• Geymdu ekki tækið þar sem hiti fer yfir +55 °C, t.d. við bílrúðu eða í gluggakistu.
• Viss efnafræðileg efni geta haft slæm áhrif á vöruna. Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda.
• Þegar truflanir aukast eða hljóðstyrkur verður of lágur er kominn tími til að skipta um rafhlöður. Skiptu aldrei um
rafhlöður þegar kveikt er á tækinu. Gættu þess að rafhlaðan snúi rétt fyrir notkun.
• Heyrnarhlífarnar, og þá einkum þéttihringina, þarf að skoða með jöfnu millibili til að fyrirbyggja sprungur og aðrar
bilanir.
Viðvörun! Sum Bluetooth-tæki tengd við WS Alert geta gefið frá sér hættulegan hljóðstyrk.
ATH: Sé ekki farið eftir þessum leiðbeiningum getur það haft óæskileg áhrif á hljóðdeyfingu og virkni hlífanna.
(C) TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
(C:1 & C:2) Hljóðdeyfigildi:
Deyfigildi Peltor styrkstýranlegra heyrnarhlífa með útvarpi er prófað og vottað í samræmi PPE tilskipunina 89/686/EEC,
og viðeigandi hluta Evrópustaðals EN 352-1:1993/EN 352-3, EN 352-4: Vottorðið er gefið út af FIOH, Topeliuksenkatu
41, FI-00250 Helsinki, Finnlandi ID#0403. Peltor Alert uppfyllir kröfur EMC-tilskipana EN 55013 og EN 55020 og eru
líka FCC-viðurkennd (númer FCC, 15. hluti).
Skýringar með töflum um deyfigildi:
1. Þyngd
2. Tíðni í Hz
3. Meðalgildi deyfingar í dB
4. Staðalfrávik í dB
Hljóðstyrkur við hlustun á tónlist er mældur að hámarki 81 dB(A) veginn hljóðstyrkur í samræmi við kröfur í PPE-
tilskipuninni.
(C:3) Hljóðstyrkur inn/notkunartími: Hámarksstyrkur á hljóðmerki miðað við notkunartíma.
1. Tímar/dagur
2. Meðalstyrkur/rafrænt ílag
3. Tónlist/þjappað tal x = 0,40 V
4. Óþjappað tal x = 0,63 V
Ekki má stilla hærra en hér er tilgreint til þess að tryggja að ekki sé hætta á heyrnartjóni (meðalgildi talmerkis).
(C:4) Styrkhlutfall: Prófað í samræmi við ISO 4869-4. Hámarks A-veginn hljóðstyrkur utan skálar.
(C:5) Hávaðadeyfing: Tíðnisvið og hávaðadeyfing fyrir MT7 talhljóðnema (bara fyrir heyrnartól).
(D) GERÐ PELTOR WS ALERT
M2RX7AWS4 Með höfuðspöng
M2RX7P3EWS4 Með festingu fyrir Peltor og aðrar algengar tegundir öryggishjálma.
(E) VARAHLUTIR /FYLGIHLUTIR
Hreinlætisbúnaður – HY79. Hreinlætisbúnaður sem auðvelt er að skipta um, tveir deyfipúðar og ásmelltir þéttihringir.
Skiptu um a.m.k. tvisvar á ári til að tryggja samfellda deyfingu, hreinlæti og þægindi.
Einnota hlífar – Clean HY100A. Einnota hlífar sem auðvelt er að setja á þéttihringina. Í hverjum pakka eru u.þ.b. 100
pör.
Hljóðnemahlíf HYM – 1000. Vind-, regn- og hreinsihlíf sem veitir góða vernd og eykur líftíma hljóðnemans. Pakkning
inniheldur u.þ.b. 5 metra lengju til um 50 skipta.
Vindhlíf fyrir umhverfishljóðnema – M60/2. Virkar vel gegn vindgnauði. Eykur líftíma hljóðnemans og hlífir honum.
Í hverjum pakka er ein hlíf.
Rafhlöðulok – 1173SV
Endurhlaðanlegar rafhlöður – ACK03.
FR03. Hleðslutæki fyrir ACK03 rafhlöðurnar, fæst líka með bresku FR03-UK tengi.
(F) Leiðbeiningar um notkun Bluetooth
Með Peltor WS Alert heyrnartólum er auðvelt og þægilegt að eiga samskipti með talstöð og síma, jafnvel þar sem mikill
hávaði er, og hlusta á víðóma tónlist úr t.d. farsíma, MP3-spilara eða annarri einingu sem styður Bluetooth og A2DP
(Advanced Audio Distribution Profile)-sniðið.
Peltor WS Alert heyrnartólin eru hluti af vörulínunni Peltor Wireless Solutions™.
Þar er líka að finna aðrar Peltor-vörur sem nýta sér alheimsstaðalinn Bluetooth
Heyrnartólin deyfa mjög utanaðkomandi hávaða til að hlífa heyrninni og í þeim er að finna hljóðnema með
rafeindastyrkstýringu þannig að talað mál skilst vel, jafnvel þótt umhverfið sé mjög hávaðasamt.
44
til þráðlausrar miðlunar á hljóði.
®