Val á viðnámi himnu
Fyrst skal prófa himnu með miðlungsmiklu viðnámi (með 2 punktum). Ef notandi
tekur eftir því að himnan lokast við eðlilega öndun eða létta áreynslu án þess
að til þess sé ætlast skal prófa himnu með miklu viðnámi eða mjög miklu
viðnámi (með 3 eða 4 punktum). Ef notanda finnst það krefjast of mikillar
áreynslu að loka himnu með miðlungsmiklu viðnámi þegar talað er skal prófa
að nota himnu með litlu viðnámi (með 1 punkti). Tryggið að himnan lokist
ekki í ógáti við eðlilega öndun.
Einnig er hægt að nota himnu með meira viðnámi við meiri áreynslu og himnu
með minna viðnámi við minni áreynslu.
Samsetning
Setjið HME-hylkið á slétt yfirborð þannig að plastgrindin snúi niður og kvoðan
snúi upp (mynd 10). Komið talventlinum fyrir ofan á HME-hylkinu og ýtið
honum beint niður þar til heyrist smellur. Gangið úr skugga um að talventillinn
sé tryggilega festur við HME-hylkið.
Varúð: Ef notaður er aukabúnaður sem ekki er frá Provox getur það valdið
því að búnaðurinn virki ekki sem skyldi og getur þannig skaðað notandann.
Ísetning og notkun
Setjið Provox FreeHands FlexiVoice inn í tengi Provox HME-festibúnaðarins
(mynd 11). Andið eðlilega. Færið búnaðinn milli stillinga með því að snúa
efsta hluta talventilsins þar til hann stöðvast í viðkomandi stillingu (mynd 12).
Varúð: Þegar skipt er milli stillinga skal aðeins snúa efsta hluta talventilsins,
en ekki búnaðinum í heild. Ef búnaðinum er snúið í heild getur hreyfingin sem
verður á festibúnaðinum valdið óþægindum.
Sjálfvirk talstilling
Provox FreeHands FlexiVoice er í sjálfvirkri talstillingu þegar hreyfanlega
himnan hreyfist óhindrað og er ekki fest með krækjunni (mynd 3).
Í þessari stillingu lokast himnan sjálfkrafa við útöndun og tal.
Handvirk lokun
Einnig er hægt að loka Provox FreeHands FlexiVoice handvirkt með því að
setja fingur fyrir opið að framanverðu (mynd 13). Lyftið fingri af opinu að
framanverðu til að anda inn. Hægt er að nota handvirka lokun bæði í sjálfvirkri
talstillingu og í læstri stillingu.
Hósti
Í sjálfvirkri talstillingu getur himnan losnað úr búnaðinum ef hóstað er. Ef það
gerist skal anda eðlilega og ýta himnunni aftur inn í opið með fingurgómi
(mynd 14). Ef nauðsyn krefur skal fjarlægja Provox FreeHands FlexiVoice og
koma himnunni fyrir á ný.
HME-hylkið fjarlægt af talventlinum
HME-hylkið er ætlað til notkunar í eitt skipti. Það skal fjarlægja í lok hvers
dags áður en talventillinn er hreinsaður. Sömuleiðis skal fjarlægja það ef það
stíflast af slími og notandi finnur fyrir auknu viðnámi við öndun.
Varúð: Ekki má reyna að þvo HME-hylkið þar sem þá skolast burt þau efni
sem nauðsynleg eru svo hylkið virki með réttum hætti.
1. Haldið um talventilinn (eða HME Cap ef slíkt er notað) með annarri
hendi og setjið „Removal Aid" utan um HME-hylkið með hinni hendinni
(mynd 15).
2. Þrýstið handföngunum saman (mynd 16). HME-hylkið brotnar og losnar
frá (mynd 17).
3. Fargið HME-hylkinu (mynd 18).
80