Öryggisupplýsingar Varðandi Uppsetningu; Öryggisupplýsingar Varðandi Tengingu Við Rafmagn; Öryggisupplýsingar Varðandi Fyrstu Gangsetningu; Lýsing Á Búnaðinum - Webasto Live Instrucciones De Uso

Ocultar thumbs Ver también para Live:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 158
rafvirkja yfirfara tengin á hleðsluklónni með tilliti til
hugsanlegs slits. Ef merki eru um slit verður að
láta rafvirkja skipta viðkomandi hleðslusnúru út
fyrir upprunalegan varahlut frá Webasto.
– Ekki má framlengja hleðslusnúruna með
framlengingarsnúru eða millistykki til þess að
tengja hana við bílinn.
– Halda verður um hleðsluklóna þegar
hleðslusnúran er tekin úr sambandi.
– Alls ekki má hreinsa hleðslustöðina með
háþrýstidælu eða álíka tæki.
IS
– Taka verður strauminn af áður en hleðslutengin
eru þrifin.
– Ekkert togálag má vera á hleðslusnúrunni á meðan
hún er í notkun.
– Tryggið að eingöngu þeir sem lesið hafa
notkunarleiðbeiningarnar geti notað
hleðslustöðina.
2.3
Öryggisupplýsingar varðandi
uppsetningu
– Rafvirki verður að sjá um að setja hleðslustöðina
upp og tengja hana við rafmagn.
– Aðeins má nota meðfylgjandi uppsetningarbúnað.
– Öryggishönnun Webasto Live byggist á því að
jarðtenging veitukerfis sé ávallt tryggð. Rafvirkinn
skal ganga úr skugga um að svo sé þegar
búnaðurinn er settur upp.
– Ekki má setja hleðslustöðina upp í umhverfi þar
sem sprengihætta er fyrir hendi.
– Setja skal hleðslustöðina upp með þeim hætti að
hleðslusnúran komi ekki í veg fyrir að hægt sé að
komast leiðar sinnar.
– Ekki má setja hleðslustöðina upp í umhverfi þar
sem ammoníak eða loft sem inniheldur ammoníak
er fyrir hendi.
– Ekki má setja hleðslustöðina upp á stöðum þar
sem hætta er á að hlutir falli á hana (t.d.
kaplatromlur eða dekk) og hún verði fyrir
skemmdum.
– Hleðslustöðin hentar til notkunar innan- og
utandyra.
90
– Ekki má setja hleðslustöðina upp nálægt búnaði
sem sprautar vatni, t.d. bílaþvottastöðvum,
háþrýstidælum eða garðslöngum.
– Verja skal hleðslustöðina fyrir skemmdum af
völdum frosts, hagls eða álíka.
– Hleðslustöðin hentar til notkunar á svæðum þar
sem aðgengi er ekki takmarkað.
– Verjið hleðslustöðina fyrir beinu sólarljósi. Hátt
hitastig getur minnkað hleðslustrauminn eða eftir
atvikum stöðvað hleðsluna.
– Velja skal uppsetningarstað fyrir hleðslustöðina
með það í huga að ekki sé hætta á að farartækjum
sé ekið á hana í ógáti. Ef ekki er hægt að útiloka
skemmdir verður að gera viðeigandi
varúðarráðstafanir.
– Ef hleðslustöðin verður fyrir skemmdum við
uppsetningu verður að taka hana úr notkun. Skipta
verður búnaðinum út.
2.4
Öryggisupplýsingar varðandi tengingu
við rafmagn
– Virðið gildandi lagakröfur um raflagnir, eldvarnir,
öryggisreglur og flóttaleiðir á fyrirhuguðum
uppsetningarstað.
– Hver hleðslustöð verður að vera varin með eigin
lekastraumsrofa og sjálfvari í rafkerfinu sem hún er
tengd við. Sjá Kafli 6.2, "Skilyrði fyrir tengingu við
rafmagn".
– Áður en hleðslustöðin er tengd við rafmagn skal
ganga úr skugga um að ekki sé spenna á
rafmagnstengingum.
– Gangið úr skugga um að notaður sé réttur
rafstrengur fyrir tengingu við veitukerfi rafmagns.
– Skiljið hleðslustöðina ekki eftir án eftirlits með
uppsetningarhlífina opna.
– Gætið að mögulegri tilkynningaskyldu gagnvart
rafveitu.
2.5
Öryggisupplýsingar varðandi fyrstu
gangsetningu
– Rafvirki verður að sjá um að taka hleðslustöðina í
notkun.
– Áður en hleðslustöðin er tekin í notkun skal rafvirki
ganga úr skugga um að hún sé rétt tengd.
– Þegar hleðslustöðin er sett í gang í fyrsta sinn skal
ekki tengja bíl við hana strax.
– Áður en hleðslustöðin er tekin í notkun skal athuga
með sýnilega ágalla eða skemmdir á
hleðslusnúrunni, hleðsluklónni og hleðslustöðinni.
Ef skemmdir eru á hleðslustöðinni, hleðslusnúrunni
eða hleðsluklónni má ekki taka búnaðinn í notkun.
3
Lýsing á búnaðinum
Sjá einnig Mynd 1
Í þessum notkunar- og uppsetningarleiðbeiningum er
fjallað um Webasto Live-hleðslustöðina. Nákvæm lýsing á
búnaðinum kemur fram á upplýsingaplötu
hleðslustöðvarinnar.
3.1
Lýsing á gagnatengjum
Sjá einnig Mynd 2
Skýringartexti
USB-A
Modbus (RS 485), ytri
Micro SIM-rauf
RJ 45 (LAN)
USB-B
Þegar lokið er opið eru gagnatengin vinstra megin á
tengisvæðinu. Þetta svæði er aðskilið frá
rafmagnstengingarsvæðinu.
3.1.1
USB-tengi af gerð A
Tenging í hýsilsstillingu fyrir USB-lykla til að uppfæra
hugbúnað eða stillingar. Þetta tengi býður upp á 5 V
aflgjöf upp að 100 mA
3.1.2
Modbus
Fyrir ítarlegri orkustjórnun er hægt að koma á
gagnatengingu við yfirskipaðan orkumæli. (Sjá
stillingaleiðbeiningar á netinu: https://webasto-
charging.com/documentation)
5110326C_OI-II_Webasto Live Multilanguage

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido