MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Lestu þessar síður vandlega áður en þú byrjar að nota hleðslutækið.
Geymdu hleðslutækið og aðra smáa hluti þar sem börn, gæludýr og
einstaklingar með þroskahömlun ná ekki til.
Ekki láta hleðslutækið komast í snertingu við hitastig yfir 60 °C (140 °F),
sólarljós í langan tíma, opin eld eða íkveikjuvalda.
Við hleðslu skal hafa hleðslutækið í uppréttri stöðu á flötu og stöðugu
yfirborði og gæta þess að hafa nóg pláss í kringum það. Ekki hylja það
eða setja það nálægt eldfimum efnum. Þetta á einnig við þegar hleðslu-
banki er notaður.
Ekki skal reyna að opna eða gera við hleðslutækið upp á eigin spýtur.
Hafðu samband við heyrnarsérfræðinginn þinn ef þú verður var/vör við
einhverja galla.
Notaðu aðeins Widex-hleðslutæki með heyrnartækjunum. Notkun
hleðslutækis sem WIDEX A/S mælir ekki með getur stofnað kerfinu í
hættu eða orsakað hættulegar aðstæður.
Ekki láta hleðslutækið vera í beinu sólarljósi og ekki dýfa því í vatn.
Settu aldrei aðra hluti en heyrnartækin í hleðsluraufarnar.
Notaðu aðeins Widex-straumbreyti og snúru með hleðslutækinu.
126