Descargar Imprimir esta página

PROVOX FreeHands FlexiVoice Set Plus Manual Del Usuario página 82

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 44
2.4 Endingartími búnaðar
Nota má Provox FreeHands FlexiVoice talventilinn í 6 mánuði að hámarki,
svo framarlega sem hann er heill og virkar sem skyldi. Notkun yfir lengri
tíma getur leitt til skertrar virkni talventils, t.d. seinkuð lokun og/eða opnun,
loftleki og aukið hljóð við lokun, og/eða aðrar breytingar á virkni búnaðarins
tengdar notkun í lengri tíma.
HME-hylkið er til notkunar í eitt skipti.
2.5 Förgun
Ávallt skal fylgja heilbrigðiskröfum sem og landsbundnum kröfum varðandi
lífsýnahættu við förgun á notuðum lækningatækjum.
2.6 Aukabúnaður
Varúð: Aðeins skal nota upprunalega íhluti. Ef notaður er annar aukabúnaður
getur það valdið því að búnaðurinn virki ekki sem skyldi.
Provox HME Cap er margnota keilulaga hringur sem gerir notanda kleift
að sofa með HME-hylkið eða nota það án þess að nota Provox FreeHands
FlexiVoice talventilinn samhliða. Provox HME Cap er úr títani.
Provox HME-festibúnaður er búnaður sem notaður er til að halda Provox
HME system við barkaraufina, t.d. Provox-límfestingar, Provox LaryTubes
og Provox LaryButtons.
Hægt er að nota „Removal Aid" til að fjarlægja HME-hylkið af talventlinum.
3. Upplýsingar um úrræðaleit
Ef upp koma vandamál við notkun skal fjarlægja búnaðinn og skoða hann.
Hér fyrir neðan má finna nokkur algeng vandamál og ráðlagðar úrlausnir.
„Búnaðurinn lekur" - skoðið talventilinn m.t.t. leka eða skemmda. Skiptið
um búnað ef hann er skemmdur. Hreinsið búnaðinn eins og lýst er í kaflanum
um hreinsun og sótthreinsun. Skoðið einnig festibúnaðinn og HME-hylkið,
skiptið um ef þörf krefur. Ef leki er enn til staðar eftir að hreinsun er lokið
skal skipta um talventil.
„Búnaðurinn lokast ef ég anda þó ekki sé nema örlítið þyngra" - notið
búnað með himnu með meira viðnámi. Annar valkostur er að nota himnu með
meira viðnámi þegar áreynsla er fyrirhuguð.
„Himnan lokast þegar ég anda djúpt" - óvænt lokun getur átt sér stað þegar
andað er djúpt. Til að koma í veg fyrir þetta skal hafa búnaðinn í læstri stillingu
þegar áreynsla er fyrirhuguð. Hægt er að tala með því að nota handvirka lokun.
Takið búnaðinn á ný úr læstri stillingu til að tala handfrjálst (mynd 2).
„Himnan lokast ekki" - gangið fyrst úr skugga um að búnaðurinn sé í
talstillingu. Skoðið talventilinn og stöðu himnunnar. Himnan gæti verið föst
aftan við krækjuna. Þetta getur gerst þegar himnan er sett í að nýju hafi henni
verið hóstað út. Komið himnunni varlega fyrir á réttum stað milli krækjunnar og
opsins (mynd 3). Ef vart verður við skemmdir á talventlinum skal skipta um hann.
„Himnan dettur út þegar ég tala" - himnan er með of lítið viðnám fyrir þig.
Prófaðu að nota himnu með meira viðnámi.
„Himnan dettur út þegar ég hósta" - þetta er eðlilegt. Fjarlægðu búnaðinn
með áföstu HME-hylkinu af límfestingunni. Komdu himnunni aftur fyrir á
réttum stað með fingurgómi (mynd 14). Ef þetta kemur ítrekað fyrir vilt þú
hugsanlega prófa að nota himnu með meira viðnámi.
82

Publicidad

loading

Productos relacionados para PROVOX FreeHands FlexiVoice Set Plus