ÝMSAR STILLINGAR
SJÁLFVIRK UPPFÆRSLA (AUTO UPDATE)
Uppfæra miðað við ALLA: Stillir sjálfkrafa tíma/dagsetningu miðað við merki frá DAB eða
FM. Þú þarft að hafa notað Eames Radio í DAB- eða FM-STILLINGU (og náð merki) til að
hægt sé að finna þessar upplýsingar.
UPPFÆRA MIÐAÐ VIÐ DAB: Þvingar útvarpið til að stilla tíma/dagsetningu miðað við DAB-
merki.
UPPFÆRA MIÐAÐ VIÐ FM: Þvingar útvarpið til að stilla tíma/dagsetningu miðað við FM-
merki.
BIRTUSTIG (BRIGHTNESS)
Eames Radio gerir þér kleift að stjórna birtustigi skjásins. Þetta felur í sér að birtustig fyrir bæði
BIÐSTÖÐU og KVEIKT er hægt að stilla á HÁTT, MEÐAL eða LÁGT.
Til að breyta birtustigi skaltu ýta á „MENU" (valmynd) og því næst velja „BRIGHTNESS"
(birtustig) í valmyndinni. Nú getur þú breytt sjálfgefnu birtustigi fyrir notkunarstillingarnar
tvær – BIÐSTAÐA og KVEIKT. Veldu stillinguna sem þú vilt breyta og veldu því næst æskilegt
birtustig. Valin stilling verður geymd í minni ótímabundið, en henni er hægt að breyta
hvenær sem er.
Stillingin „TIMEOUT" (tímamörk) gerir þér kleift að stjórna hversu lengi það tekur Eames
Radio að fara úr birtustigi fyrir KVEIKT yfir í birtustig fyrir BIÐSTÖÐU. Þetta gerir það til
dæmis kleift að hafa HÁTT birtustig þegar KVEIKT er á útvarpinu, og LÁGT birtustig þegar
það er í BIÐSTÖÐU, sem þýðir að þegar slökkt er á útvarpinu og það fer í BIÐSTÖÐU er
hægt að láta birtustigið minnka smám saman á 30 sekúndna tímabili þangað til það nær stigi
sem hæfir notkun á rúmstokki/að næturlagi. Ef ýtt er á takka eða skífu snúið mun birtustig
skjás fara aftur í birtustig fyrir KVEIKT í stutta stund, svo hægt sé að sjá á klukkuna.
TUNGUMÁL (LANGUAGE)
Sjálfgefið tungumál í útvarpinu er enska, en þó eru þrjú önnur tungumál í boði:
Þýska
Ítalska
Til að breyta núverandi tungumálastillingu skaltu ýta á „MENU" (valmynd) og því næst
velja „LANGUAGE" (tungumál) í valmyndinni. Veldu svo þann möguleika sem þú vilt.
Franska
Brightness
<Standby Level >
Brightness
<On Level
>
Timeout
<20 sec
>
DAB
<Language
>
Language
<English
>
IS
17