Fyrirhuguð Notkun; Íslenska - Atos PROVOX Manual Del Usuario

Tabla de contenido

Publicidad

Fyrirhuguð notkun
Provox límvörurnar eru einnota búnaður sem ætlaður er sjúklingum, með
barkakýlisskurð, sem anda í gegnum barkarauf. Búnaðurinn er festur við húðina
í kringum barkaraufina til að hægt sé að nota aukahluti úr Provox HME línunni.
VARNAÐARORÐ
• Límvörurnar geta ert húðina. Ef erting á sér stað, hættu notkun á límvöru og
ráðfærðu þig við lækni.
• Provox límvörurnar má ekki nota á húðsvæði sem verið er að meðhöndla
með geislum. Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú byrjar aftur að nota
límvöruna eftir geislameðferð.
• Endurnýting hefur áhrif á virkni og getur aukið sýkingarhættu.
• Notaðu eingöngu upprunalega Provox aukahluti sem ætlaðir eru til
notkunar með Provox límvörum. Aðrir aukahlutir geta valdið meiðslum eða
skemmdum á vörunum.
Notkunarleiðbeiningar
Undirbúningur
Gakktu úr skugga um að engar skemmdir eða rifur séu á límvörunni eða í
kringum botnplötuna.
Notkun
Gættu þess að húðin sé hrein og þurr. Ef þörf krefur má nota húðverndandi
vörur eins og Provox húðvörn eða stuðningslímvörur eins og Provox sílíkonlím.
Sjá myndir 1.1–1.8 og 2.1–2.4 til að fá leiðbeiningar um notkun.
Fjarlæging
Flettu límvörunni varlega af með því að nota fingraflipann. Límleysir, t.d.
Provox Adhesive Remover, getur verið gagnlegur til að fjarlægja límvörur.
VARÚÐ:
• Þegar límleifar eru hreinsaðar af húðinni þarf að gæta þess að agnir/vökvi
komist ekki inn í barkaraufina.
• Þegar OptiDerm er notað eftir aðgerð eða á viðkvæma húð þarf að fjarlægja
það mjög hægt og varlega.
32
ÍSLENSKA

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido