Descargar Imprimir esta página

Eva Solo FireGlobe Manual página 25

Ocultar thumbs Ver también para FireGlobe:

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 15
Brennararnir á grillinu (13, 14 og 15) geta stíflast að hluta. Hreinsaðu brennarana
DK
reglulega með stífum bursta þegar þeir eru kaldir og gættu þess vel að götin í
rörunum stíflist ekki. Ef þú vilt einnig hreinsa brennarana eða grillhólfið sérstaklega
vel er hægt að taka brennarana alveg af. Sjá nánar hér að neðan. Fitubakkann ætti
DE
að þrífa eftir hverja notkun. Bíddu þar til grillið hefur kólnað. Losaðu fitubakkann
af (8) og kannaðu hvort það hefur safnast fita í hann. Fjarlægðu umframfitu úr
fitubakkanum til að forðast að það kvikni í fitunni við næstu notkun og hreinsaðu
UK
bakkann með volgu sápuvatni. Skolaðu hann því næst með hreinu vatni. Settu
fitubakkann upp aftur (8). Ekki setja álpappír í fitubakkann.
ES
Árleg hreinsun á brennurum og skordýranetinu sem fylgir
Minnst einu sinni á ári ætti að skoða skordýranetið og brennararörið og hreinsa
hvort tveggja til að tryggja að brennararnir (5) starfi sem skyldi. Skordýranetið er
FR
við endann á hverjum brennara. Stíflað og óhreint skordýranet hindrar gasflæðið og
veldur bakflæði, sem getur orsakað alvarlegar skemmdir á grillinu.
IS
1. Gættu þess að grillið sé orðið kalt og að skrúfað sé fyrir gasflæðið.
2. Fjarlægðu grillið og bragðgrindina.
IT
3. Skrúfaðu skrúfurnar þrjár úr ásamt spenniskífunum sem þeim fylgja. Skrúfurnar
eru á ytra byrði grillsins, við hvern fótanna.
4. Losaðu því næst leiðslurnar tvær, sem liggja frá neistahnappinum, með því að
NL
toga þær varlega út úr festingunni.
5. Togaðu því næst brennarana (5) út úr grillhólfinu. Hafðu í huga að ekki má breyta
neinum stillingum á öðrum hlutum grillsins.
NO
6. Gakktu því næst úr skugga um að skordýranetið og götin á brennararörunum
séu hvorki óhrein né stífluð. Það er mikilvægt að halda skordýranetinu og
brennurunum hreinum og því skaltu fjarlægja öll óhreinindi með mjúkum bursta
PT
eða svipuðu verkfæri.
Að hreingerningunni lokinni er brennurunum komið aftur fyrir í grillinu. Settu
SE
leiðslurnar tvær á neistahnappinum aftur upp á réttan stað. Skrúfaðu skrúfurnar þrjár
aftur á ásamt spennuskífunum og hertu að lokum allar skrúfur aftur. Því næst getur
FI
þú komið bragðgrindinni og grillgrindinni aftur fyrir og tengt gasflæðið á ný.
Viðvaranir vegna hreingerninga:
• Notaðu aldrei grófan skrúbbsvamp á sýnilega fleti. Jafnvel þótt svampurinn sé úr
plasti geta komið rispur á yfirborðið.
Þvoið sýnilega hluta grillsins reglulega með sápuvatni og svampi.
Hreinsaðu reglulega með handafli matarleifar sem hafa brunnið fastar.
All manuals and user guides at all-guides.com
Viðvaranir
• Það er lífshættulegt að nota grillið innanhúss, auk þess sem því fylgir mikil
eldhætta.
• Forðastu að grilla í miklu roki.
• Gakktu ekki í þunnum og fráflakandi fatnaði úr gerviefnum í grennd við grillið.
• Láttu ekki börn og húsdýr vera í grennd við grillið án eftirlits.
• Gættu þess að færa aldrei heitt grill. Hafðu í huga að grillið hitnar á hliðunum,
einnig á bakhliðinni þar sem burðarhandfangið er.
• Ekki hella vatni á heitt grill. Stálið getur skemmst varanlega við þannig áfall.
• Ef gaslykt finnst á að slökkva strax á grillinu og finna ástæður hennar.
• Grillið er hannað og viðurkennt til notkunar eins og það kemur frá framleiðanda.
Allar breytingar á grillinu geta reynst hættulegar.
• Geymdu aldrei aukagaskút eða gaskút sem hefur verið aftengdur undir eða nálægt
þessu grilli.
• Hættulegt gæti verið að setja grillið ranglega saman. Fylgið leiðbeiningum
nákvæmlega.
• Þegar gasgrillið hefur verið í geymslu eða ónotað um tíma þarf að kanna hvort
gas lekur eða brennarar eru stíflaðir, áður en það er tekið í notkun. Sjá leiðbeiningar
um hvernig skuli fara að.
• Notið ekki gasgrillið ef gas lekur.
• Notið ekki opinn eld til að kanna hvort gas lekur.
• Leggið ekki grillhlíf eða annað eldfimt yfir grillið eða í geymslurýmið undir grillinu
meðan grillið er í notkun.
• Verið varkár þegar gasgrillið er notað. Það verður heitt undir matargerð og hreinsun
og má aldrei flytja það né fara frá því meðan það er í notkun.
• Slokkni brennarinn meðan grillið er í notkun skal loka öllum gaslokum, opna lok
grillsins og bíða fimm mínútur áður en reynt er að kveikja á grillinu aftur. Fylgið
leiðbeiningum áður en kveikt er.
• Setjið ekki trékol né hraunmola í gasgrillið.
• Hallið ykkur aldrei yfir opið grill og setjið aldrei hendur eða fingur á framhlið
eldunarsvæðis.
• Kvikni í fitu skal slökkva á öllum brennurum og halda grillinu lokuðu, þangað til
eldurinn hefur slokknað.
• Stækkið ekki ventilop eða brenniholur þegar grillið er hreingert.
• Gasgrillið þarf að hreinsa vel reglulega.
• Fljótandi própangas er ekki náttúrlegt gas. Það er hættulegt og bannað að nota
náttúrlegt gas í própangastæki eða própangas í tæki fyrir náttúrlegt gas.
• Ekki má losa um neinar gasgeymslur meðan grillið er í notkun.
• Notið hitaeinangrandi grillhanska þegar grillið er í notkun.
• Haldið öllum rafleiðslum og og eldsneytisslöngum frá hlutum sem hitna.
• Við bruna í þessu tæki losna efni sem geta valdið krabbameini, leyst meðfædda
sjúkdóma úr læðingi, eða valdið frjósemiserfiðleikum.
• Notið ekki grillið nema allir hlutir séu fyrir hendi. Grillið verður að vera rétt samsett
samkvæmt leiðbeiningum.
• Notið þann gasstilli og þær slöngur sem fylgdu gasgrillinu.
• Meðan grillið er í notkum má ekki taka úr sambandi gasstilli, slöngur eða neinar
gasbirgðir.
• Beyglaður eða ryðgaður própangaskútur getur verið hættulegur og þarf eftirlit
seljanda. Notið ekki gaskút með skaddaðan ventil.
DK
DE
UK
ES
FR
IS
IT
NL
NO
PT
SE
FI

Publicidad

loading

Productos relacionados para Eva Solo FireGlobe