IS
FM-ÚTVARPSSTILLING
NOTKUN FM-ÚTVARPS (FM OPERATION)
Gakktu úr skugga um að loftnet útvarpsins sé dregið út áður en það er notað í FM-stillingu.
Til að fara í FM-STILLINGU skaltu ýta á hnappinn „MODE" (stilling) þangað til
upphafsskjár FM-STILLINGAR birtist.
Ef þetta er í fyrsta skipti sem útvarpið er notað í FM-STILLINGU mun það byrja í upphafi
tíðnisviðsins (87,50 MHz), annars mun útvarpið sjálfkrafa fara á þá stöð sem síðast var
hlustað á.
Ef ýtt er á CONTROL-skífuna mun útvarpið hefja skönnun til að finna næstu tiltæku stöð.
Eames Radio mun sjálfkrafa hætta skönnun þegar stöð finnst.
Til að fínstilla skaltu snúa CONTROL-skífunni til að breyta tíðninni smám saman.
Þegar stillt er á FM-stöð með mikinn sendistyrk sem sendir út RDS-merki mun útvarpið birta
nafn stöðvarinnar og aðrar textaupplýsingar á skjánum.
FORSTILLING UPPÁHALDSSTÖÐVA (FAVOURITE STATION PRESETS)
Í Eames Radio getur þú geymt forstilltar 10 uppáhaldsstöðvar sem þú getur nálgast með
hnappinum „PRESETS" (forstillingar) framan á útvarpinu.
Til að vista stöðina sem þú ert að hlusta á sem forstillingu skaltu ýta á hnappinn „PRESETS"
og halda honum inni og nota svo CONTROL-skífuna til að finna ónotað (tómt) pláss. Ýttu
nú á skífuna til að geyma stöðina.
Til að hlusta á vistaða uppáhaldsstöð skaltu ýta á hnappinn „PRESETS", nota því næst
CONTROL-skífuna til að fletta í gegnum möguleikana og velja stöð með því að ýta á
skífuna.
Ef þú vilt breyta tiltekinni forstillingu síðar meir skaltu endurtaka ofangreinda ferlið til að vista
stöð. Skrifað verður sjálfkrafa yfir fyrri forstillingu.
10
FM
87.50MHz
[No RadioText]
99.50MHz
BBC Radio 1
Preset Recall
<1: (Empty)
>
Preset Recall
<1: BBC R1
>