Þjónustu- og viðhaldsupplýsingar
Þjónusta og viðhald lækningatækis er að öllu leyti á ábyrgð eiganda hvers tækis.
Ef ekki er hægt að sinna þjónustu og viðhaldi tækis í samræmi við leiðbeiningarnar kann ábyrgð
tækisins að falla úr gildi. Ennfremur getur það komið niður á klínísku ástandi eða öryggi notanda
og/eða umönnunaraðila ef tæki er ekki þjónustað og viðhaldið. Ekki sinna þjónustu og viðhaldi á meðan
varan er í notkun. Ef þörf krefur skal hafa samband við næsta söluaðila til að fá aðstoð við uppsetningu,
notkun eða hvernig á að sinna þjónustu og viðhaldi á tækinu.
Endingartími
Endingartími tækisins við venjulega notkun er
átta ár, svo framarlega sem viðhald og þjónusta
fer fram og er skráð í samræmi við leiðbeiningar
framleiðanda.
Endurnotkun
Þessi vara og fylgihlutir/íhlutir hennar henta
til endurnotkunar.
Endurbætur fyrir endurnotkun
Áður en varan er notuð aftur eða skipt er
um notanda skal fylgja viðhaldsgátlistanum
og hreinsunarleiðbeiningum, ásamt því að skoða
hana reglulega.
Tíðni þjónustu
Tíðni skoðana fer eftir notkun og sliti. Mælt er með
því að tækið sé skoðað árlega, í hvert sinn sem
því er úthlutað á annan notanda og eftir langtíma
geymslu (lengur en 4 mánuðir). Aðili sem hefur
skilning á notkun vörunnar skal sjá um skoðunina.
Gátlisti þjónustuskoðunar:
Yfirfarið og stillið eftirfarandi í samræmi
við fyrirhugaða notkun:
• Sessur.
• Spelkur er hægt að hallastilla.
• Ef tækið er búið loftfylltum dekkjum skaltu
athuga loftþrýstinginn.
• Stilling sætis. Sætið er stillanlegt og helst
í þeirri stöðu sem það er stillt í.
• Tryggið að hjól hreyfist fyrirstöðulaust og
að auðvelt sé að nota alla hjólalása/hemla.
• Herðið rær og bolta á vörunni.
• Leitið eftir sliti á tengjum og sylgjum.
• Leitið eftir merkjum um sprungur eða
slitna íhluti.
• Dokkufesting er hrein og virkar.
• Hægt er að brjóta saman tækið til að geyma
eða flytja.
• Hægt er að stilla sætisbakið og læsa því
í ákveðinni stöðu.
• Allar merkingar á vörunni eru heilar.
Gera skal við eða skipta um skemmda eða
slitna hluti.
Viðhald
Fyrir hverja notkun er mælt með að:
Þurrkið leifar og óhreinindi af vörunni með klút,
volgu vatni og mildu þvottaefni/sápu án klórs
og látið þorna fyrir notkun.
EN IS
Leita skal eftir merkjum um skemmdir eða slit.
Þvottur
Aðalhluti
Tækið má þvo við 60 °C með mildu þvottaefni
í 10 mínútur í þvottavél sem er ætluð fyrir
lækningatæki. Notið þurrkunaraðgerð vélarinnar til
að þurrka tækið. Fjarlægið alla fylgihluti og þvoið
sérstaklega.
Efni og áklæði
Áklæðið má þvo við hámark 60 °C hita með mildu
þvottaefni í þvottavél.
Svampur
Ekki er ráðlagt að þvo hluta sem eru úr svampi.
Handþvottur
Einnig er hægt að þvo tækið og alla fylgihluti
í höndunum. Notið volgt vatn og milt klórfrítt
hreinsiefni/sápu og leyfið öllum hlutum
að þorna fyrir notkun.
Sótthreinsun
Vöruna má sótthreinsa með 70% sótthreinsispritti.
Mælt er með því að nota klút með volgu vatni
og mildu hreinsiefni/sápu án klórs til að þurrka
leifar og óhreinindi af vörunni og leyfa henni síðan
að þorna fyrir sótthreinsun.
Efni
• Ál
• Plast
• Gúmmí
• Pólýúretan
• Gervigúmmí
• Ipanema
• Stál
• Sinkblendi.
Yfirborðsmeðhöndlun
Eftirfarandi aðferðir við meðhöndlun yfirborðs hafa
verið notaðar til að varna tæringu:
• Lakkað yfirborð = Pólýesterdufthúðun
eða ED-húðun
• Ólakkaðir hlutar úr áli = rafhúðun
• Ólakkað yfirborð úr stáli = sinkhúðun.
124
etac.com