(A6) og skálina (A7) af vélarhúsinu (A12).
Takið lokið og sköfuna í sundur eins og lýst er í
kaflanum "Vélin tekin sundur". Fjarlægið
þéttingarhringinn (mynd D) úr raufinni innan á
lokinu. Takið gúmmísköfublöðin fjögur af
sköfunni (A5) með því að lyfta þeim beint
upp.
Þurrkið af því með rakri tusku.
Þvoið lokið, sköfuna, hnífinn og skálina vand-
lega og þurrkið.
Setjið þéttingarhringinn aftur í raufina innan á
lokinu.
Setjið gúmmísköfublöðin aftur á sköfuhringinn
með því að þrýsta þeim niður á sinn stað.
Gangið úr skugga um að blöðin sitji rétt
samkvæmt mynd E1 en standi ekki út úr eins
og sést á mynd E2.
Notið aldrei oddhvöss áhöld, skrúbbsvampa
eða háþrýstisprautu.
Skiljið ekki við hnífinn (A6) blautan eða á
ryðfrírri borðplötu þegar hann er ekki í
notkun.
Mánaðarlegt eftirlit.
Komið skálinni fyrir eins og lýst er í kaflanum
"Vélin sett saman" án þess að setja hnífinn á.
Setjið vélina í gang með því að setja
valrofann (A1 1) í I-stöðu.
Kannið hvort öryggisrofinn virki með því að
snúa öryggisarminum (A8) eins langt aftur og
hægt er og gangið úr skugga um að öxullinn
(A9) hætti að snúast innan fjögurra sekúndna.
Ef öryggisrofinn virkar ekki verður að kalla á
viðgerðarmann áður en vélin er aftur tekin í
notkun.
Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á
straumrofanum og kannið:
hvort kapallinn er heill og engar sprungur í
honum. Ef kapallinn er skemmdur eða
sprunginn verður að kalla á viðgerðarmann
áður en vélin er aftur tekin í notkun;
hvort gúmmífæturnir fjórir undir vélarhúsinu eru
vel hertir;
hvort hnífar (A6) eru heilir og beittir.
Bilanaleit.
Til að koma í veg fyrir að mótorinn skemmist
eru VCB-61/62 búnar hitavörn sem slekkur
sjálfvirkt á vélinni ef hann hitnar of mikið.
Hitavörnin endurstillist sjálfvirkt þannig að
hægt er að kveikja aftur á vélinni þegar
mótorinn hefur kólnað aftur, en það tekur
venjulega 10-30 mínútur.
BILUN: Vélin fer ekki í gang eða stöðvast í
miðri vinnslu og fer ekki í gang aftur.
VIÐBRÖGÐ: Gangið úr skugga um að klóin
sé rétt í innstungunni eða straumrofinn í I-
stöðu. Gangið úr skugga um að öryggin í
töfluskápnum séu heil og af réttri stærð.
Gangið úr skugga um að skálin (A7) og lokið
(A4) sitji rétt og að öryggisarmurinn sé rétt
staðsettur yfir miðju lokinu. Bíðið í allt að
hálftíma og reynið þá að setja vélina aftur í
gang. Ef vélin fer ekki í gang kallið þá á
viðgerðarmann.
BILUN: Skafan (A1/A5) er stirð eða ekki
hægt að hreyfa hana fram og aftur.
VIÐBRÖGÐ: Gangið úr skugga um að
gúmmíblöðin fjögur sitji rétt á sköfuhringnum
(A5) samkvæmt mynd E1 og að þau standi
ekki út úr eins og sést á mynd E2. Gangið úr
skugga um að tappinn í mötunarrörinu sitji rétt
eins og sést á mynd F1 og að hann standi
ekki út úr neðan á lokinu, eins og sést á mynd
F2.
BILUN: Lítil vinnslugeta eða skurður
ófullnægjandi.
VIÐBRÖGÐ: Hafið sköfuna (A1/A5) alltaf
áfesta lokinu (A4) og notið hana eftir þörfum
(sjá nánar í kaflanum "Hafið sköfuna (A1/
A5) alltaf á við vinnslu"). Gangið úr skugga
um að hnífar (A6) séu heilir og beittir. Skerið
hráefnið í minni og jafnstóra bita, hámark
tveir sentímetrar á kant. Lengið eða styttið
vinnslutímann. Vinnið úr minna magni í einu.
Tæknilegar upplýsingar
Hällde VCB-61.
VINNSLA: Sker og hakkar kjöt, fisk, ávexti,
grænmeti og hnetur. Hrærir sósur, kryddsmjör,
majónes, súpur, salatsósur, jafning, eftirrétti
o.s.frv..
