✓ Ef þú ert að nota ís- eða kuldameðferð skaltu
staðsetja dæluna frá neðri hluta dæluslöngunnar
með streymisstillinum.
HVERSU LENGI MUN ON-Q*-DÆLAN MÍN ENDAST?
Það fer eftir stærð dælunnar, en getur tekið 2–5 daga að gefa
allt lyfið. Allt lyfið hefur verið gefið þegar ON-Q*-dælan er
ekki lengur full. Ytri pokinn verður flatur og hægt er að finna
fyrir hörðu slöngunni í dælunni miðri.
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA VIÐ ON-Q*-DÆLUNA
ÞEGAR ÉG SEF?
✓ Hafðu dæluna á náttborði.
✓ Ekki setja dæluna nálægt hitagjafa.
✓ Ekki setja dæluna á gólfið né hengja hana á rúmstólpa.
MÁ ÉG FARA Í STURTU MEÐ ON-Q*-DÆLUNA?
✓ Læknirinn þinn segir þér hvenær er óhætt að fara í sturtu.
✓ Fylgdu leiðbeiningum læknis varðandi sturtuferðir. Passaðu
að verja holleggsstaðinn, dæluna og síuna fyrir vatni. Ekki
dýfa dælunni í vatn.
Hörð
slanga
Klemma
Slanga
59