3M Nano-Lok Manual Del Usuario página 134

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 69
1.0 NOTKUN
1.1
TILGANGUR: Sjálfinndraganlegur búnaður (Self-Retracting Device-SDR) er hannaður til að vera hluti af fallvarnarkerfi
þínu (PFAS). Mynd 1 sýnir þann SRD-búnað sem þessar notkunarleiðbeiningar ná til. Búnaðurinn getur verið notaður við
flestar aðstæður þar sem þörf er á hreyfanleika starfsmanna og fallvörn (t.d. skoðunarvinnu, almenna byggingavinnu,
viðhaldsvinnu, olíuvinnslu, vinnu í lokuðu rými o.s.frv.).
1.2
STAÐLAR: Þessi SRD-búnaður er í samræmi við innlenda og svæðisbundna staðla eða staðla sem finna má á forsíðu
þessara leiðbeininga. Kynntu þér staðbundnar kröfur varðandi öryggi á vinnustað (OSHA-leiðbeiningar) til að fá frekari
upplýsingar um persónulega fallstöðvun.
1.3
ÞJÁLFUN: Þessi búnaður er ætlaður til notkunar af aðilum sem hafa hlotið þjálfun í réttri notkun hans. Það er á ábyrgð
notanda að tryggja að þeir þekki þessar leiðbeiningar og hafi fengið þjálfun í réttri umhirðu og notkun þessa búnaðar.
Notendur verða einnig að skilja eiginleika búnaðarins við notkun, takmarkanir hans, og hvaða afleiðingar það getur haft
að nota hann á rangan hátt.
1.4
TAKMARKANIR: Ávallt skal hafa í huga eftirfarandi takmarkanir við uppsetningu eða notkun þessa búnaðar.
Geta búnaðarins: SRD-búnaður er til notkunar fyrir einn aðila sem er með samanlagða þyngd (fatnaður, verkfæri
o.s.frv.) innan þyngdarsviðs sem tilgreint er á mynd 1. Tryggðu að allir íhlutar kerfisins séu með næga getu til að
mæta þeirri notkun sem fyrirhuguð er.
Festingar: Festing SRD-búnaðarins verður að geta þolað álag allt að 12 kN (1348 kg/2.697 pund). Festingarbúnaður
verður að uppfylla staðal EN795 eða aðra viðeigandi staðla um festingartengingar.
Láshraði: Forðast skal aðstæður sem leyfa ekki greiða og óhindraða fallleið. Ef unnið er í lokuðu eða þröngu rými eða á
hallandi fleti getur það orðið til þess að líkaminn nái ekki fullnægjandi hraða til að framkalla læsingu á SRD-búnaðinum
ef fall á sér stað. Ef unnið er með efni sem hreyfist hægt, til dæmis sandur eða korn, kann ekki nægur hraði að myndast
til að valda því að SRD-búnaðurinn læsist. Greið leið er nauðsynleg til að tryggja jákvæða læsingu á SRD-búnaðinum.
Frjálst fall: Þegar búnaðurinn er festur fyrir ofan starfsmann, takmarkar hann fallvegalengd niður í 0,6 m (2 fet)
Til að forðast langar falllengdir skal festa SRD-búnaðinn beint fyrir ofan vinnusvæðið. Aldrei skal festa SRD-búnaðinn
við festingu sem getur skapað frjálst fall lengra en 1,5 m (5 fet). Forðast skal að vinna þar sem líflínan getur þverað
eða flækst við líflínu annars starfsmanns. Forðast skal að vinna við aðstæður þar sem hlutur getur fallið á eða valdið
höggi á líflínuna. Slíkt getur valdið falli og tjóni á líflínunni. Ekki láta líflínuna fara undir hendur eða á milli fóta.
Aldrei skal klemma, binda hnút á eða koma í veg fyrir að líflínan geti dregist saman eða strekkst. Forðast skal slaka
á línunni. Ekki lengja SDR-búnaðinn með því að tengja dragreipi, orkugleypi eða álíka íhlut án þess að
ráðfæra þig við 3M.
Sveiflufall: Sveiflufall á sér stað þegar festipunktur er beint fyrir ofan þann punkt þar sem fall á sér stað. Kraftur
þess að lenda á hlut við sveiflufall getur valdið alvarlegu líkamstjóni eða dauða (sjá mynd 3A). Lágmarka skal
sveiflur með því að vinna eins beint fyrir neðan festipunktinn og mögulegt er (sjá mynd 3B). Að vinna langt frá
