TIL HAMINGJU MEÐ NÝJU OVERLOCK VÉLINA
Þessi vél er hágæða vél og auðveld í notkun. Til að þið njótið hennar til hins ítrasta biðjum við ykkur að
lesa þennan leiðarvísir áður en þið byrjið að sauma á vélina..
Ef þið þarfnast nánari upplýsinga um vélina biðjum við ykkur að hafa samband við umboðsaðila okkar sem
gjarnan mun hjálpa ykkur.
Góða skemmtun!
ATHUGIÐ
Gætið þess ávallt að þegar þið skiptið um nálar eða framkvæmið einhverja aðra aðgerð á vélinni þá verðið
þið að muna að taka vélina úr sambandi við rafmagn á meðan. Þetta á einnig við þegar þið eruð ekki að
nota vélina.
Upplýsingar um mótor vélarinnar
- Hámarks hraði vélarinnar er 1300 spor á mínútu, sem er nokkuð mikið miðað við að hraði á venjulegri heimilis-
saumavél er 500-800 spor á mínútu.
- Legur mótorsins eru úr sérstakri "sinter" málmblöndu sem þarfnast lítillar smurningar.
- Samfelld og löng notkun vélarinnar getur orðið til þess að mótorinn hitni dálítið, en það mun samt ekki hafa nein
skemmandi áhrif á hann.
Það er nauðsynlegt að halda pappírsögnum og efnisbútum frá opum á hlið og aftan á vélinni þannig að loft
komist auðveldlega að til að kæla vélina.
Þegar mótorinn er í gangi gætuð þið séð smá neista í opunum á mótornum. Þetta eru bara neistar sem kolin
geta gefið frá sér og ekkert til að hafa áhyggjur af.
III
III
III
III
III
1
2