Descargar Imprimir esta página

3M PELTOR WS ALERT MRX21A1WS7 Guía Rápida página 145

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 76
IS
F:2 Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða
niður á meðan höfuðspönginni er haldið á sínum stað.
F:3 Höfuðspöngin ætti að liggja yfir hvirfilinn eins og myndin
sýnir og þyngd heyrnartólanna ætti að hvíla þar.
7.2. HLJÓÐNEMI
(Mynd F)
Talneminn verður að vera mjög nálægt munni (nær en 3 mm
eða 1/8 úr tommu) í hávaðasömu umhverfi svo hann skili
hámarks afköstum þar. Sjá myndir F:4 og F:5.
8. LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
8.1. HITASTIG VIÐ NOTKUN
-20°C (-4°F) til 50°C (122°F).
8.2. AÐ KVEIKJA OG SLÖKKVA
(Mynd A:2 og mynd E)
Þrýstu lengi (2 sek.) á ræsihnappinn til að kveikja eða slökkva
á heyrnartólunum.
Raddskilaboð heyrast: „Power on" (Kveikt) eða „Power off"
(Slökkt).
Í fyrsta sinn sem kveikt er á heyrnartækjunum, fara þau
sjálfkrafa í pörunarham.
ATHUGASEMD: Sé ekki þrýst á neinn hnapp í 4 klst., slekkur
tækið sjálfkrafa á sér. Raddskilaboð heyrast: „Automatic
power off" (Sjálfvirkt slökkt).
8.3. AÐ STILLA OG VELJA TÓNSTYRK FRÁ
HLJÓÐGJAFA
(Mynd E)
Skiptu um virkan hljóðgjafa með því að þrýsta stutt (0,5 sek.)
á ræsihnappinn.
Raddskilaboð tilkynna um hvert gildandi styrkstig hljóðs.
Hljóðgjafinn getur verið:
• Forstilling / styrkstillingar (umhverfishlustun)
• Bluetooth-viðtæki
• Streymi
• Sími
Stilltu tónstyrkinn með því að þrýsta stutt (0,5 sek.) á [ + ] eða
[-] hnappinn.
Í hvert sinn sem þrýst er stutt, breytist hljóðstyrkur um eitt
þrep (0-6 þrep þar sem 0 þýðir slökkt). Tónmerki gefur til
kynna hámarks / lágmarks hljóðstyrk.
Nánari upplýsingar er að finna í lýsingu í valmynd.
138
8.3.1. UMHVERFISHLUSTUN
(Mynd A:4 og mynd E)
Þessum heyrnartólum er ætlað að vernda heyrn notandans í
hávaða og því deyfa þau hljóð. Hægt er að stilla heyrnartólin
þannig að þau geti magnað upp umhverfishljóð svo notandinn
verði betur vakandi fyrir umhverfinu.
Heyrnartólin bjóða upp á tvo hlustunarhami svo þau nýtist
sem best við mismunandi aðstæður í hljóðvist: Forstilling
(Virkar hljóðforstillingar, WAP) (sjálfgefið) og styrkstillingar.
Í boði eru fjórar mismunandi hljóðforstillingar til þess að fá
sem best hlustunarskilyrði í mismunandi hljóðvist.
Veldu viðeigandi hljóðforstillingu með því að þrýsta stutt á [+]
eða [-] hnappana.
8.3.2. VIRKAR HLJÓÐFORSTILLINGAR (WAP)
Hægt er að stilla heyrnartólin á mismunandi forstillingar
umhverfishlustunar, allt eftir hljóðvist umhverfis og þörfum við
hlustun. Hljóðstyrkur yfir 82 dB er þó þjappaður til að
takmarka frálagið, burtséð frá stillingu umhverfishljóða.
Forstillingar umhverfishljóða bjóða upp á háþróaðar stillingar
hlustunar sem gefa kost á mismunandi styrkstillingum en þó
með tíðnimótun til að bæta hlustunarskilyrði sem best í
samræmi við aðstæður.

Publicidad

loading