Almennar öryggisupplýsingar
HÆTTA
Raflost
Ef ekki er farið rétt að við uppsetningu getur það leitt til
alvarlegra meiðsla eða dauða.
▶ Verjið verkfærið gegn bleytu og raka.
▶ Borið ekki í sjálft verkfærið; ef bæta á við merkingum skal
aðeins nota límmiða.
▶ Fyrir hverja notkun skal alltaf athuga hvort verkfærið,
rafmagnssnúran og klóin eru skemmd eða í ólagi.
▶ Forðist snertingu við jarðtengda yfirborðsfleti.
▶ Snertið ekki skemmdar rafmagnssnúrur eða klær og látið
viðurkenndan fagaðila undir eins skipta um þær.
▶ Breytið rafmagnsklónni ekki á nokkurn hátt; hún verður að
ganga auðveldlega inn í innstunguna.
▶ Notið ekki klær með millistykki.
▶ Notið rafmagnssnúruna ekki á rangan hátt, t.d. til að halda
á verkfærinu, hengja það upp eða taka rafmagnsklóna úr
sambandi.
▶ Hlífið rafmagnssnúrunni við hita, olíu, sýrum, hvössum
brúnum og þeim hlutum verkfærisins sem hreyfast.
▶ Þegar unnið er utandyra má aðeins nota
framlengingarsnúrur sem leyfðar eru til notkunar utandyra.
▶ Áður en viðhald fer fram á verkfærinu skal taka það úr
sambandi við rafmagn.
HÆTTA
Lífshætta vegna sprengingar
▶ Notið verkfærið ekki nálægt eldfimum vökva eða
sprengifimum gas- eða rykblöndum.
9376181515 © 02-2022
964.873.00.0(02)
IS
127