4. Fjarlægið togfestuklemmuna og dragið skemmdu
hleðslusnúruna niður úr vegghleðslustöðinni.
5. Setjið nýja hleðslusnúru í (notið eingöngu
upprunalegan varahlut frá Webasto) í samræmi við
það sem kemur fram í Kafli 4.3.1, "Hleðslusnúran
tengd" á bls. 154.
6. Setjið hlífina á tengisvæði vegghleðslustöðvarinnar.
7. Gerið búnaðinn aftur tilbúinn til notkunar samkvæmt
leiðbeiningunum í Kafli 4.8, "Búnaðurinn tekinn í
notkun" á bls. 156.
4.4
Rafmagnstenging
1. Gangið úr skugga um það með mælingu að ekki sé
spenna á rafmagnsleiðslunni og sjáið til þess að ekki
sé hægt að hleypa spennu aftur á í ógáti.
2. Gætið þess að búið sé að uppfylla allar nauðsynlegar
kröfur fyrir tengingu sem tilgreindar voru fyrr í
þessum leiðbeiningum.
3. Takið gegntakskragana úr fylgihlutunum.
4. Rennið gegntakskraganum yfir rafmagnsleiðsluna.
ÁBENDING
Athugið að gæta verður þess að inntakshjálpin á
kraganum sé á bakhlið hleðslustöðvarinnar í
endanlegri uppsettri stöðu, en ekki skal staðsetja hana
strax í gegntakinu á ytra byrði).
5. Ef einnig á að tengja gagnaleiðslu skal nota hinn
gegntakskragann og endurtaka verkferlið hér að
ofan.
6. Fjarlægið kápuna af rafmagnsleiðslunni.
7. Þegar notuð er stíf rafmagnsleiðsla skal beygja hverja
leiðslu fyrir sig þannig með tilliti til
lágmarksbeygjuradíuss að hægt sé að tengja þær við
klemmurnar án mikils kraftræns álags.
8. Þegar notuð er stíf rafmagnsleiðsla skal beygja hverja
leiðslu fyrir sig þannig með tilliti til
lágmarksbeygjuradíuss að hægt sé að tengja þær við
klemmurnar án mikils kraftræns álags.
Mynd 4
IN Tengi rafmagnsleiðslunnar
OUT Tengi hleðslusnúrunnar
5111233B_ISI_Next
1. Notið slétt skrúfjárn (3,5 mm) til að tengja hvern
leiðsluenda fyrir sig við vinstri klemmublokkina með
áletruninni „IN" eins og sýnt er á myndinni (Mynd 4).
ÁBENDING
Við tenginguna skal gæta að réttri tengingaröð hægra
hverfisviðs.
2. Það er gert með því að ýta skrúfjárninu inn í þar til
ætlað efra op gormafjöðrunarinnar á
klemmublokkinni og opna þannig klemmugorminn.
3. Stingið síðan viðkomandi leiðslu inn í þar til ætlað
tengiop á klemmublokkinni (neðra opið).
4. Dragið skrúfjárnið síðan aftur úr og togið til að ganga
úr skugga um að allar leiðslurnar séu rétt klemmdar
og að hvergi sjáist í beran kopar.
ÁBENDING
Þegar fleiri en ein hleðslustöð er tengd við
sameiginlegan aðalaflgjafa: Hætta er á yfirálagi.
Gera skal ráð fyrir fasasnúningi og aðlaga
tengistillingar hleðslustöðvanna til samræmis. Sjá
stillingaleiðbeiningar á netinu:
https://charging.webasto.com/int/products/
documentation
5. Stingið gagnaleiðslunni í þar til ætlað tengi á
tengisvæðinu. Sjá Stýrileiðsla (Control Pilot) og .
6. Fjarlægið öll óhreinindi á borð við einangrunarleifar af
tengisvæðinu.
7. Athugið aftur hvort allar leiðslur eru vel festar í
viðkomandi klemmu.
8. Komið síðan gegntakskraganum fyrir í gegntakinu á
ytra byrði.
ÁBENDING
Gætið þess að ekkert loftbil sé á milli ytra byrðisins og
gegntakskragans.
Rafmagnstenging í skiptum kerfum (split-
4.4.1
phase)
Útfærsla tengingar:
Rafmagnsleiðsla
Klemmublokk
L1
L1
Hlutlaus
L2
Útfærsla DIP-rofa: D6 = 0 (OFF)
ÁBENDING
Með þessari útfærslu tengingar er engin takmörkun á
misvægisálagi skilgreind.
ÁBENDING
Rafmagnsleiðsla: Milli L1 og L2 má vera að hámarki
230 V málspenna.
4.5
LAN-snúra
Til að tengja hleðslustöðina við innanhússnetið á
uppsetningarstað. Hægt er að stilla og stjórna
hleðslustöðinni í gegnum þetta tengi (skilyrði fyrir því er
að tenging við bakenda eða orkustjórnunarkerfi á
staðnum sé fyrir hendi). Mælt er með því að notuð sé
netsnúra í flokki CAT7. Leiða verður LAN-snúruna í
gegnum vinstra opið á vegghleðslustöðinni til að stinga
henni í samband við LAN-tengið.
Raunaflsstýring
4.6
Mynd 5
Tengja skal raunaflsstýringu samkvæmt VDE AR-4100
með eftirfarandi hætti:
Setja verður báðar snúrur gárustýringarmóttakarans eða
spennulausu snertunnar í þetta tengi í stöðu 3 og 4 (sjá
Mynd 5). Það er valfrjálst hvor snúran er tengd í stöðu 3
og hvor í stöðu 4 (hámarksgildleiki snúru 1,5 mm²).
VIÐVÖRUN
Ekki má setja spennu á milli klemma 3 og 4. Rafliðinn
sem er notaður eða gárustýringarmóttakarinn verða
að vinna án spennu.
Stilling DIP-rofa
4.7
HÆTTA
Háspenna.
Hætta er á banvænu raflosti.
u
u
Gangið úr skugga um að ekki sé spenna á búnaðinum.
Hámarksstraumstyrkur er ákvarðaður með DIP-rofum. Að
því loknu er hægt að breyta stillingunni í 1 A skrefum í
Charger Setup-appinu, upp að hámarksgildinu sem er
stillt með DIP-rofunum.
Mynd 6
DIP-rofi vinstra megin/ON = 1
DIP-rofi hægra megin/OFF = 0
IS
155