4. HLUTI – TÆKI NOTAÐ Á BILI HÁS ÚTSTRAUMS
4.A. MYNSTUR HÁS ÚTSTRAUMS
Þegar NSL-5 leiðslan er tengd stillist tækið sjálfkrafa á HÁA
útstraumsbilið, þar sem ekkert örvunarmynstur er virkt
(0-hamur). Á meðan tækið er í 0-ham gefur tækið ekki frá sér
neinn örvunarstraum og engin kvök heyrast. Þegar notandi velur
ham, örvar tækið marktaugina með 200 míkrósekúndna (0,2
millisekúndna) löngum púlsum, með því mynstri sem valið er.
Kippur: Þegar kipphamurinner valinn á HÁA
útstraumsbilinu, er sjálfgilda mynstrið 2 Hz kippur.
Notandinn getur víxlað mynsturtíðninni á milli 1 Hz
og 2 Hz með því að styðja á kipphamshnappinn. Tækið
gefur frá sér kvak með hverjum örvunarpúlsi.
2 Hz kippmynstur = 2 kippir á sekúndu
500 millisekúndur
1 Hz kippmynstur = 1 kippur á sekúndu
1000 millisekúndur
= 0,2 millisekúndur
Mynd 4.1: Kippmynstur (HÁTT útstraumsbil)
50 Hz stjarfi: Styðjið á og haldið þessum hnappi
niðri til að senda samfellda 0,2 millisekúndna, 50 Hz
örvunarpúlsa í allt að 30 sekúndna hámarks lengd.
Tækið sendir samfelldan tón við örvunina. Þegar
stjarfahnappnum er sleppt, eða ef honum er haldið
niðri samfellt í 30 sekúndur, hættir tækið að senda stjarfaörvun og
fer aftur í fyrri stillingu (4-í-einu, kippur, 2-hrinur eða 0-ham).
50 Hz ~ kippmynstur
= 20 millisekúndur
= 0,2 millisekúndur
Mynd 4.2: 50 Hz ~ stjarfamynstur
134
= 0,2 millisekúndur
100 Hz stjarfi: Styðjið og haldið þessum hnappi
niðri til að senda samfellda 0,2 millisekúndna, 100 Hz
örvunarpúlsa í allt að 30 sekúndna hámarkslengd.
Tækið sendir samfelldan tón við örvunina.
Þegar stjarfahnappnum er sleppt, eða ef honum
er haldið niðri samfellt í 30 sekúndur, hættir tækið að senda
stjarfaörvun og fer aftur í fyrri stillingu (4-í-einu, kippur, 2-hrinur
eða 0-ham).
100 Hz ~ kippmynstur
= 10 millisekúndur
= 0,2 millisekúndur
Mynd 4.3: 100 Hz ~ stjarfamynstur
2-hrinu örvun: Í 2-hrinu örvunarham sendir tækið
örvunarmynstur tveggja hópa (hrina) þriggja 0,2
millisekúndna púlsa. Bilið á milli púlsa innan hrinu
er 20 millisekúndur ± 5%. Bilið á milli fyrsta púls
í fyrra hópi til síðasta púls í seinni hópnum er 750
millisekúndur ± 5%. Í 2-hrinu ham er mynstrið endurtekið með tíu
(10) sekúndna millibili.
Með hverri hrinu heyrist kvak. Þar að auki, á meðan talið er niður 10
sekúndna bilið á milli mynstra sem eru endurtekin sjálfvirkt, gefur
tækið frá sér langt píp til að minna á að næsta örvun verður eftir
eina (1) sekúndu.
Mynstur tvöfaldrar hrinu
= 20 millisekúndur
= 0,2 millisekúndur
750 millisekúndur
Mynd 4.4: Mynstur tvöfaldrar hrinu
Fjórir-í-einu: Í hamnum fyrir 4-í-einu gefur tækið
frá sér fjóra 0,2 millisekúndna púlsa, með 500
millisekúndna bili ± 5% (2 Hz tíðni). Í hamnum fyrir
4-í-einu er mynstrið endurtekið með tíu (10) sekúndna
millibili.
Með hverjum 4-í-einu heyrist kvak. Þar að auki, á meðan talið
er niður 10 sekúndna bilið á milli mynstra sem eru endurtekin
sjálfvirkt, gefur tækið frá sér langt píp til að minna á að næsta örvun
verður eftir eina (1) sekúndu.
Mynstur fjögurra í einu:
500 millisekúndur
= 0,2 millisekúndur
Mynd 4.5: Mynstur fjögurra í einu