Fyrirhuguð notkun
Dorsi Ramp er sjúkraþjálfunarbúnaður sem ætlaður er til þess að
gera börnum kleift að teygja á hásin, kálfatvíhöfða og sólavöðva
(kálfavöðvum). Notkun Dorsi Ramp gefur óbeina teygju með
þungaburði á hásin og kálfavöðva. Þessi tegund teygju er oft
ráðlögð fyrir börn með ýmsa sjúkdóma þar sem stífleiki sina og
vöðvasamdráttur hafa áhrif á getu til þess að sveigja fótinn upp
á við (dorsiflex) og valda hugsanlega afbrigðilegu göngulagi.
Dæmi um sjúkdómsástand þar sem notkun Dorsi Ramp getur átt
við eru meðal annars:
• Taugasjúkdómar svo sem heilalömun (Cerebral Palsy)
• Meðfæddir sjúkdómar svo sem klumbufótur (Congenital Talipes
Equino Varus)
• Sjúkdómar af óþekktum orsökum, oftast táganga af óþekktum
orsökum (Idiopathic Toe Walking)
• Bati eftir áverka og sinakvilli
• Ýmsir tauga- og vöðvakvillar
Dorsi Ramp er ætlað til notkunar fyrir börn sem geta staðið
upprétt og á iljum (þ.e. með fætur flata á jörðinni) frá 18 mánaða
aldri og allt að 10 ára aldri, sem ekki eru þyngri en 63,5kg (140
pund).
Notkun
Til þess að ná óbeinni teygju með þungaburði á hásin og
kálfavöðvum skal koma Dorsi Ramp fyrir á föstu og jöfnu
yfirborði, velja rétt hallahorn og standa upprétt samkvæmt
leiðbeiningum (
til
).
1
6
Að breyta hallahorni
Veljið sem ákjósanlegast hallahorn, en það getur verið 10, 15 eða
20 gráður. Til þess að skipta á milli 10 og 20 gráðu hallahorns
skal taka Dorsi Ramp upp og snúa því á hvolf. Þegar Dorsi
Ramp er lyft skal halda um báða enda til þess að forðast að
klemma fingurna. Hallahornið kemur greinilega fram. 15 gráðu
stöðunni er náð með því að koma Dorsi Ramp þannig fyrir að
20 gráðu hallinn snúi upp og með því að setja appelsínugulu
innfellinguna ofan á hann (
1
Að velja rétt hallahorn
Fylgist vandlega með barninu til þess að sjá hvaða horn hentar
best. Ekki nota Dorsi Ramp við hallahorn sem valda barninu
óþægindum. Óhóflega mikil teygja getur valdið álagi eða sliti í
kálfum og sinum.
Barnið ræður vel við hallahorn ef það getur staðið á Dorsi
Ramp í eðlilegri, beinni og uppréttri stöðu í 2 mínútur án þess
að fram komi merki um óþægindi. Ef barnið þarf að þrýsta út
afturendanum, lyfta hælum eða ef það sýnir merki um óþægindi
er hallahornið of hátt og þá þarf að lækka það. Ef barninu finnst
ekki þægilegt að nota 10 gráðu hallahorn skal ekki nota Dorsi
Ramp.
Byrjið á lægsta hallahorninu og reynið að auka hornið smátt og
smátt á nokkrum vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir því sem
best hentar sjúkdómsástandi notandans. Fylgist vel með barninu
með tilliti til óþæginda þegar hallahornið er stækkað; byrjið á
stuttum teygjum áður en farið er smátt og smátt yfir í lengri
teygjur. Það geta komið upp dagar eða tímabil þegar dregur
úr getu barnsins til þess að sveigja fótinn upp á við. Þetta er
eðlilegt hjá börnum sem vaxa hratt. Ef barnið sýnir merki um að
það ráði ekki vel við hallahornið skal minnka það.
Tíðni og lengd teygjuæfinga
Mælt er með daglegri notkun. Helst ættu teygjur að standa í
minnst tvær (2) mínútur en ekki lengur en 30 mínútur. Teygjur
sem vara aðeins 30 sekúndur geta einnig veitt árangur. Ef
mögulegt er skal hvetja til notkunar nokkrum sinnum yfir daginn.
