Handbók á frummáli
Öryggi
Mikilvæg öryggisatriði
- Lesið notkunarleiðbeiningarnar vandlega áður en verkfærið er tekið í notkun og fylgið í hvívetna ábendingunum sem þar er að finna
- Geymið notkunarleiðbeiningarnar á sama stað og verkfærið
- Farið eftir þeim öryggisfyrirmælum sem eiga við í hverju landi
HÆTTA
Lífshætta vegna raflosts
Áður en suðutækið er notað skal alltaf athuga hvort tækið, rafmagnssnúran, ræsihnappur rafmagnshefils sé skemmdur
eða í ólagi
Snertið ekki skemmdar rafmagnssnúrur eða klær og látið undir eins viðurkenndan rafvirkja skipta um þær
Áður en viðhald fer fram skal taka suðutækið úr sambandi við rafmagn
Gætið þess að rafmagnssnúran snerti enga hluta tækisins
Látið yfirfara rafbúnað samkvæmt þeim fyrirmælum sem gilda á hverjum stað
AÐVÖRUN
Slysahætta vegna gáleysis
Festið suðutækið á sléttu og stöðugu undirlagi
Suðutækið má eingöngu nota í skjóli fyrir veðrum
Þegar suðutækið er notað verður það að vera í fullkomnu lagi
Áður en suðutækið er notað skal yfirfara alla hluta þess með tilliti til skemmda
Þar sem suðutækið er notað verður loftræsting að vera góð
Ekki má geyma eldfim efni innan 1 m fjarlægðar frá suðutækinu
Haldið vinnusvæðinu hreinu og snyrtilegu
Lýsing á vinnusvæði skal vera nægileg
Haldið börnum og óviðkomandi aðilum frá vinnusvæðinu á meðan suðutækið er notað
Notandinn má ekki vera þreyttur eða undir áhrifum áfengis eða lyfja
Ekki má skilja suðutækið eftir eftirlitslaust
VARÚÐ
Slysahætta vegna rangrar notkunar
Notið eingöngu upprunalega varahluti frá Geberit
Klæðist skóm með góðu gripi
Gangið tryggilega frá víðum og lausum fatnaði
Setja skal hárnet yfir sítt hár
Forðast skal að láta hluti hanga lausa á vinnusvæðinu
Á meðan unnið er með rafmagnsheflinum skal ekki klæðast hlífðarhönskum
Taka skal mið af þyng suðutækisins; notið viðeigandi flutningsbúnað
VARÚÐ
Hætta á tjóni vegna rangrar notkunar
Notið þar til gerða tösku til að flytja og geyma suðutækið og geymið það á þurrum stað
Viðhald og virkniprófanir á suðutækinu skulu fara reglulega fram
Ef suðutækið bilar eða verður fyrir skemmdum skal undir eins láta gera við það hjá Geberit eða á viðurkenndu verkstæði
Öryggi
DE
EN
FR
IT
NL
ES
PT
DK
NO
SE
FI
IS
PL
HU
SK
CZ
SL
HR
SR
EE
LV
LT
BG
RO
GR
TR
RU
AE
CN
JP
137