öxullinn (A14) hætti að snúast innan 4 sekúndna.
Takið vélina úr sambandi eða lokið fyrir
straumrofann og gangið síðan úr skugga um að
raflínan sé heil og ósprungin.
Ef raflínan er ekki heil eða það eru sprungur í
henni eða ef misbrestur kemur í ljós í fyrrnefndum
prófunum verður að kalla til viðgerðarmann áður
en vélin er tekin í notkun.
Gangið úr skugga um að gúmmíundirstöður
vélarhússins séu vel festar.
Gangið úr skugga um að hnífar og rifjárn séu heil
og bíti vel.
Bilanaleit.
Til að minnka hættu á alvarlegum bilunum hefur
RG-30 sjálfvirkan straumrofsbúnað sem slekkur á
vélinni ef vélarhitinn verður of hár. Þessi búnaður
felur í sér að aftur má gangsetja vélina þegar
hitinn er kominn í samt lag, sem tekur yfirleitt frá
10 upp í 30 mínútur.
BILUN: Vélin fer ekki í gang eða hættir vinnslu og
ekki er hægt að gangsetja hana aftur.
VIÐBRÖGÐ: Gangið úr skugga um að vélin sé
tengd eða að straumrofinn sé í stöðu "I". Gangið
úr skugga um að bræðivör í töfluskáp séu heil og
ampertala þeirra sé rétt. Gangið úr skugga um að
matarinn (A5) sér rétt settur á og að
matarahandfang (A3) sé fellt niður. Bíðið upp undir
30 mínútur og reynið þá að gangsetja vélina á ný.
Kallið til viðgerðarmann.
BILUN: Léleg vinnuafköst eða vinnuárangur.
VIÐBRÖGÐ: Veljið rétt skurðarverkfæri eða
samsetningu skurðarverkfæra (A6-A12). Notið
alltaf frárásarskífuna (A13). Gangið úr skugga um
að hnífar og rifjárn séu heil og bíti vel. Þrýstið
hráefninu lausara niður.
BILUN: Ekki er hægt að losa skurðarverkfæri.
VIÐBRÖGÐ: Notið alltaf frárásarskífu (A13). Setjið
upp þykkan skinnhanska eða annað sem hnífar
skurðarverkfæra skera ekki sundur, snúið
skurðarverkfærunum rangsælis og losið þau.
Upplýsingar: Hällde RG-30.
MISMUNANDI MEÐHÖNDLUN: Sneiðir, sker í
teninga, strimlar og/eða rífur ávexti, grænmeti,
þurrt brauð, ost, hnetur, sveppi.
NOTENDUR: Veitingahús, verslanaeldhús,
sérfæðueldhús, dagheimili, þjónustuheimili,
veislueldhús o.s.frv. sem útbúa mat fyrir frá 10 til
80 manns á dag.
VINNSLUGETA OG RÚMTAK: Meðhöndlar allt
upp í 2 kg á mínútu allt eftir vali á
skurðarverkfærum og hráefni. Rúmtak matarans:
0,9 lítrar. Þvermál matarapípu: 53 mm.
VÉLARHÚS: Vél: 1000W. 100-120 V, 1-fasa, 50-
60 Hz, 220-240 V, 1-fasa, 50/60 Hz. Hitastýrð
hreyfilvörn. Hraðaskipting: tannhjólsreim.
Öryggiskerfi: tveir öryggisrofar. Varnarflokkur:
IP34. Veggtenging: jarðtengd, 1-fasa, 10A.
Bræðivör í töfluskáp á staðnum: 10A, treg.
Hljóðstyrkur: LpA (EN3 1201): 76 dBA. Segulsvið:
minna en 0,1 mikrotesla.
STILLING OG HRAÐI: 550/850 snún/mín.
SKURÐARVERKFÆRI: Þvermál skurðarverkfæra:
185 mm.
EFNI: Vélarhús úr áli. Grænmetisskurðarbúnaður
með matara úr polykarbonat, frárásarskífu úr
acetal, skurðarverkfæri úr sterku acetal, poly-
sulfon, polyuretan eða áli, hnífar skurðarverkfæra
úr hnífastáli af hæsta gæðaflokki.
NETTÓÞYNGD: Vélarhús: 8.8 kg.
Grænmetisskurðarbúnaður í heild án
skurðarverkfæra: 1 kg. Skurðarskífur að meðaltali
um 0,4 kg.
STAÐLAR: EU Vélartilskipun 89/392/EEC og
EMC-tilskipun 89/336/EEC