NOTKUNARlEIÐBEININGAR
VCM-41/42
(IS)
AÐVÖrUN!
Lyftið aldrei vélinni á öryggisarminum.
Aðeins löggiltum fagmönnum er hei-
milt að tengja VCM-42.
Varist að skera ykkur á beittum hnífum
og lausum vélarhlutum.
Stingið aldrei fingrunum ofan í skálina
(I) nema við hreingerningu.
Aðeins löggiltum fagmönnum er hei-
milt að annast viðgerðir á vélinni og
opna vélarhúsið.
Slökkvið fyrst á vélinni og takið hana
úr sambandi, eða slökkvið á straum-
rofa áður en hún er hreinsuð.
ÚTPÖKKUN
Gangið úr skugga um að jafnvel smæstu
hlutir fylgi vélinni, að hún sé í lagi og
ekkert hafi skemmst í flutningi. Kvartanir
verða að berast umboðsmanni vélarinnar
innan átta daga.
TENGING
Fjarlægið hnífinn (H) úr skálinni (I) fyrir
uppsetningu.
Tengið vélina við rafstraum með réttri
uppgefinni spennu.
Gangið úr skugga um að öxullinn (O)
snúist rangsælis.
Gangið úr skugga um að öxullinn hætti
að snúast innan 4 sekúndna frá því að
öryggisarmurinn (K) hefur verið færður frá
miðju loksins (A).
Gangið úr skugga um að vélin geti ekki
farið í gang ef skálin og lokið eru fjarlægð
og öryggisarmurinn færður fram yfir öxu-
linn í miðju vélarinnar.
Ef misbrestur er á þessu, kallið þá til
viðgerðarmann áður en vélin er tekin í
notkun.
SAMSETNING
Færið öryggisarminn aftur eins langt og
unnt er.
Setjið skálina (I) ofan á vélina þannig að
stýrispinni skálarinnar (J) falli inn í gróp á
yfirborði vélarinnar (P) og snúið skálinni
rangsælis.
Rennið hnífnum (H) eins langt upp á öxu-
linn (O) og unnt er.
Komið sköfuhringnum (C) fyrir í skálinni
þannig að lok hans (F) vísi "klukkan sex".
Leggið lokið (A) ofan á skálina þannig
að örin á brún loksins vísi á handfang
sköfuhringsins (D) og þrýstið lokinu niður
þannig að sköfuhringurinn og lokið sitji
þétt saman.
Lyftið öryggisarminum og færið hann um
leið inn að miðju loksins.
LOSUN
Lyftið öryggisarminum (K) ögn, færið hann
síðan aftur og út fyrir skálina (I) og fjarlæ-
gið síðan skálina.
Látið alltaf hnífinn (H) sitja eftir í skálinni
þegar hún er losuð til að innihaldið geti
ekki runnið út gegnum pípuna í skálinni
miðri.
TEGUND VINNSLU
Sker, hakkar og blandar kjöt og fisk,
hrærir kryddsmjör, salatsósur, majónes,
eftirrétti, stöppur, kæfa o.s.frv.. Fyrir
tilreiðslu á kjöti, fiski, ávöxtum, grænmeti,
lauk, steinselju, hnetum, möndlum, par-
mesanosti, sveppum, súkkulaði o.s.frv..
VÖrUMAGN, STÆrÐ
OG VINNSLUTÍMI
Það magn og bitastærð sem unnt er að
vinna í einu og vinnslutíminn er mismun-
andi eftir þéttleika hráefnisins og þeim
árangri sem stefnt er að.
Jafn og góður árangur fæst með því að
hluta fast hráefni eins og kjöt, ost o.s.frv.
fyrst í nokkurn veginn jafn stóra bita, ekki
stærri en u.þ.b. 4 cm 3.
Í eftirfarandi lista er gefið upp hámarks-
magn hráefnis sem vinna má í einu ásamt
lauslega áætluðum vinnslutíma.
Kjöt: 1.3 kg/1 mín. Fiskur: 1.3 kg/1 mín.
Kryddsmjör: 1.3 kg/1mín. Majones: 1.6
lítri/1 mín. Steinselja: 1 lítri/1 mín.
STILLIrOfI
Þegar stillirofinn (Q) er í stöðu "0" er
slökkt á vélinni.
Í stöðu "I" gengur vélin samfleytt og í
stöðu "II" (VCM-42) gengur vélin samfleytt
á miklum hraða.
Í stöðu "PULS" gengur vélin þangað til
rofanum er sleppt. PULS-stillingin er
notuð í stuttri vinnslu þar sem stefnt er að
nákvæmum árangri.
SKÖfUHrINGUr
Sköfuhringurinn (C) er hjálpartæki til að
beina t.d. kjöthakki sem hefur fest á hliðar
skálarinnar aftur í átt að hnífnum á meðan
vélin vinnur.
Snúið sköfuhringnum þegar þið viljið
skafa af hliðum skálarinnar eða opna/loka
mötunaropinu (B).
HrEINSUN
Slökkvið fyrst á vélinni og takið hana úr
sambandi, eða slökkvið á straumrofa.
Hreinsið ávallt vélina þegar eftir notkun.
Fjarlægið lausa hluta úr vélinni og þvoið
þá vel og þurrkið.
Þurrkið af vélarhúsinu með votri grisju.
Vélarhúsið má aldrei hreinsa með
uppþvottaefni með háu sýrustigi (pH - oft
notuðu í uppþvottavélar).
Þurrkið hnífinn (H). Skiljið ekki við hann
blautan á ryðfrírri borðplötu þegar hann er
ekki í notkun.
Notið aldrei oddhvöss verkfæri eða
háþrýstisprautu.
Geymið skálina (I) og hnífinn (H) á vélinni
þegar þau eru ekki í notkun.
GANGIÐ Úr SKUGGA
UM VIKULEGA
Að öxullinn (O) hætti að snúast innan 4
sekúndna eftir að öryggisarmurinn (K)
hefur verið færður frá miðju loksins (A).
Að ekki sé unnt að gangsetja vélina ef
skálin (I) og lokið eru fjarlægð og öryggi-
sarmurinn færður fram yfir öxulinn í miðju
vélarinnar.
Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á
straumrofa og gangið síðan úr skugga
um að raflínan sé heil og engar sprungur
í henni.
Ef raflínan er ekki heil eða sprungur eru
í henni eða ef einhver af fyrrnefndum
öryggisaðgerðum verkar ekki ber að kalla
til viðgerðarmann áður en vélin er tekin í
notkun.
Að allar sýnilegar skrúfur og rær sitji
fastar.
Að hnífarnir (H) séu heilir og bíti vel.
BILANALEIT
BILUN: Vélin fer ekki í gang eða stöðvast
í miðri vinnslu og fer ekki aftur í gang.
VIÐBRÖGÐ: Gangið úr skugga um að
vélin sé tengd í vegginn eða straumrofinn
í stöðu "I". Setjið skálina (I) og lokið (A) á
vélina á réttan hátt. Færið öryggisarminn
(K) alveg yfir miðju loksins. Gangið úr
skugga um að vörin í töfluskáp á staðnum
séu heil og amper-tala þeirra rétt. Bíðið
nokkrar mínútur og reynið síðan að gang-
setja vélina aftur. Kallið til viðgerðarmann.
BILUN: Lítil vinnslugeta eða skurður
ófullnægjandi.
VIÐBRÖGÐ: Sjáið til þess að hnífarnir