ÁBENDING
Til viðbótar við þessar notkunar- og
uppsetningarleiðbeiningar skal einnig fylgja gildandi reglum
um notkun, uppsetningu og umhverfisvernd á hverjum
stað.
6.1
Kröfur til uppsetningarsvæðis
Við val á uppsetningarstað fyrir Webasto Live verður að
gæta að eftirfarandi atriðum:
– Við uppsetningu verður neðri brún meðfylgjandi
skapalóns að vera í tiltekinni lágmarksfjarlægð frá gólfi.
Lágmarksfjarlægðin kemur fram á myndinni í Kafli 13,
IS
"Uppsetning".
– Ef fleiri en ein hleðslustöð er sett upp hlið við hlið
verður bilið á milli stöðvanna að vera að minnsta kosti
200 mm.
– Uppsetningarflöturinn verður að vera sterkbyggður og
stöðugur.
– Uppsetningarflöturinn verður að vera alveg sléttur (ekki
má muna meiru en 1 mm milli uppsetningarpunkta).
– Engin eldfim efni mega vera á uppsetningarfletinum.
– Hvar bílnum er yfirleitt lagt.
– Hvar hleðslutengið er á bílnum.
– Að bíllinn sé í eins lítilli fjarlægð frá hleðslustöðinni og
kostur er.
– Að ekki sé hætta á að ekið sé yfir hleðslusnúruna.
– Mögulegum rafmagnstengingum.
– Að tækið hindri ekki aðgang að göngu- og
flóttaleiðum.
– Að móttaka fyrir Wi-Fi eða 3G sé fyrir hendi.
– Að tækið sé varið gegn regni og beinu sólarljósi til að
tryggja sem besta og snurðulausa virkni.
– Að farið sé að gildandi reglum á hverjum stað, til
dæmis um notkun bílageymslu og eldvarnir.
6.2
Skilyrði fyrir tengingu við rafmagn
Mesti hleðslustraumur sem hægt er að stilla á kemur fram
á upplýsingaplötu hleðslustöðvarinnar. Upplýsingaplatan
er hægra megin á hleðslustöðinni.
Mesti leyfilegi hleðslustraumur fer eftir tiltæku afli
hústengingar. Rafvirki framkvæmir nauðsynlegar stillingar.
92
(Sjá stillingaleiðbeiningar á netinu: https://webasto-
charging.com/documentation)
Rafvirki skal kanna skilyrði fyrir tengingu áður en hafist er
handa við að tengja búnaðinn við rafmagn. Fylgja skal
reglum yfirvalda og rafveitu á hverjum stað, m.a. um
tilkynningaskyldu vegna uppsetningar á hleðslustöð.
Eftirtalinn öryggisbúnaður verður að virka þannig að
hleðslustöðin sé aftengd frá veitukerfi með alpóla rofi
þegar lekastraumur greinist. Við val á öryggisbúnaði skal
fara eftir gildandi uppsetningarreglum og stöðlum á
hverjum stað.
6.2.1
Gildi fyrir lekastraumsrofa
Ávallt skal fylgja gildandi reglum um uppsetningu í hverju
landi. Nema gildandi reglur kveði á um annað verður hver
hleðslustöð að vera varin með viðeigandi lekastraumsvörn
(RCD) með útleysingarstraumi ≤30 mA.
Viðeigandi lekastraumsvarnir eru RCD af gerð B, eða RCD
af gerð A ásamt vöktunarbúnaði fyrir lekajafnstraum
(RDC-DD) samkvæmt IEC 62955. Viðeigandi RCD af gerð
A með innbyggðri vöktun á lekajafnstraumi er t.d.
lekastraumsrofi af gerðinni DFS 4 A EV frá Doepke.
Mállekastraumurinn má ekki vera yfir 30 mA. Þegar veitt
er vörn fyrir hleðslustöð með lekastraumsrofa (RCD) af
gerð B verða allir lekastraumsrofar sem á undan koma,
jafnvel þótt þeir séu ekki tengdir hleðslustöðinni,
annaðhvort að vera af gerð B eða að vera með búnaði
sem greinir DC-lekastraum.
6.2.2
Gildi sjálfvars
Sjálfvarið (MCB) verður að samræmast EN 60898. Stýfð
orka (I²t) má ekki vera yfir 80 000 A²s.
Einnig má nota samsetningu lekastraumsrofa og sjálfvars
(RCBO) samkvæmt EN 61009-1. Ofangreindar
kennistærðir gilda einnig fyrir þessa samsetningu
öryggisrofa.
6.2.3
Rofbúnaður
Ekki er rofbúnaður í sjálfri hleðslustöðinni.
Öryggisbúnaðurinn í rafmagnstöflunni er því einnig
notaður til að rjúfa strauminn til hleðslustöðvarinnar.
6.2.4
Þversnið leiðslu
Rafvirkinn velur þversnið leiðslu, sjá Kafli 14, "Tæknilegar
upplýsingar".
Þversnið leiðslunnar fer eftir:
– mesta tiltæka afli hústengingar,
– lengd leiðslunnar.
6.3
Uppsetning
Sjá einnig Kafli 13, "Uppsetning". Meðfylgjandi
uppsetningarbúnaður er ætlaður til að setja
hleðslustöðina upp á múrvegg eða steyptum vegg. Fyrir
uppsetningu á standi fylgir uppsetningarbúnaður með
standinum.
ü Gengið hefur verið úr skugga um að allt fylgi með.
u
Gætið að réttri uppsetningarstöðu á uppsetningarstað.
Sjá Mynd 14.
u
Losið borskapalónið úr umbúðunum með rifgötunum.
u
Notið borskapalónið til að merkja fyrir borgötum á
fjórum stöðum á uppsetningarstaðnum. Sjá Mynd 14.
u
Borið 4 x 8 mm göt á merktu stöðunum.
u
Setjið hölduna fyrir veggfestinguna í efri borgötin með
2 töppum og 2 skrúfum, 6 x 70 mm, T25.
Takið neðri hlífina af tengisvæði hleðslustöðvarinnar.
u
Sjá einnig Mynd 5
Takið spíralbeygjuvörnina af tengisvæði
u
hleðslustöðvarinnar og leggið hana hjá hinum
hlutunum sem fylgdu með.
u
Ef lagnir eru lagðar utan á vegg skal útbúa op fyrir
rafmagns- og gagnaleiðslu með þar til ætluðum
rifgötum á bakhlið hleðslustöðvarinnar (ef þörf krefur
skal hreinsa brúnirnar með sívölum þjölum).
u
Stingið rafmagns- og gagnaleiðslunni í gegnum þar til
ætluð inntaksop og setjið hleðslustöðina á hölduna
sem búið var að setja upp.
u
Festið hleðslustöðina í festigötin á neðra tengisvæðinu
með 2 skrúfum, 6 x 90, T25.
Hleðslusnúran tengd
u
Rennið spíralbeygjuvörninni yfir meðfylgjandi
hleðslusnúru og látið opið sem ekki er skrúfgangur í
snúa fram.
u
Setjið hleðslusnúruna í gegnum foruppsettu
þéttiklemmuna.
ÁBENDING
Gætið þess að foruppsetta þéttigúmmíið sitji rétt í
þéttiklemmunni.
5110326C_OI-II_Webasto Live Multilanguage