3.2.1
Gildi fyrir lekastraumsrofa
Ávallt skal fylgja gildandi reglum um uppsetningu í hverju
landi. Nema gildandi reglur kveði á um annað verður hver
hleðslustöð að vera varin með viðeigandi lekastraumsvörn
(RCD af gerð A) með útleysingarstraumi ≤30 mA.
3.2.2
Gildi sjálfvars
Sjálfvarið (MCB) verður að samræmast EN 60898. Stýfð
orka (I²t) má ekki vera yfir 80 000 A²s.
Einnig má nota samsetningu lekastraumsrofa og sjálfvars
(RCBO) samkvæmt EN 61009-1. Ofangreindar
kennistærðir gilda einnig fyrir þessa samsetningu
öryggisrofa.
3.2.3
Rofbúnaður
Ekki er rofbúnaður í sjálfri hleðslustöðinni.
Öryggisbúnaðurinn í rafmagnstöflunni er því einnig
notaður til að rjúfa strauminn til hleðslustöðvarinnar.
IS
3.3
Uppsetning
Sjá einnig Kafli 4, "Uppsetning" á bls. 128.
Meðfylgjandi uppsetningarbúnaður er ætlaður til að setja
hleðslustöðina upp á múrvegg eða steyptum vegg. Fyrir
uppsetningu á standi fylgir uppsetningarbúnaður með
standinum.
ü Gengið hefur verið úr skugga um að allt fylgi með.
Gætið að réttri uppsetningarstöðu á uppsetningarstað.
u
Sjá Fig: Live Wall mounting.
Losið borskapalónið úr umbúðunum með rifgötunum.
u
u
Notið borskapalónið til að merkja fyrir borgötum á
fjórum stöðum á uppsetningarstaðnum. Sjá Mynd:
Veggfesting Live.
u
Borið fjögur göt með 8 mm þvermáli á merktu
stöðunum.
ÁBENDING
Nota skal miðgatið fyrir raflagnir. Nota verður vinstra
gatið þegar notast er við LAN-snúruna.
Setjið hölduna í efri borgötin með 2 töppum og 2
u
skrúfum, 6 x 70 mm, T25.
126
u
Takið neðri hlífina af tengisvæði hleðslustöðvarinnar.
Mynd 1
u
Takið spíralbeygjuvörnina af tengisvæði
hleðslustöðvarinnar og leggið hana hjá hinum
hlutunum sem fylgdu með.
u
Ef lagnir eru lagðar utan á vegg skal útbúa op fyrir
rafmagnsleiðslu með þar til ætluðum rifgötum á
bakhlið hleðslustöðvarinnar (ef þörf krefur skal hreinsa
brúnirnar með sívölum þjölum).
u
Stingið rafmagnsleiðslunni í gegnum þar til ætlað
inntaksop og setjið hleðslustöðina á hölduna sem búið
var að setja upp.
Festið hleðslustöðina í festigötin á neðra tengisvæðinu
u
með 2 skrúfum, 6 x 90 mm, T25. Hersluátakið má ekki
vera meira en 6 Nm.
Hleðslusnúran tengd
3.3.1
u
Rennið spíralbeygjuvörninni yfir meðfylgjandi
hleðslusnúru og látið opið sem ekki er skrúfgangur í
snúa fram.
u
Setjið hleðslusnúruna í gegnum foruppsettu
þéttiklemmuna.
ÁBENDING
Gætið þess að foruppsetta þéttigúmmíið sitji rétt í
þéttiklemmunni.
u
Ýtið hleðslusnúrunni að lágmarki 10 mm yfir efri brún
klemmusvæðisins á togfestuklemmunni.
Snúið beygjuvarnarspíralnum nokkra snúninga upp á
u
þéttiklemmuna.
ÁBENDING
Ekki herða strax.
Mynd 2
Skrúfið meðfylgjandi togfestuklemmu í réttri stöðu á
u
hleðslusnúruna.
ÁBENDING
Á togfestuklemmunni eru tvær mögulegar
staðsetningar fyrir hleðslusnúrur í 11 kW og 22 kW
útfærslu.
Gangið úr skugga um að áletrunin „11 kW installed"
sé sýnileg þegar um 11 kW er um að ræða.
u
Setjið togfestuklemmuna upp í réttri stöðu með
meðfylgjandi sjálfsnittandi Torx-skrúfum (6,5 x 25 mm)
og herðið með 5,5 Nm átaki. (Varúð: Gætið þess að
snúa skrúfunum ekki of mikið).
u
Togfestuklemman verður að liggja slétt á þegar hún
hefur verið skrúfuð föst.
ÁBENDING
Togið í hleðslusnúruna til þess að ganga úr skugga um
að hleðsluleiðslan hreyfist ekki lengur.
u
Skrúfið síðan beygjuvarnarspíralinn á þéttiklemmuna
með 4 Nm átaki.
Notið slétt skrúfjárn (3,5 mm) til að tengja hvern
u
leiðsluenda fyrir sig við hægri klemmublokkina með
áletruninni „OUT" eins og sýnt er á myndinni.
u
Það er gert með því að ýta skrúfjárninu inn í þar til
ætlað efra op gormafjöðrunarinnar á klemmublokkinni
og opna þannig klemmugorminn.
u
Stingið síðan viðkomandi leiðslu inn í þar til ætlað
tengiop á klemmublokkinni (neðra opið).
Hleðslusnúra
Lýsing
N
Blár
L1
Brún
L2
Svört
L3
Grá
PE
Gul-græn
Stýrileiðsla (CP)
Svört-hvít
u
Dragið skrúfjárnið síðan aftur úr og togið í snúruna til
að ganga úr skugga um að allar leiðslurnar séu rétt
klemmdar.
u
Tengið svörtu og hvítu stýrileiðsluna (CP) við
klemmuna (neðsta tengi 1).
Mynd 3
ÁBENDING
Þrýstið hvíta gormtenginu hægra megin við tengið
niður á meðan stýrileiðslan er sett alla leið inn.
u
Togið í leiðsluna til að ganga úr skugga um að hún sé
rétt klemmd.
5111233A_ISI_Next