Almennar upplýsingar:
Áður en varan er tekin í notkun mælum við með því að þið lesið notkunarleiðbeiningarnar vandlega og geymið
þær, ásamt umbúðunum, til síðari nota.
Aðgerðir
1. Ég get drukkið. (Ljósmynd 1)
Fyllið á pelann sem fylgir með dúkkunni með hreinu, fersku kranavatni og skrúfið pelatúttuna vel á flöskuna.
Haldið dúkkunni á handleggnum og hallið henni þannig að pelatúttan snúi niður og hægt sé að ýta henni
beint inn í munn dúkkunnar. Stingið túttunni alveg inn í pelann.
Þá er hægt að gefa dúkkunni vatn með því að þrýsta varlega á
pelann, u.þ.b. þriðjung innihaldsins.
Vatnsgeymirinn er fullur þegar vatn lekur úr munni dúkkunnar.
Viðvörun: Notið eingöngu ferskt vatn í pelann. Aðrir vökvar geta stíflað slöngur og vökvageyma innan í
dúkkunni.
2. Ég get pissað í bleyjuna mína. (Ljósmynd 2)
Fylla þarf á dúkkuna með vatni: Kynnið ykkur hlutann „Ég get drukkið".
Setjið nýja Baby born-bleyju á dúkkuna. Dúkkan pissar í bleyjuna eftir að þrýst hefur verið á naflann hennar.
Bleyjan verður blaut. Nú er hægt að skipta á henni. Hægt er að þurrka og nota bleyjuna síðan aftur. Bleyjan er
handþvegin.
3. Ég get grátið. (Ljósmynd 3)
Dúkkan getur grátið alvöru tárum. Fylla þarf á dúkkuna svo það sé hægt með vatni: Kynnið ykkur hlutann „Ég
get drukkið". Takið síðan um dúkkuna með báðum höndum undir handleggi hennar og þrýstið fyrir miðjuna á
brjóstkassa hennar með því að nota fingur eða þumla. Hún fer að gráta.
Ef þetta á sér ekki stað skal fylla á dúkkuna með hreinu vatni að nýju og þrýsta síðan á miðjuna á brjóstkassa
hennar.
4. Ég get pissað. (Ljósmynd 4)
Dúkkan getur pissað í kopp.
Fyllt var á hana með vatni, þ.e. viðkomandi geymir er fullur. Setjið óklæddu dúkkuna á koppinn. Haldið báðum
höndum utan um maga dúkkunnar, þrýstið vel og haldið í naflann. Vatn rennur í koppinn. Dúkkan er að pissa.
5. Ég get farið í bað. (Ljósmynd 5)
Ef dúkkan er böðuð heima skal aðeins nota BABY born baðkör eða baða dúkkuna í viðeigandi íláti.
Notið kalt eða volgt vatn þegar dúkkan er böðuð og notið almennar baðsápur sem henta börnum.
Ef farið er með dúkkuna í sundlaug eða á ströndina má ekki leika með dúkkuna í klór- eða saltvatninu í meira
en 1 klukkustund þar sem það getur valdið efnafræðilegum breytingum eða bleikingu á dúkkunni.
1 klukkustunda hámarkið á einnig við um baðvatn í BABY born baðkari eða íláti sem hentar fyrir dúkkur. Samt
sem áður ætti ekki að setja dúkkuna alveg í kaf.
1. Mikilvægt er að skola og þrífa dúkkuna með hreinu vatni eftir að hún hefur verið tekin með í bað.
Ef vatn hefur komist inn í dúkkuna skal losa vatnið úr henni áður en BABY born-dúkkan er notuð aftur.
Fylgið leiðbeiningunum um hreinsun og þurrkun.
2. Þegar leikið er með dúkkuna í BABY born baðkari eða öðru viðeigandi íláti getur vatn komist inn í slöngur
og vökvageyma inni í dúkkunni. Þess vegna er mjög mikilvægt að hreinsa slöngukerfið inni í dúkkunni
strax eftir baðið. Lesið leiðbeiningarnar um hreinsun til að fá nánari upplýsingar.
3. Mikilvægt! Forðast skal að baða dúkkuna með barninu í baðkarinu. Ófullnægjandi hreinsun og/eða
þurrkun eftir fyrri baðferð gæti valdið uppsöfnun á slæmum örverum og bakteríum í dúkkunni.
4. Dúkkan hentar ekki sem flotbúnaður.
5. Notið ekki snyrtivörur eða húðvörur á dúkkuna.
6. Skiljið ekki dúkkuna eftir í beinu sólarljósi í lengri tíma (hám. 1 klukkustund).
7. Skiljið ekki dúkkuna í háum hita (45°C eða hærri) í lengri tíma.
6. Ég er færanleg. (Ljósmynd 6)
Dúkkan cm er með hreyfanlegt höfuð, hand- og fótleggi. Hægt er að snúa axlaliðunum um 360° til að
auðveldara sé að klæða hana í og úr BABY born-fötunum sínum.
7. Ég get sofið. (Ljósmynd 7)
Dúkkan er syfjuð til augnanna. Augu hennar lokast og hún sofnar um leið og hún hefur verið lögð niður.
Upplýsingar um hreinsun og þurrkun:
Framkvæmist af fullorðnum aðila.
IS
26