VELKOMIN(N)
Til hamingju með nýja straumspilunartækið þitt.
Innihald pakkans - sjá mynd 1
1. Tæki
2. Micro USB-snúra
3. Festing með snúruhaldara
4. Ljósleiðarasnúra (Toslink)
5. Pakki með hreinsiklútum
6. Aukabirgðir af tvöföldu límbandi til festingar
7. Hliðræn hljóðsnúra (smátengi)
Lestu þennan bækling og notkunarleiðbeiningarnar fyrir heyrnartækin þín vandlega
áður en þú byrjar að nota tækið.
Fyrirhuguð notkun
Þetta tæki er hugsað sem þráðlaus hljóðsendir úr sjónvarpi í studdar gerðir heyrnar-
tækja.
Mikilvægar öryggisupplýsingar
Lesið þennan hluta vandlega áður en byrjað er að nota tækið.
Geymist þar sem börn yngri en þriggja ára ná ekki til.
Ekki skal nota tækið utandyra.
Ekki skal reyna að opna eða gera við tækið upp á eigin spýtur. Hafa skal samband
við heyrnarsérfræðing ef nauðsynlegt er að láta gera við tækið.
Halda skal tækinu frá beinu sólarljósi og ekki hafa það nálægt öðrum búnaði sem
gæti hitað það.
Sjónvarpið eða USB-hleðslutækið verða að samræmast IEC 60601-1, IEC 60950-1,
IEC 62368-1 eða sambærilegum öryggisstöðlum.
Tækið ætti að geyma og flytja við hitastig á milli -20° og +55°C og rakastigið (rH)
10%-90%.
Tækið er hannað til notkunar við hita-, raka- og loftþrýstingsstig sem nemur 0°C til
45°C, 10%-90% rH og 500 til 1500 mbör.
121