3
Opna / Leggja saman
Varan tekin upp í fyrsta sinn: Varan er
afhent í flutningsstöðu. Þegar varan er sett
upp til notkunar seturðu aðra höndina á
þverslána á milli gönguhandfanganna (B)
og hina á þverslána fyrir framan un-
dirstöðu bakkans (A). Þrýstu þverslánum
í sundur til þess að setja göngugrindina
upp. Varan smellur í sína réttu stöðu.
Að opna: Stilltu grindinni upp á hjólin
á jafnsléttum fleti og stattu þeim megin
sem notandinn er. Dragðu í stöðustangir-
nar tvær (C) sem finna má á hliðaropum
undirstöðu bakkans. Þrýstu undirstöðu
bakkans niður um leið og þrýst er á
stöðustangirnar. Göngugrindin fer í
notkunarstöðu og læsist þegar stöðustön-
gunum er sleppt. Sjá séstakan kafla Bakki /
Karfa um hvernig staðsetja skuli bakkann.
Að leggja saman: Fjarlægðu bakkann.
Stilltu þér þeim megin sem gangandi
notandi er, á stól ef með þarf. Þú heldur
við gönguhandfangið með efri hluta
líkamans (D), tekur um báðar stöðustangir
(E) og dregur undirstöðu bakkans að
þér. Slepptu stöðustöngunum og ýttu
undirstöðu bakkans varlega aftur niður
til þess að staðfesta að stöðustangirnar
séu fastar og að tækið geti ekki opnast.
Notaðu stöðubremsuna til þess að
tryggja að tækið renni ekki af stað.
Að bera göngugrindina: Alls ekki má
lyfta göngugrindinni með bremsuvír-
num. Leggðu göngugrindina saman
eins og lýst er í kaflanum Að opna /
Leggja saman Haltu um aðra hvora
þverslána (F) eða grindarhliðarnar (G)
til þess að bera göngugrindina.
4
Handföng / Minnisaðgerð
Hæðarstilling: Losaðu um báða hnúðana
(H) (u.þ.b. 2 snúninga). Stilltu handföngin
(D) í hentuga hæð, togaðu þau síðan
svolítið upp og niður þangað til að þú
heyrir smell. Stilltu bæði handföng í sömu
hæð með því að bera saman tölurnar á
hverri hlið. Hertu hnúðana (H) að nýju. Það
er mælt með því að handföngin séu stillt í
sömu hæð og úlnliðir þínir, þegar handleg-
girnir þínir hanga niður með líkama þínum.
Minnisaðgerð: Ákveddu hæð á hand-
föngum (sjá tölurnar). Teldu sjáanleg göt
aftan á handfangsrörunum (F). Fjarlægðu
bakkann. Lengdu gaspumpu-handföngin
(A) og færðu bremsuvírana inn á við
(B). Haltu bremsuvírunum að pokanum
(B) á meðan gaspumpu-handföngin
er dregin til baka (C). Losaðu um
hæðarstillingarhnappana (H). Togaðu
rörið (F) út úr grindinni. Festingarnar (E)
fylgja nú handfangarörunum. Færðu
festinguna (E), þannig að tala gatanna
fyrir ofan er jöfn áðurnefndum götum.
Komdu rauða minniskubbnum (G) fyrir
á handfangsrörinu í fyrsta tiltæka gatið
undir festingarstykkinu (E). Þrýstu hand-
fangsrörunum og festingunum (I) niður
og inn í hliðargrindurnar (J)). Skrúfaðu
stillihnúðana (H) hálfa leið inn. Dragðu
handföngin (D) upp þar til þau stöðvast
og hertu svo hnúðana (H) vel. Héðan í
frá, þegar handfangið er í lægstu stöðu,
stansar það í forstilltri stöðu þegar það er
dregið upp. Færðu bremsuvírana aftur á
sinn stað utan við gaspumpu-handföngin
með því að lengja / stytta handföngin á ný.
5
Bremsur
Gakktu úr skugga um að bremsurnar
virki fyrir hverja ferð. Bremsustöngin
virkar á bæði afturhjól. Ekki keyra
eða ýta göngugrindinni þegar
stöðubremsur eru í notkun.
Stöðubremsur: Þrýstu bremsus-
tönginni (A) niður þar til hemlarnir
læsast. Bæði hjól eru núna læst.
Þrýstu utan um báðar bremsustangir
upp til að losa stöðubremsurnar.
Akstursbremsur Dragðu brem-
sustöngina (B) upp til að virkja
bremsurnar. Ekki nota stöðugt þegar
göngugrindin er á hreyfingu.