festipunktinum (mynd 3C) getur aukið hættuna á sveiflufalli og aukið það svæði sem þarf til að stöðva fall (Fall
Clearance-FC).
Fjarlægð frá hindrunum við fall: Mynd 3B sýnir útreikninga á fallstöðvun. Fjarlægð frá hindrunum við fall
(FC) er summan af frjálsu falli (Free fall-FF), fjarlægð sem þarf til að hægja á falli (Deceleration Distance-DD)
og öryggisstuðli (Safety Factor-SF): FC = FF + DD + SF. D-hringurinn og teygjanleiki líflínunnar eru innifalin í
öryggisstuðlinum (SF). Gildi fyrir fjarlægð frá hindrunum við fall hafa verið reiknuð út og eru sett í töflu á mynd 4.
Öryggisstuðull upp á 1 m (3.28 fet) var notuð fyrir öll gildi á mynd 4.
Mynd 4 sýnir fjarlægð frá hindrunum við fall (FC) sem byggir á láréttri og lóðréttri fjarlægð á milli baklægrar SRD-
tengingar og festingarpunktinum. Sérhver lárétt lína á línuritinu táknar lóðrétta fjarlægð frá festingarpunktinum.
Sérhver lóðrétt lína á línuritinu táknar lárétta fjarlægð frá festingarpunktinum. Gildin fyrir stærð svæðis fyrir fjarlægð
frá hindrunum við fall eru fundin með því að skoða það svæði (fleygbogalínur) þar sem láréttu og lóðréttu línurnar
skerast. Dæmið á mynd 4 sýnir hvernig skal ákvarða gildin fyrir nauðsynlega stærð svæðis sem þarf að vera laust við
hindranir fyrir uppgefnar lóðréttar og láréttar fjarlægðir.
;
Breytilegir festingarpunktar: Fjarlægð frá hindrunum við fall á mynd 4 byggir á stífum, föstum
festingarpunkti sem breytist ekki. Ef festingin er tengd við lárétta líflínu (Horizonal Lifeline-HLL) eða festingu sem
hreyfist, rennur eða afmyndast við fall, eiga gildin á mynd 4 ekki lengur við. Sjá sérstakar leiðbeiningar um lárétta
líflínu (HLL) eða um festingar til að fá viðbótar upplýsingar um fjarlægð frá hindrunum við fall, hvað getur gerst ef
festing rennur til eða/og hún afmyndast.
;
Að krjúpa eða beygja sig niður: Línuritin á mynd 4 gera ráð fyrir því að starfsmaður standi við vinnu sína. Ef
starfsamður krýpur eða beygir sig niður þarf viðbótar 0,9 metra (3 feta) fjarlægðarsvæði án hindrana við fall.
;
Aldrei skal festa festinguna fyrir neðan fætur starfsmanns: Aldrei skal tengja við festingarpunkt fyrir
neðan fætur þína.
Hættur: Notkun þessa búnaðar á svæðum með umhverfishættu getur krafist viðbótarráðstafana til að draga úr
líkunum á meiðsli á notendum eða skemmdir á búnaði. Hættur geta verið, en takmarkast ekki við: hár hiti, ætandi
efni, ætandi umhverfi, háspennulínur, sprengifimar eða eitraðar lofttegundir, vélbúnaður á hreyfingu, skarpar brúnir
eða efni fyrir ofan sem getur fallið á eða komist í snertingu við notandann eða fallstöðvunarkerfið. Forðastu vinnu
þar sem líflínan getur þverað eða flækst við líflínu annars starfsmanns. Forðastu vinnu þar sem hlutur getur fallið eða
lent á líflínunni, verður til þess að jafnvægi fer úr skorðum eða skemmir líflínuna. Ekki láta líflínuna fara upp undir
handarkrika eða á milli fóta.
Skarpar brúnir: Skarpar brúnir sem SRD-búnaðurinn getur komist í snertingu við í falli verður að hafa lágmarks
radíus upp á 0,3 cm (0.125 tommur). Þegar óhjákvæmilegt er að reipið komist í snertingu við skarpa brún, skal hylja
brúnina með verndandi hulsu.
1 Frjálst fall: Rétt notkun SRD-búnaðarins þar sem notandinn vinnur beint fyrir neðan festinguna og þar sem enginn slaki er á líflínunni kemur í veg fyrir frjálst fall. Sjá
mynd 4 til að sjá leyfilegar staðsetningar festinga.
134
.
1

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Productos relacionados para 3M Nano-Lok

Tabla de contenido