verkum að ekki er hægt að hlaða eða hleðslan
er stöðvuð. Blikkmynstur ljósdíóðanna er endurtekið lotubundið þar til villan eða bilunin hefur verið
lagfærð.
y Vegghleðslustöðin byrjar aftur að hlaða sjálfkrafa eftir 30 eða 60 sekúndur.
y Ef villan eða bilunin kemur aftur upp skal taka strauminn af vegghleðslustöðinni með innbyggða
lekastraumsrofanum og setja hann síðan aftur á.
y Takið hleðslusnúruna úr sambandi við hleðslutengið á bílnum og stingið henni svo aftur í samband.
y Þegar um vegghleðslustöð með hleðslutengli er að ræða: Takið einnig hleðsluklóna úr
hleðslutengli vegghleðslustöðvarinnar og stingið henni síðan aftur í samband.
y Ef villan er viðvarandi, hafðu samband við hæfan rafvirkja til að laga hana.
y Ef skipta þarf vegghleðslustöðinni út skal hafa samband við söluaðilann þar sem hún var keypt.
Lýsing
Rauða ljósdíóðan á vegghleðslustöðinni blikkar einu sinni á 10 sekúndna fresti og bláa ljósdíóðan logar
stöðugt.
Orsök og tillaga að úrlausn
ƒ Vegghleðslustöðin greindi villu eða bilun sem takmarkar hleðslustrauminn. Vegghleðslustöðin verður í
þessu ástandi þar til búið er að lagfæra villuna eða bilunina.
y Takið hleðslusnúruna úr sambandi við hleðslutengið á bílnum og stingið henni svo aftur í samband.
y Þegar um vegghleðslustöð með hleðslutengli er að ræða: Takið einnig hleðsluklóna úr
hleðslutengli vegghleðslustöðvarinnar og stingið henni síðan aftur í samband.
y Hafið samband við faglærðan rafvirkja til þess að láta lagfæra villuna eða bilunina.
Lýsing
Ljósdíóðurnar á vegghleðslustöðinni virka ekki.
Orsök og tillaga að úrlausn
ƒ Vegghleðslustöðin er ekki tengd við rafmagn.
y Athugið innbyggða lekastraumsrofann og sláið aftur inn með honum ef þess þarf.
y Athugið sjálfvarið í rafmagnstöflu hússins og sláið því aftur inn ef þess þarf.
y Látið faglærðan rafvirkja skoða rafmagnsleiðsluna og lagfæra hana ef þess þarf.
ƒ Vegghleðslustöðin er í ólagi.
y Hafið samband við faglærðan rafvirkja til þess að láta lagfæra bilunina.
y Ef skipta þarf vegghleðslustöðinni út skal hafa samband við söluaðilann þar sem hún var keypt.
Wallbox eMH2 – Villur og bilanir lagfærðar
|
159

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Productos relacionados para ABL Wallbox eMH2

Tabla de contenido