is
Mælt er með því að búa tækið viðbótar PET vélkælisíu þar sem mjög mikil þéttni er af fínu ryki í lofti til þess að koma í veg
fyrir að ryk safnist upp í loftrásum og vél tækisins. Hafðu samband við umboðsmanninn á þínum stað.
Aðgæsla: Sé vélkælisían stífluð af ryki gæti yfirálagsvernd vélarinnar slökkt á tækinu. Ef það gerist skaltu slökkva
á tækinu, hreinsa vélkælisíuna og leyfa því að kólna í um það bil 5 mínútur.
Votsog
Aðgæsla: Tækið er búið vatnstakmörkunarkerfi sem slekkur á vélinni þegar hámarkinu er náð. Ef þetta gerist
skaltu slökkva á tækinu. Taktu tækið úr sambandi við rafmagn og tæmdu geyminn. Notaðu tækið aldrei á vökva
nema vatnstakmörkunarkerfið og sía séu á sínum stað.
Að sjúga upp vökva
Ekki sjúga upp eldfima vökva.
Fjarlægðu alltaf síupokann/einnota pokann og gakktu úr skugga um að vatnstakmörkunarkerfið vinni rétt áður en
byrjað er að soga upp vökva.
Ef froða myndast, skaltu hætta strax og tæma geyminn.
Hreinsaðu vatnstakmörkunarkerfið reglubundið og leitaðu að ummerkjum um skemmdir.
Þurrkaðu röku síuna og innri hluta vökvageymisins fyrir geymslu.
Taktu vélina úr sambandi áður en þú tæmir geyminn. Taktu slönguna úr soginntakinu með því að kippa henni frá. Losaðu
geymisklemmurnar með því að toga þær út þannig að vélarhlífin opnist. Lyftu vélarhlífinni af geyminum. Tæmdu alltaf
geyminn og hreinsaðu bæði hann og vatnstakmörkunarkerfið eftir vökvasog.
Tæmdu geyminn með því að halla honum aftur á bak eða til hliðar og hella vökvanum ofan í niðurfall eða sambærilegt.
Komdu vélarhlífinni fyrir ofan á geyminum. Festu vélarhlífina með geymisklemmunum. Skyndilegar hreyfingar geta ræst
búnaðinn sem stýrir vatnstakmörkuninni. Ef það gerist, skaltu slökkva á tækinu og bíða í 3 sekúndur með að endurræsa
stýribúnaðinn.
Haltu svo áfram að nota tækið.
Þurrsog
Aðgæsla: Að sjúga upp spilliefni hættuleg umhverfinu. Hægt er að sjúga upp spilliefni hættuleg umhverfinu.
Farga skal óhreinindunum í samræmi við lög og reglugerðir.
Taktu vélina úr sambandi áður en hún er tæmd eftir þurrt sog. Losaðu geymisklemmurnar með því að toga þær út þannig
að vélarhlífin opnist. Lyftu vélarhlífinni af geyminum.
Sía: Athugaðu síurnar. Þú getur hrist síuna, burstað hana eða þvegið til þess að hreinsa hana. Bíddu þar til sían er þurr
áður en þú hefst handa á ný með þurrt sog.
Rykpoki: Athugaðu pokann til þess að magnið í honum. Skiptu um rykpoka ef með þarf. Fjarlægðu notaða pokann. Nýja
pokanum er komið fyrir með því að renna pappaspjaldinu með gúmmíhimnunni inn í ryksuguinntakinu. Gakktu úr skugga
um að gúmmíhimnan fari fram hjá upplyfta hluta ryksuguinntaksins.
Eftir tæmingu: Lokaðu vélarhlífinni á geyminum og festu hana með geymisklemmunum. Sjúgðu aldrei upp þurrt efni
nema hafa síu í tækinu. Sogvirkni tækisins er háð stærð og gæðum síu og rykpoka. Þess vegna þættir þú eingöngu að
nota upprunalega síu og rykpoka.
Að aflokinni notkun tækisins
Taktu tækið úr sambandi við rafmagn þegar það er ekki í notkun. Gerðu upp rafmagnsleiðsluna út frá tækinu. Hægt er að
vefja leiðslunni utan um vélarhlífina eða geyminn, hengja hana á meðfylgjandi krók eða festa hana á annan hátt.
Flutningur
Lokaðu öllum geymisfestingum áður en tækið er flutt.
Ekki má halla tækinu ef það er vökvi í geyminum.
Ekki má nota kranakrók til þess að lyfta tækinu.
Ekki má lyfta tækinu á handfanginu.
Geymsla
136
Mirka® Dust Extractor 1230 L - PC & AFC