Descargar Imprimir esta página

MIRKA 1230 L Instrucciones De Manejo página 137

Pc & afc
Ocultar thumbs Ver también para 1230 L:

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 75
Aðgæsla: Geymdu tækið á þurrum stað þar sem hvorki rignir né frýs. Aðeins má geyma tækið innanhúss.
Geymsla fylgihluta og verkfæra
Sambyggðar festingar er að finna á hliðum tækisins þar sem hægt er að festa fylgihluti eða verkfæri með ólum eða á
annan hátt fyrir þægilegan flutning eða geymslu. Aftan á tækinu er að finna sveigjanlega ól og króka fyrir sogslöngun
eða rafmagnsleiðslu. Nánari upplýsingar er að finna í skyndileiðarvísinum.
Hægt er að koma fyrir ofan á tækinu valkvæðum festibúnaði til þess að festa tveggja eða fjögurra punkta geymslukassa.
Taktu tækið úr sambandi við rafmagn áður en festibúnaðinum er komið fyrir.
Aðgæsla: Ekki lyfta tækinu eða festibúnaðinum nema ganga fyrst úr skugga um að geymslukassanum sé
tryggilega fyrir komið. Athugaðu þyngd og jafnvægispunkt tækisins, sé það búið geymslukassa. Hámarksþyngd
geymslukassa er 30 kg.
Viðhald
Reglubundin þjónusta og skoðun
Sérþjálfað fagfólk skal annast reglubundna þjónustu og skoðun rykhreinsibúnaðarins í samræmi við gildandi lög og
reglugerðir. Einkum þarf reglubundið að framkvæma rafmagnsprófanir á jarðtengingu, einangrunarviðnámi og ástandi
rafmagnsleiðslunnar.
Sé um einhverja galla að ræða, VERÐUR að hætta notkun rykhreinsibúnaðarins og láta viðurkenndan viðgerðarmann
skoða hann vandlega og gera við. Að minnsta kosti einu sinni á ári skal tæknimaður eða sérþjálfaður starfsmaður Mirka
framkvæma tækniskoðun, m.a. á síum, loftþéttni og stýribúnaði.
Viðhald
Taktu tækið úr sambandi við rafmagn áður en viðhaldsvinna hefst. Gættu þess að tilgreind tíðni og spenna á merkiplötu
sé í samræmi við kerfisspennu áður en rykhreinsibúnaðurinn er tekinn í notkun.
Rykhreinsibúnaðurinn er hannaður fyrir mikið og samfellt vinnuálag. Endurnýja ætti ryksíu á grundvelli fjölda klukkustunda
í notkun. Strjúktu óhreinindi af rykhreinsibúnaðinum með þurrum klúti eða klúti rökum af vatni.
Farðu þannig með rykhreinsibúnaðinn við allt viðhald og hreinsun að hvorki viðhaldsmönnum né öðru starfsliði sé stefnt
í hættu. Á viðhaldssvæðinu:
Notaðu loftræstingu með skyldubundinni síun.
Notaðu persónuhlífar.
Hreinsaðu viðhaldssvæðið þannig að engin hættuleg efni geti komist í umhverfið.
Við viðhald og viðgerðir verður öllum menguðum íhlutum, sem ekki er hægt að hreinsa á fullnægjandi hátt, að vera:
pakkað inn í vel einangraða poka.
fargað í samræmi við gildandi reglugerðir um förgun þannig úrgangs.
Sé rafmagnsleiðslan skemmd, verður framleiðandinn, þjónustufulltrúi hans eða annar jafn hæfur einstaklingur að skipta
um hana til þess að forðast hættu.
Hafðu samband við umboðsmann eða þjónustufulltrúa Mirka í þínu landi til að afla upplýsinga um viðhaldsþjónustu. Sjá
bakhlið skjalsins.
Vara- og fylgihlutir
Lýsing
Síueining
Flíssíupoki (5 stk.)
Flíssíupoki (5 stk)
Vélarkælisía
Vélarkælisía PET
Festing fyrir hús
Loftþrýstikassi 230 V
Mirka kóði
8999100411
8999100211
8999110311
8999110111
8999110211
8999110411
8999101011
Mirka® Dust Extractor 1230 L - PC & AFC
is
137

Publicidad

loading