Stærð grímunnar stillt
Læknir eða svefnmeðferðaraðili þinn getur aðstoðað við að velja rétta
stærð púða.
Ef grímuumgjörðin rennur aftur fyrir höfuðið eða liggur of nálægt eyrunum
skal velja minni umgjörð. Ef umgjörðin rennur fram fyrir höfuðið eða liggur
of nálægt augunum skal velja stærri umgjörð.
Gríman tekin í sundur fyrir þrif
Ef gríman er tengd við tæki skal aftengja barka tækisins frá stút
grímunnar.
1. Losaðu um festiflipana á efri ólum höfuðfestinga og togaðu af
umgjörðinni. Hafðu klemmurnar festar við neðri höfuðböndin.
2. Kreistu síðan hnappana á hliðum stútsins og losaðu hann af
umgjörðinni.
3. Haltu í tengi umgjarðarinnar og lyftu til að losa klemmuna frá
púðanum. Endurtaktu á hinni hliðinni.
4