Að stilla / skoða: Auðveldast er að
stilla bremsurnar með því að hvolfa
göngugrindinni. Losaðu róna (C) á
hemlabarkanum. Hertu bremsuvírinn
(D) með stilliskrúfunni (E). Stilltu báða
bremsuklossa jafnt þannig að fjarlægðin
til yfirborðs hjólsins sé um það bil 1,5 mm
og hertu róna (C). Gakktu úr skugga um
að bremsurnar séu ekki stilltar of nálægt
og þrýstu fast á gúmmí hjólanna þegar
stöðubremsan er á. Besta mögulega grip
fæst með því að strjúka af dekkjunum með
votum klút. Hægt er að skipta um hjólin og
bremsurnar ef þau eru slitin eða skemmd.
6
Gaspumpu-handföng
Settu alltaf stöðubremsuna (A) á áður
en gaspumpu-handföngin eru notuð.
Lenging: Lengdu gaspumpu-hand-
föngin með því að toga í flipann (B)
við hliðina á hæðarstillingarhnappi-
num. Þegar handfangið er að fullu
útdregið læsist það og rennur ekki til
baka þegar því er þrýst niður.
Í notkun: Þegar göngugrindin
stendur á jafnsléttu má nota hand-
fangið sem viðbótarstuðning þegar
staðið er upp eðasest niður.
Að draga inn: Dragðu handfangið inn á
ný með því að lyfta því létt og ýta til baka
uns það fellur á sinn stað með smelli (C).
–
25
–
TOPRO Hestia
7
Bakki / Karfa
Færslustaða bakka: Auðveldast er að
fjarlægja bakkann þegar setið er. Settu
bremsurnar á og haltu fast í göngugrindi-
na. Ýttu bakkanum ákveðið niður á við (A).
Bakkinn er settur í flutningsstöðu með
því að halda honum þannig að flipinn (G)
vísi fram og upp á við og síðan er hann
lagður að rimlunum innan á grindinni
(B). Dragðu ákveðið upp þar til bakkinn
smellur á sinn tað báðum megin,
Komið fyrir: Lyftu bakkanum á
sinn stað með lyftihandfanginu (C).
Flipinn (G) á bakkanum ætti að stefna
í gönguátt grindarinnar. Bakkinn er
settur upp með því að leggja hliðar
hans að jöðrum undirstöðu bakkans (E),
framhlið hans ætti að flútta við fremri
þverslá (D) og bogana í hornunum.
Bakkanum rennt: Þegar bakkinn
liggur á undirstöðunni má renna
honum í átt að notandanum (F) með
innbyggða flipanum (G). Bakkann
má þvo í þvottavél við allt að 75°C.
Bakkinn fjarlægður: Þrýstu bakkanum
alveg fram (H). Lyftu bakkanum með
sambyggða lyftihandfanginu (I).
Karfa: Körfuna má fjarlægja og þvo
varlega í þvottavél við allt að 60°C.
Auðveldast er að fjarlægja körfuna
þegar grindin er samanlögð.
8
Lyftibrún / Hallavirkni
Lyftibrún: Handfangið er þannig
staðsett (A) að það auðveldar notanda að
lyfta göngugrindinni yfir hindranir. Settu
fingurna utan um brúnina og lyftu lóðrétt.
Hallavirkni: Settu framenda fótar á
hallafótstig (B) og dragðu gönguhand-
föngin að þér. Þetta hjálpar til að halla
göngugrindinni yfir þröskulda, brúnir,
o.s.frv. Vinsamlegast athugaðu: Farðu
varlega þegar farið er yfir þröskulda
o.s.frv. Ekki nota göngugrindina í stigum.
Flutningur
Háu göngugrindina verður að flytja
samanlagða og í læstri stöðu (sjá
efnisgreinina Opna / Leggja saman).
Farðu varlega þegar þú kemur göng-
ugrindinni fyrir í ökutæki. Gakktu úr
skugga um að þú festir hana tryggilega.
Geymsla
Göngugrindina á að geyma í uppréttri
stöðu. Ef hún er geymd utandyra, verður
hún að vera undir hlíf til að verja hana.
Ekki skilja göngugrindina eftir án eftirlits.
Ekki setja þunga hluti ofan á göng-
ugrindina meðan á geymslu stendur.
Art. No. User Manual: 104452 – Revision C, 2022-10
EN
NO
DE
NL
SV
DA
FI
IS
IS
FR
IT
ES
CS