BILANALEIT
Ef kaldlögunarkaffivélin virkar ekki
eins og skyldi skaltu vinsamlegast
athuga eftirfarandi:
- Ef kaffi er of sterkt: Malaðu kaffið grófara
og/eða láttu liggja styttri tíma í bleyti.
Kaffivélin býr til kaffiþykkni. Til að bera fram
með réttum styrk skaltu þynna kaffiþykknið
með vatni eða mjólkurbúsmjólk/annarskonar
mjólk að eigin vali.
- Ef kaffi er of veikt: Annaðhvort mala
baunirnar fínna eða laga í lengri tíma.
Kaldlagað kaffi notar meira kaffi í lögun
en aðrar aðferðir. Gakktu úr skugga um
að þú notir 250 grömm af kaffi til að laga.
156
W11501547A.indb 156
W11501547A.indb 156
- Ef kaffi bragðast biturt eða ógeðfellt eftir
notkun: Það getur haft áhrif á bragð ef
kaffivélin er ekki vandlega hreinsuð. Vertu
viss um að öll sápa, korgur og olíuleifar hafi
verið vandlega skolaðar af öllum hlutum
eftir notkun. Sjá hlutann „Umhirða og
hreinsun" til að fá frekari upplýsingar.
Ef vandamálið er ekki vegna neins af
ofangreindum atriðum, sjá kaflann
„Þjónusta við viðskiptavini" í hlutanum
„Ábyrgðarskilmálar KitchenAid
(„Ábyrgð")".
Farðu ekki með kaffivélina aftur til
söluaðilans - hann veitir ekki þjónustu.
12/15/2020 11:31:05 AM
12/15/2020 11:31:05 AM