158
|
Wallbox eMH2 – Villur og bilanir lagfærðar
8
Takið hleðslusnúruna úr sambandi við
hleðslutengið á rafbílnum og lokið því.
9
Gangið frá hleðslusnúrunni fyrir næstu
hleðslu.
y Vegghleðslustöð með hleðslusnúru
Gangið frá hleðsluklónni í festingunni.
y Vegghleðslustöð með hleðslutengli
Dragið hleðsluklóna úr hleðslutenglinum
og gangið frá hleðslusnúrunni: Hleðslulokið
lokast sjálfkrafa.
10
Vegghleðslustöðin er tilbúin til notkunar og
bíður næstu hleðslu:
y Þegar Wallbox er tilbúinn til notkunar
sveiflast græna ljósdíóðan.
ATHUGIÐ
Hleðslusnúran tekin úr sambandi á vegghleðslustöð með hleðslutengli
Þegar um vegghleðslustöð með hleðslutengli er að ræða skal taka hleðslusnúruna úr sambandi eftir
hverja hleðslu. Annars geta orðið truflanir í samskiptum milli vegghleðslustöðvarinnar og bílsins við
síðari hleðslur.
Villur og bilanir lagfærðar
Komið geta upp villur og bilanir við notkun vegghleðslustöðvarinnar.
Lýsing
Rafbíllinn greinist ekki.
Orsök og tillaga að úrlausn
Hleðslusnúrunni hefur ekki verið stungið rétt í samband.
y Takið hleðslusnúruna úr sambandi við hleðslutengið á bílnum og stingið henni svo aftur í samband.
y Þegar um vegghleðslustöð með hleðslutengli er að ræða: Takið einnig hleðsluklóna úr
hleðslutengli vegghleðslustöðvarinnar og stingið henni síðan aftur í samband.
y Skoðið hleðslusnúruna og skiptið um hana ef þess þarf.
Lýsing
Rauða ljósdíóðan á vegghleðslustöðinni blikkar einu sinni og græna og/eða bláa ljósdíóðan blikkar með
tilteknu mynstri sem er endurtekið lotubundið.