Descargar Imprimir esta página

Etac R82 x:panda shape Manual Del Usuario página 159

Publicidad

Öryggi
Merkingar, tákn og leiðbeiningar verða að vera til staðar, vera læsilegar og vel sýnilegar þar til
endingartími tækisins er liðinn. Skiptið strax um eða lagfærið ólæsilegar eða skemmdar merkingar,
tákn eða leiðbeiningar. Fá má leiðbeiningar hjá næsta söluaðila.
Ef fylgikvillar koma fram sem rekja má til notkunar tækisins skal tilkynna slík tilvik tímanlega til
næsta söluaðila og lögbærra landsyfirvalda. Söluaðili mun koma þessum upplýsingum áfram til
framleiðanda.
Umönnunaraðili
• Lesið
notendahandbókina
notkun og geymið hana til síðari nota. Ef þetta
tæki er notað með röngum hætti getur það
valdið notanda alvarlegum meiðslum.
• Þegar lyfta þarf notanda skal ávallt nota réttar
aðferðir og hjálpartæki.
• Notandinn má aldrei vera eftirlitslaus í tækinu.
Tryggið
fullorðinn
stöðugu eftirliti.
• Allar viðgerðir og viðhald skulu fara fram með
nýjum varahlutum og útbúnaði frá R82, og
skulu gerð í samræmi við leiðbeiningar og
fyrirmæli um viðhaldstímabil frá söluaðila.
• Aðeins þeir einstaklingar sem hafa lesið
notendahandbókina mega gera stillingar og
breytingar á tækinu og aukahlutum þess.
• Ef vafi leikur á öryggi við notkun R82-tækisins
eða ef bilanir koma upp skal taka tækið
samstundis úr notkun og hafa tafarlaust
samband við söluaðila.
• Þegar halla á baki er breytt skal styðja við
stólbakið.
• Þegar hreyfanlegir hlutar eru stilltir skal gæta
þess að líkamshlutar klemmist ekki eða festist.
• Fyrir uppsetningu stoðtækja/aukahluta skal
ganga úr skugga um að engin hætta sé á
meiðslum.
• Fyrir flutning skal tryggja að stólbakið sé í
lóðréttri stöðu og að ekki sé hægt að halla
stólbakinu. Ef við á skal virkja læsingu á
stólbaki.
• Upplýsingar um flutninga er að finna í skjalinu
„M1470 Flutningar í vélknúnum ökutækjum"
sem fylgir með vörunni.
• Upplýsingar um samsetningu stoðgrindar og
sætis, þ.m.t. hámarksþyngd fyrir viðkomandi
samsetningu, má finna á: etac.com/support.
etac.com
IS
vandlega
fyrir
einstaklingur
sinni
159
Umhverfi
• Kannið yfirborðshita tækis áður en notandinn
er færður í stólinn. Þetta á sérstaklega við ef
notandi er með skerta húðskynjun og finnur
ekki fyrir hita. Ef yfirborðshiti er yfir 41°C skal
leyfa vörunni að kólna fyrir notkun.
Notandi
• Ef notandinn er nálægt hámarksþyngd og/eða
með miklar ósjálfráðar hreyfingar skal íhuga
tæki sem ber meiri þyngd eða annað R82-tæki.
Vara
• Framkvæmið allar stillingar á tækinu og
aukahlutum þess og gangið úr skugga um að
allir hnúðar, skrúfur og sylgjur séu tryggilega
fest fyrir notkun.
• Geymið öll verkfæri þar sem börn ná ekki til.
• Gangið úr skugga um að tækið sé stöðugt áður
en notandi sest í stólinn.
• Við mælum með því að þú látir notandann vita
áður en stöðu sætis eða sætisbaks er breytt.
• Við flutning tækisins er bestum stöðugleika
náð ef sæti er í láréttri stöðu og bak í lóðréttri
stöðu.
• Fyrir notkun skal skoða tækið og alla aukahluti
þess og skipta út slitnum hlutum.
• Verjið pumpuna gegn þrýstingi eða háum hita.
Gætið þess að EKKI komi gat á pumpuna.
• Notið festingarnar á tækinu til að festa og stilla
öryggisvesti og -belti. Takið eftir raufum sem
ætlaðar eru til að festa öryggisvesti og -belti,
sjá kaflann um öryggisvesti og -belti.
• Tækið er prófað með tilliti til brunaþols á stigi
sem kviknar ekki í því, í samræmi við EN 1021-
1, EN 1021-2 og ISO 7176-16.
• Varan gæti tapað brunaþolseiginleikum ef
notaðar eru sessur sem eru ekki frá R82.
• Tækið er samþykkt til flutninga í ökutækjum
samkvæmt ISO 7176-19. Nánari upplýsingar
er að finna í skjalinu „M1470 Flutningur í
vélknúnum ökutækjum" sem fylgir tækinu.
• Varan er metin í samræmi við viðauka D í
ISO 7176-19 hvað varðar möguleika á að
nota öryggisbelti sem fest eru í ökutækið og
liggja yfir mjaðmir og axlir notanda. Tækið fær
heildareinkunnina „Gott".
• Börn og fullorðnir með vitræna skerðingu
mega aðeins nota þessa vöru undir eftirliti
umönnunaraðila.

Publicidad

loading