Gríman hreinsuð
Ef það er eitthvað sýnilegt slit á íhlutum grímunnar (sprungur, rifur, rispur,
o.s.frv.) skal viðkomandi einingu fargað og skipt út.
Daglega/eftir hverja notkun: Púði
Vikulega: Höfuðfestingar, umgjörð og hné
1. Láttu íhlutina liggja í bleyti í volgu vatni blönduðu með mildu
hreinsiefni.
2. Handþvoðu íhlutina með mjúkum bursta. Veittu sérstaka athygli
loftopum á báðum púðum og hné.
3. Skolaðu vandlega af íhlutunum undir rennandi vatni.
4. Láttu íhlutina loftþorna fjarri beinu sólarljósi.
Endurtakið þessi skref ef íhlutir grímunnar virðast ekki alveg hreinir.
Gakktu úr skugga um að loftopin og köfnunarvarnarventlarnir séu hrein og
án hindrana.
Gríman sett aftur saman
1. Samstilltu og settu tengiflipa umgjarðar (a) inn í rauf púðans (b) og ýttu
niður þar til hann smellur á sinn stað. Endurtaktu á hinni hliðinni.
2. Festu hnéð við efri hluta umgjarðarinnar þar til það smellur á sinn stað.
3. Láttu ResMed merkið snúa út á við og upp og settu efri höfuðböndin
inn í umgjörðina innan frá og brjóttu festiflipana yfir til að festa.
Athugið: Ef stúturinn losnar skal koma honum aftur fyrir efst á
umgjörðinni.
Íslenska
5