Descargar Imprimir esta página

PROVOX FreeHands FlexiVoice Set Plus Manual Del Usuario página 81

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 44
Hreinsun
Hreinsa skal og sótthreinsa talventilinn daglega til að tryggja að hann virki
sem skyldi og til að forðast uppsöfnun á örverum.
Varúð: Ekki má hreinsa eða sótthreinsa talventilinn á annan hátt en lýst
er hér á eftir. EKKI má sjóða búnaðinn og EKKI má nota vetnisperoxíð til
sótthreinsunar þar sem slíkt skemmir búnaðinn.
1. Fjarlægið HME-hylkið af talventlinum eins og lýst er hér að framan.
2. Hreinsið talventilinn vandlega báðum megin með ylvolgu drykkjarvatni
(20–40 °C / 68-104 °F) í 2 mínútur um leið og lokinu er snúið endurtekið
fram og til baka (mynd 19).
3. Setjið 2 dropa af uppþvottalegi í 250 ml af volgu drykkjarvatni (35–45 °C /
95-113 °F). Ekki má nota sjóðandi vatn, það getur skemmt talventilinn.
4. Setjið talventilinn í talstillingu og látið hann liggja í sápuvatninu í 15 mínútur
(mynd 20).
5. Skolið talventilinn vandlega báðum megin með volgu drykkjarvatni
(35–45 °C / 95-113 °F) í 15 sekúndur (mynd 21). Skiptið á milli talstillingar
og læstrar stillingar nokkrum sinnum meðan skolað er til að tryggja að
öllum hlutum talventilsins sé náð.
6. Leitið eftir leifum af slími og óhreinindum á búnaðinum. Endurtakið
ofangreind skref ef nauðsyn krefur.
7. Að hreinsun lokinni skal stilla talventilinn á talstillingu, leggja hann á
hreina grisju og láta loftþorna í að minnsta kosti 2 klukkustundir (mynd
23). Þegar talventilinn er orðinn alveg þurr er hægt að nota hann aftur eða
koma honum fyrir í hreinu og lokuðu íláti til geymslu.
Varúð: Ekki má nota talventilinn fyrr en hann hefur þornað að fullu.
Ef gufa af sótthreinsiefnum berst í öndunarveg getur það valdið miklum
hósta og ertingu í öndunarvegum.
Sótthreinsun talventils
Ef talventillinn virðist óhreinn eða ef um hugsanlega mengun er að ræða getur
verið þörf á sótthreinsun. Mengun getur verið til staðar ef búnaðurinn hefur
dottið í gólfið, komist í snertingu við gæludýr eða einstakling með sýkingu í
öndunarfærum, eða ef annars konar víxlmengun hefur átt sér stað. Í slíkum
tilvikum skal bæði hreinsa og sótthreinsa búnaðinn fyrir notkun. Ef þörf er
á sótthreinsun skal fyrst hreinsa búnaðinn eins og lýst er hér fyrir ofan og að
því loknu skal sótthreinsa hann með eftirfarandi hætti:
1. Fyrst skal hreinsa búnaðinn eins og lýst er í kaflanum „Hreinsun" hér
fyrir ofan, en sleppa skrefi 7. Að hreinsun lokinni skal setja talventilinn
í talstillingu og láta hann liggja í 70% etanóllausn eða 70% ísóprópýl-
alkóhóllausn í 10 mínútur (mynd 22).
Varúð: EKKI má nota vetnisperoxíð.
2. Að hreinsun og sótthreinsun lokinni skal leggja talventilinn á hreina grisju
og láta loftþorna í að minnsta kosti 2 klukkustundir (mynd 23). Gangið úr
skugga um að talventillinn sé á talstillingu.
3. Þegar talventilinn er orðinn alveg þurr er hægt að nota hann aftur eða koma
honum fyrir í hreinu og lokuðu íláti til geymslu.
Varúð: Ekki má nota talventilinn fyrr en hann hefur þornað að fullu.
Ef gufa af sótthreinsiefnum berst í öndunarveg getur það valdið miklum
hósta og ertingu í öndunarvegum.
2.3 Leiðbeiningar um geymslu
Þegar talventillinn er ekki í notkun skal hreinsa hann og sótthreinsa eins og
lýst er hér fyrir ofan og geyma hann í hreinu og lokuðu íláti við stofuhita.
Verjið gegn beinu sólarljósi.
81

Publicidad

loading

Productos relacionados para PROVOX FreeHands FlexiVoice Set Plus