NOTENDUR: Veitingastaðir, verslanaeldhús,
sjúkrahúseldhús, dagheimili, elliheimili,
matvælaiðnaður o.s.frv.
RÚMTAK SKÁLAR: Brúttórúmmál 6 lítrar.
Nettórúmmál 4,5 lítrar léttfljótandi vökvi.
VÉLARHÚS: Mótor: 1 100 W, einfasa, 50-60
Hz. 100-120 V, 15,4 A eða 220-240 V, 7,4
A. Hitavörn. Aflyfirfærsla: bein. Öryggiskerfi:
Tveir öryggisrofar. Varnarflokkur: IP34.
Öryggi í töfluskáp: 10 A treg (220-240 V),
en 20 A fyrir 100-120 V. Hávaðastig: LpA
(EN31201): <67 dBA. Segulsvið: Minna en
0,1 míkrótesla.
STILLINGAR OG HRAÐAR: 0-staða = slökkt
á vélinni. I-staða = vélin gengur samfellt 1500
snún/mín (50 Hz mótor) eða 1700 snún/mín
(60 Hz mótor). P-staða (púls) = vélin gengur
1500 snún/mín þar til rofanum er sleppt (50
Hz mótor) eða 1700 snún/mín (60 Hz
mótor).
HNÍFUR: Hrærihnífur Hällde með fjórum
blöðum (2+2) úr stáli í hæsta gæðaflokki til
að árangurinn verði sem bestur.
EFNI: Vélarhús: Ál. Skál: Ryðfrítt stál.
Hnífsköft: Polysulphone. Hnífblöð: Stál í
hæsta gæðaflokki. Lok: Polysulphone. Skafa
og sköfuhandfang: Polysulphone.
NETTÓÞYNGD: Vélarhús: 25 kg (100-120
V vél), 23,6 kg (220-240 V vél). Skál með
hníf, loki og sköfu: 2,6 kg.
STAÐLAR: Vélatilskipun ESB 89/392/EEC
og EMC tilskipun 89/336/EEC.
Tæknilegar upplýsingar
Hällde VCB-62.
VINNSLA: Sker og hakkar kjöt, fisk, ávexti,
grænmeti og hnetur. Hrærir sósur, kryddsmjör,
majónes, súpur, salatsósur, jafning, eftirrétti
o.s.frv..
NOTENDUR: Veitingastaðir, verslanaeldhús,
sjúkrahúseldhús, dagheimili, elliheimili,
matvælaiðnaður o.s.frv.
RÚMTAK SKÁLAR: Brúttórúmmál 6 lítrar.
Nettórúmmál 4,5 lítrar léttfljótandi vökvi.
VÉLARHÚS: Mótor: 1500/900 W, þrífasa,
50-60 Hz. 208-240 V, 5,1 A eða 380-415
V, 3,5 A. Hitavörn. Aflyfirfærsla: bein.
Öryggiskerfi: Tveir öryggisrofar.
Varnarflokkur: IP34. Öryggi í töfluskáp: 10 A
treg (380-4 15 V), en 10 A fyrir 200-220 V.
Hávaðastig: LpA (EN31201): <67 dBA.
Segulsvið: Minna en 0,1 míkrótesla.
STILLINGAR OG HRAÐAR: 0-staða = slökkt
á vélinni. I-staða = vélin gengur samfleytt
1500 snún/mín (50 Hz mótor) eða 1700
snún/mín (60 Hz mótor). II-staða = vélin
gengur samfellt 3000 snún/mín (50 Hz
mótor) eða 3400 snún/mín (60 Hz mótor).
P-staða (púls) = vélin gengur 1500 snún/mín
þar til rofanum er sleppt (50 Hz mótor) eða
1700 snún/mín (60 Hz mótor).
HNÍFUR: Hrærihnífur Hällde með fjórum
blöðum (2+2) úr stáli í hæsta gæðaflokki til
árangurinn verði sem bestur.
EFNI: Vélarhús: Ál. Skál: Ryðfrítt stál. Hnífsköft:
Polysulphone. Hnífblöð: Stál í hæsta
gæðaflokki. Lok: Polysulphone. Skafa og
sköfuhandfang: Polysulphone.
NETTÓÞYNGD: Vélarhús: 24,2 kg (208-
240 V vél), 21,2 kg (380-415 V vél). Skál
með hníf, loki og sköfu: 2,6 kg.
STAÐLAR: Vélatilskipun ESB 89/392/EEC
og EMC tilskipun 89/336/EEC.