1. Lýsandi upplýsingar
1.1 Fyrirhuguð notkun
Provox LaryTube búnaðurinn er slíður fyrir búnað í Provox HME System sem
ætlaður er fyrir radd- og lungnaþjálfun í kjölfar barkakýlisnáms.
Hjá sjúklingum með barkarauf sem þrengist er búnaðurinn einnig notaður
til að halda barkaraufinni opinni og viðhalda þannig öndun.
Provox LaryTube búnaðurinn er aðeins ætlaður til notkunar af einum sjúklingi.
1.2 FRÁBENDINGAR
Ekki má nota Provox LaryTube búnaðinn hjá sjúklingum sem:
• eru í öndunarvél af hvaða toga sem er.
• eru með vefjaskemmdir í barka eða barkarauf.
1.3 Lýsing á búnaðinum
Provox LaryTube búnaðurinn er rör sem búið er til úr sílíkongúmmíi sem hæfir
lækningatækjum. Tilgangur búnaðarins er að mynda þægilega og loftþétta
tengingu milli Provox LaryTube búnaðarins og barkaraufarinnar, og einnig
að veita festingu fyrir búnað úr Provox HME System.
Búnaðurinn er afhentur stakur og ósæfður.
Þrjár gerðir eru í boði: Hefðbundinn (standard), með götum (fenestrated) og
með hring (ring) (mynd 1).
Hægt er að gata búnað sem er af gerðinni „hefðbundinn" og „með hring" þannig
að loft komist gegnum talventilinn fyrir þá sem nota slíkt. Götin eru búin til
með Provox Fenestration Punch samkvæmt notkunarleiðbeiningum sem fylgja
Provox Fenestration Punch, sjá pöntunarupplýsingar.
Hefðbundnar útgáfur (mynd 1a) – til notkunar með eða án talventils.
Hægt að festa með Provox TubeHolder eða Provox LaryClips.
Útgáfur með götum (mynd 1b) – fyrir þá sem nota talventil.
Hægt að festa með Provox TubeHolder eða Provox LaryClips.
Útgáfur með hring (mynd 1c) – til notkunar með eða án talventils.
Má aðeins festa með Provox barkaraufarhlíf.
Provox LaryTube búnaðurinn skiptist í eftirfarandi hluta (mynd 1d-i):
d) Rör
e) Hlíf (keilulaga)
f) Slíður fyrir HME og aukabúnað
ÍSLENSKA
93