– Verja skal Webasto Pure fyrir beinu sólarljósi. Hátt
hitastig getur minnkað hleðslustrauminn eða
jafnvel stöðvað hleðsluna. Notkunarhitastigið er á
bilinu -30 °C til +55 °C.
– Velja skal uppsetningarstað Webasto Pure með
það í huga að ekki sé hætta á að bílar keyri á
hana. Ef ekki er hægt að útiloka skemmdir verður
að gera viðeigandi varúðarráðstafanir.
– Ef Webasto Pure verður fyrir skemmdum við
uppsetningu má ekki taka hana í notkun, heldur
verður að skipta um tækið.
2.4
Öryggisupplýsingar varðandi tengingu
við rafmagn
VIÐVÖRUN
– Virðið gildandi lagakröfur um raflagnir, eldvarnir,
öryggisreglur og flóttaleiðir á fyrirhuguðum
uppsetningarstað. Fylgið gildandi reglum um
uppsetningu í hverju landi.
– Hver hleðslustöð verður að vera varin með eigin
lekastraumsrofa og sjálfvari í rafkerfinu sem hún
IS
er tengd við. Sjá Kröfur til uppsetningarstaðar.
– Áður en hleðslustöðin er tengd við rafmagn skal
ganga úr skugga um að ekki sé spenna á
rafmagnstengingum.
– Þegar hleðslustöðin er sett í gang í fyrsta sinn
skal ekki tengja bíl við hana strax.
– Gangið úr skugga um að notaður sé réttur
rafstrengur fyrir tengingu við veitukerfi rafmagns.
– Skiljið hleðslustöðina ekki eftir án eftirlits með
uppsetningarhlífina opna.
– Þegar stillingu DIP-rofa er breytt verður að vera
slökkt á búnaðinum.
– Gætið að mögulegri tilkynningaskyldu gagnvart
rafveitu.
184
Öryggisupplýsingar varðandi fyrstu
2.5
gangsetningu
VIÐVÖRUN
– Rafvirki verður að sjá um að taka hleðslustöðina í
notkun.
– Áður en hleðslustöðin er tekin í notkun skal
rafvirki ganga úr skugga um að hún sé rétt
tengd.
– Áður en hleðslustöðin er tekin í notkun skal
athuga með sýnilega ágalla eða skemmdir á
hleðslusnúrunni, hleðsluklónni og
hleðslustöðinni. Ef skemmdir eru á
hleðslustöðinni, hleðslusnúrunni eða
hleðsluklónni má ekki taka búnaðinn í notkun.
Lýsing á búnaðinum
3
Mynd 1
Í þessum notkunar- og uppsetningarleiðbeiningum er
fjallað um Webasto Pure-hleðslustöðina. Nákvæm lýsing
á búnaðinum í samræmi við efnisnúmer, sem
samanstendur af sjö stafa númeri og einum bókstaf,
kemur fram á upplýsingaplötu hleðslustöðvarinnar.
Stýrileiðsla (Control Pilot)
3.1
Mynd 2
Í hleðslusnúrunni er auk orkuleiðslna einnig gagnaleiðsla
sem kallast CP-leiðsla (Control Pilot). Þessi leiðsla (svört –
hvít) er sett inn í þrýstiklemmuna á CP-tenginu . Þetta á
við þegar upprunalega hleðslusnúran er sett upp sem og
þegar skipt er um hleðslusnúruna.
4
Notkun
4.1
Yfirlit
Mynd 3
Skýringartexti
1 LED-ljós
4 Lykilrofi, aðgengilegur
að neðan
2 Festing fyrir hleðslusnúru 5 Uppsetningarhlíf
3 Festing fyrir hleðslukló
4.2
LED-ljós
4.2.1
LED-virkniljós
Mynd 4
Virkni-ljós
Lýsing
LED-ljósið logar ekki:
N1
Slökkt er á hleðslustöðinni.
Hvíta hreyfiljósið fer upp/niður:
N2
Verið er að ræsa hleðslustöðina.
LED-ljósið logar stöðugt í grænum lit:
N3
Hleðslustöðin er í biðstöðu.
LED-ljósið leiftrar í bláum lit:
N4
Verið er að nota hleðslustöðina, bíllinn
hleður sig.
Bláa hreyfiljósið fer upp/niður:
N5
Hleðsluklóin er tengd við bílinn, hleðslan var
stöðvuð.
Græna hreyfiljósið fer upp/niður:
N6
Hleðslustöðin er í gangi, en henni hefur verið
læst með lykilrofanum.
Appelsínugula hreyfiljósið fer upp/niður:
N7
Rekstraraðili kerfisins stöðvaði hleðsluna.
4.2.2
LED-villuljós
Mynd 5
Villu-boð
Lýsing
LED-ljósið logar í grænum lit, gula ljósið
F1
leiftrar:
Hleðslustöðin er orðin mjög heit og hleður
bílinn með minnkuðu afli. Þegar hleðslustöðin
hefur náð að kólna heldur hún áfram að
hlaða með venjulegum hætti.
OI II Webasto Pure