Descargar Imprimir esta página

Rothenberger Industrial 035126E Instrucciones De Uso página 27

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 16
ætluÐ notkun
Gæðabrennarinn er eingöngu ætlaður til matargerðar.
Crème Brûlée gæðabrennarinn auðveldar gerð flamberaðra, sykurbrúnaðra og gratínrétta auk rétta með skorpuhúð og eftirrétta.
Ef tækið er notað til annars en matargerðar, eða því breytt, er litið þannig á að það sé notað til annars en það var ætlað og skapi
verulega hættu á slysum og er þess vegna bannað.
samsetning og undirBúningur fyrir notkun
Ath! Gæðabrennarinn er afgreiddur tómur og það þarf að setja gas á hann áður en hann er notaður í fyrsta
sinn.
Áfylling
Gæðabrennarinn er afgreiddur í einu setti með própan/bútan gashylki (Rofill Super 100). Fylltu á gæðabrennarann á eftirfarandi hátt:
- Gakktu úr skugga um að slökkt sé á brennaranum.
- Stilla skal logahjólið (11) alla leið í „-" stefnuna.
- Snúðu brennaranum á hvolf.
- Settu stútinn á gashylkinu niður í innstreymislokann (3) á brennaranum. Best er að þrýsta gashylkinu með dæluhreyfingu inn í
lokann (mynd 2).
- Bíddu í fáeinar mínútur á meðan gasið er að jafna sig.
notkun
Þegar kveikt er
- Í fyrsta lagi skal tryggja að loftinntakið (7) á brennaranum sé opið. Hægt er að stilla loftinntakið með því að snúa rauða
loftstreymishringnum (10).
- Færðu lásrofann (5) til hægri í „On" stöðu.
- Ýttu á kveikihnappinn (4). Þá kviknar strax á brennaranum. (Mynd 3)
- Brennarinn færist á samfellda aðgerð (mynd 4) þegar sá rofi (6) er læstur. Kveikihnappnum (4) má því sleppa án þess að loginn
slokkni. Ef rofinn er á „Off" slokknar loginn sjálfkrafa eftir að honum er sleppt eða ef ýtt er á kveikirofann (4) aftur.
Stilling logans
- Lengd og styrkur loga: Þau má stilla með því að nota stillihjólið (11) ( + / - ) (mynd 5).
- Hitastig loga: Það er stillt með því að snúa loftstreymishringnum (10) (mynd 6). Því meira sem loftstreymið er því heitari er loginn.
Verkinu lokið - slökkt á brennaranum
Fyrst þarf að tryggja að rofinn fyrir samfellda notkun sé stilltur á „Off". Þá má sleppa kveikihnappnum (4). Verið getur að samfelld
aðgerð sé enn í gangi. Ýttu aftur á kveikihnappinn (4) svo hann losni sjálfkrafa.
RÁÐ! Crème Brûlée útbúið
Útbúðu Crème Brûlée eins og venjulega og bættu við 1-2 teskeiðum af púðursykri á Crème Brûlée búðinginn. Hitaðu sykurinn
varlega þar til hann verður stökkur og myndar fallega brúna karamelluhúð. Mundu að brúnir pottsins geta orðið illilega heitar. Notaðu
pottaleppa ef nauðsyn krefur.
almennt ViÐhald
- Tækið þarfnast ekki sérstaks viðhalds.
- Ekki skal gera breytingar á tækinu.
- Ef bilun verður á tækinu skal sjá til þess að sérfræðingur geri við það eða haft sé samband við framleiðanda. Heimilisfang á bakhlið.
Aðstæður við geymslu og flutning
- Þegar ekki er verið að nota tækið skal geyma það á öruggum, svölum, þurrum og vel loftræstum stað þar sem börn ná ekki til.
- Hlífið tækinu fyrir beinu sólarljósi og forðist hitastig yfir 40°C.
Endurvinnsla
Tækjum, sem ekki eru lengur notuð, skal skila á endurvinnslustöð. Ekki láta í heimilissorp. Yfirvöld á staðnum veita frekari
upplýsingar. Umbúðum skal farga samkvæmt gildandi reglugerðum eftir því um hvaða efni er að ræða.
035126_Anleitung_Kern_180x127.indb 29
29
07.08.15 10:36

Publicidad

loading