• Þegar ekið er og bremsað skaltu halda þéttingsfast í handföngin
með báðum höndum, því annars getur þú valdið slysi með því að
stýra í ranga átt.
VARÚÐ!
• Ekki er mælt með því að fara upp á eða niður af gangstéttarbrúnum,
þar sem það eykur hættu á veltu. Ef þú getur ekki forðast gangstét-
tarbrúnir mælum við með því að þú:
– Fáir alltaf aðstoð ef það er mögulegt.
– Farir alltaf hornrétt á brúnina, þannig að hjólin á stólnum þínum
fari upp á hana á sama tíma. Að fara upp á brúnina á annan hátt
eykur mjög hættuna á að velta.
– Að forðast sterk högg þegar þú ferð niður af eða upp á brún. Sterk
högg geta haft slæm áhrif á HANDBIKE BATEC HIBRID og stólinn
þinn.
– HANDBIKE BATEC HIBRID og stólinn eiga að fara mjúklega niður af
kantinum, þannig að öll hjólin keyri niður.
• Sjá einnig mynd 43.
(Sjá mynd 43)
• Þegar þú keyrir í halla, hvort sem er upp eða niður, mælum við með
því að:
– Notast við aðstoð annars einstaklings meðan þú keyrir í hallanum,
sé það mögulegt.
– Þú haldir beinni braut.
– Að ef hallinn eykst, hallir þú þér fram á við til að þyngdin á framhjó-
linu aukist og þar með dráttarkrafturinn.
– Að forðast óþarfa beygjur og aldrei að beygja snögglega vegna
hættu á veltu.
– Þegar þú ferð niður skaltu fara þér hægt og með varúð, hemla
stöðugt og forðast að hemla snögglega.
– 12 –
– Ekki nota bremsurnar á hjólastólnum þínum, þær geta festst sem
getur valdið því að þú missir stjórn.
– Mesti halli sem mælt er með eru 10º, þar sem meiri halli ge-
tur dregið úr virkni handbremsunnar. Einnig skal hafa í huga að
hemlunarvegalengd í halla getur verið umtalsvert lengri en á ja-
fnsléttu.
• Þegar þú ferð lengri vegalengdir mælum við með að þú hafir varara-
fhlöðu með þér.
• Gakktu úr skugga um að munstrið á dekkjunum sé nægilega djúpt.
• Kynntu þér hemlunarvegalengdir fyrir mismunandi hraða.
• Notaðu eingöngu viðurkennda aukahluti fyrir BATEC MOBILITY. Fáðu
upplýsingar á www.batec-mobility.com.
• ALDREI skal nota HANDBIKE BATEC HIBRID með barn í fanginu, það
eykur hættu á veltu vegna snöggrar breytingar á stefnu (í öllum til-
fellum).
• HANDBIKE BATEC HIBRID getur truflað virkni rafsegulsviða (svo sem
þjófavarna í búðum, sjálfvirkra hurða, o.s.frv.) og jafnframt getur aks-
turslag orðið fyrir áhrifum af rafsegulsviðum (til dæmis sem farsímar
senda frá sér, rafalar eða uppsprettur háspennu).
• Eftirfarandi aðgerðir eru ekki leyfilegar:
– Að aka um tröppur eða stiga.
– Að aka á ská yfir gangstétt.
– Að beygja í 180º í halla.
– Snöggar hreyfingar.
VARÚÐ!
Hætta er á að festa fingurna á ýmsum stöðum á vörunni (í götum og
bilum sem eru á milli fastra hluta) á meðan á notkun stendur.
– 13 –
(Sjá mynd 1)