Íslenska (IS) Öryggisleiðbeiningar
Þýðing á upprunalegu ensku útgáfunni
Þessar öryggisleiðbeiningar gefa fljótlega yfirsýn yfir þær öryggisráðstafanir sem beita þarf í tengslum við notkun
á þessari vöru. Fylgið þessum öryggisleiðbeiningum við meðhöndlun, uppsetningu, notkun, viðhald, þjónustu og
viðgerðir á þessari vöru. Þessar öryggisleiðbeiningar eru viðbótarskjal og allar öryggisleiðbeiningar eru birtar
aftur í viðeigandi köflum í uppsetningar- og notkunarleiðbeiningum. Geymið þessar öryggisleiðbeiningar á
uppsetningarstað til að hægt sé að vísa til þeirra síðar.
Fyrirhuguð notkun
Tengieiningunni er ætlað að styðja gagnaflutning á milli farsímakerfis og Grundfos-vöru.
Öryggi gegn útvarpsbylgjum
Uppsetningaraðilar og notendur verða að fá þessar leiðbeiningar um uppsetningu, notkun og notkun-
arskilyrði til að framfylgja reglum varðandi váhrif af völdum útvarpsbylgna.
Loftnetið sem notað er fyrir vöruna sem CIM-einingin er tengd við verður að vera uppsett þannig að minnst 20
cm bil sé tryggt á milli þess og fólks og ekki má setja það upp á sama stað eða nota það samhliða öðru loftneti
eða sendi.
Truflanir á öðrum rafeindabúnaði geta átt sér stað ef búnaðurinn er ekki varinn á fullnægjandi hátt.
Rafhlaðan tengd
VIÐVÖRUN
Eldfimt efni
Dauði eða alvarleg meiðsl
‐
Ekki nota rafhlöðuna við hitastig yfir 45°C.
Rafmagnstenging
VIÐVÖRUN
Rafstuð
Dauði eða alvarleg meiðsl
‐
Takið búnaðinn úr sambandi við rafmagn áður en nokkur vinna fer fram við rafleiðslur.Gangið úr
skugga um að ekki sé hætta á að rafmagni verði hleypt á fyrir slysni.
‐
CIM-eininguna má aðeins tengja við SELV-rafrásir. SELV-vírar mega ekki komast í snertingu við
aðra víra með hærri spennu.
VIÐVÖRUN
Eldfimt efni
Dauði eða alvarleg meiðsl
‐
Fylgja verður neðangreindum öryggisráðstöfunum til hlítar þar sem röng meðhöndlun lithium-ion-
rafhlöðunnar getur valdið meiðslum eða skemmdum af völdum rafvökvaleka, hitaíkveikju eða
sprengingar.
Bilanaleit
HÆTTA
Rafstuð
Dauði eða alvarleg meiðsl
‐
Takið búnaðinn úr sambandi við rafmagn áður en nokkur vinna fer fram við vöruna.Gangið úr
skugga um að ekki sé hætta á að rafmagni verði hleypt á fyrir slysni.
Förgun á vörunni
Þessari vöru eða hlutum hennar verður að farga með umhverfisvænum hætti.
70