stendur. Hætta skal notkun búnaðarins ef erting verður í barkaraufinni eða
byrjar að blæða úr henni.
• Sjúklingar með blæðingarsjúkdóma eða sjúklingar á blóðþynningarlyfjum
ættu ekki að nota búnaðinn ef hann veldur endurteknum blæðingum.
• Hætta skal notkun búnaðarins ef holdgunarvefur myndast í barkaraufinni.
• EKKI má hreinsa búnaðinn meðan hann er inni í barkaraufinni, þar sem
það getur valdið vefjaskemmdum. Ávallt skal fjarlægja búnaðinn úr
barkaraufinni fyrir hreinsun.
2. Notkunarleiðbeiningar
2.1 Undirbúningur
Rétt stærð valin
Þvermál: Provox LaryTube búnaðurinn er fáanlegur í 4 mismunandi stærðum,
með þvermálið 8, 9, 10 og 12. Mælið stærð barkaraufarinnar (þar sem þvermálið
er stærst) með reglustiku, og veljið rétta stærð af Provox LaryTube búnaði í
samræmi við það. Erfitt getur verið að ná loftþéttri tengingu ef barkaraufin
er óreglulega löguð.
Lengd: Provox LaryTube búnaðurinn er fáanlegur í 3 mismunandi lengdum,
27, 36 og 55 mm.
Læknirinn getur notað Provox LaryTube Sizer Kit í því skyni að auðvelda val
á réttri stærð LaryTube búnaðar til að ávísa sjúklingnum. Sizer Kit inniheldur
prufur („sizers") af þeim Provox LaryTube búnaði sem fáanlegur er á markaði.
VARÚÐ: Meðan á mátun stendur skal alltaf ganga úr skugga um að LaryTube
búnaðurinn festist ekki í barkakraga talventilsins (mynd 3).
Undirbúningur fyrir ísetningu
Áður en byrjað er að nota búnaðinn skal ganga úr skugga um að hann sé af
réttri stærð og að umbúðirnar séu óskemmdar og lokaðar. Notið búnaðinn ekki
nema að þessum kröfum uppfylltum.
Gangið úr skugga um að hendur séu vandlega hreinar og þurrar áður en
svæði umhverfis barkarauf er snert og áður en Provox LaryTube búnaðurinn
og/eða aukahlutir eru meðhöndlaðir.
Hafið spegil við höndina og gætið þess að lýsing sé nægileg til að lýsa upp
barkaraufina.
Skoðið Provox LaryTube búnaðinn ávallt vandlega FYRIR HVERJA NOTKUN
(þ.e. fyrir ísetningu) og gangið úr skugga um að hann sé óskemmdur og engin
merki til staðar um rifur, sprungur eða harða skorpu. Ekki skal nota búnaðinn
ef sýnilegar skemmdir eru til staðar, heldur útvega nýjan.
Fyrir ísetningu skal skola búnaðinn með drykkjarvatni til að fjarlægja
leifar sótthreinsiefna (mynd 2). Gangið úr skugga um að einungis hreinn
búnaður sé notaður til ísetningar. Á sjúkrahúsum er betra að nota sæft vatn í
stað drykkjarvatns.
95