Rétt fótastaða og líkamsstaða
Barnið ætti að standa á rampinum með hælana nálægt lægsta
horni hallans. Fæturnir mega vísa beint áfram eða snúa út á við
þar sem hallahornið er það sama burtséð frá stöðu (
IS Notkunarleiðbeiningar með Dorsi Ramp
).
).
2
®
Á að vera í skóm við notkun Dorsi Ramp?
Börn sem eru kiðfætt eða með flatfót ættu að vera í skófatnaði
sem veitir ilboga langsum stuðning við notkun Dorsi Ramp. Helst
ættu að vera sérstök stoðtæki í slíkum skófatnaði. Börn sem ekki
eru kiðfætt eða sem eru með tilhneigingu til úthalla (svo sem börn
með klumbufót) geta verið í sokkum eða berfætt við notkun Dorsi
Ramp. Ávallt má nota skó, inniskó eða sandala ef þess er óskað
(
).
3
Að hvetja börn til þess að nota Dorsi Ramp
Mestum árangri verður náð með reglulegri daglegri notkun, jafnvel
þótt hún standi frekar stutt í hvert skipti.
Ekki er auðvelt að fá ung börn til þess að stunda reglulega
sjúkraþjálfun. Best er að gera notkun Dorsi Ramp hluta af
daglegum venjum, koma á verðlaunakerfi og setja notkun þess í
jákvætt samhengi. Reynið að forðast aðstæður þar sem neikvætt
samhengi skapast við búnaðinn þar sem slíkt veldur mótþróa.
Bestu dæmin um notkun eru þegar barnið er svo upptekið af því
sem það er að gera að það gleymir að það sé í sjúkraþjálfun. Hér
fylgja nokkur dæmi:
Dagleg tannburstun: Koma má Dorsi Ramp fyrir framan við
vaskinn í baðherberginu og nota við tannhirðu kvölds og morgna.
Dorsi Ramp er eins og trappa sem gerir ungum börnum kleift að
ná upp í vaskinn á þægilegan hátt. Prófið að nota tímamæli og
segið barninu að bursta tennurnar í 2 mínútur á hverjum morgni og
hverju kvöldi (
).
4
Tölvuleikir: Hvetja má börn til þess að nota Dorsi Ramp með
því að verðlauna þau með lengri tíma til tölvuleikja eða annarra
skemmtilegra hluta (
5
).
Eldhúsvinnuborð: Dorsi Ramp má nota sem tröppu þannig að
börn nái á þægilegan hátt upp á vinnuborðið til þess að hjálpa til í
eldhúsinu (
).
6
Geymsla og þrif
Geymið ekki í beinu sólarljósi. Geymið við hitastig á bilinu 5 til 30
gráður. Staflið ekki hlutum ofan á Dorsi Ramp. Plastið gulnar með
tímanum, en það er eðlilegt. Hreinsið eininguna aðeins með rökum
klút en notið ekki bleikiefni, leysiefni eða slípandi hreinsipúða.
Fægið ekki.
Varnaðarorð og varúðarráðstafanir
Notið aðeins eins og sagt er til um í þessum leiðarvísi. Standið
aðeins á hallandi yfirborðum. Ekki standa á brúnum þar sem
búnaðurinn getur hallast til eða snúist við. Ef vafi leikur á um
hvort eða hvernig skuli nota Dorsi Ramp skal leita ráða hjá
sérmenntuðum lækni sem hefur vitneskju um sjúkdómsástand
notanda. Notið ekki rampann við hallahorn sem valda barninu
óþægindum. Notist ekki af börnum sem eru yngri en 18 mánaða
eða sem ekki geta staðið upprétt á iljum. Notist ekki af börnum
sem eru eldri en 10 ára eða sem vega meira en 63,5kg (140
pund). Börn sem nota Dorsi Ramp verða ávallt að vera undir
eftirliti hæfs fullorðins umsjónarmanns. Þegar Dorsi Ramp er lyft
skal halda um báða enda til þess að forðast að klemma fingurna.
Ekki láta Dorsi Ramp detta. Notið ekki ef fram koma skemmdir
eða sprungur. Ef vafi leikur á skal skoða Dorsi Ramp með tilliti til
merkja um skemmdir. Dorsi Ramp er ekki leikfang og skal ekki
nota sem slíkt. Notið ekki utandyra.
15