CASCO SKILHELME Manual De Usuario página 43

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 11
Kærar þakkir fyrir val þitt á hjálmi fá CASCO. Skíða- og snjóbrettishjálmar eru hluti af persónulegum verndar-
búnaði (PSA Flokkur 2: Staðalvörn gegn almennri hættu) og vinna gegn því að koma í veg fyrir eða alla vega
að draga verulega úr hættu á höfuðmeiðslum sem verða við slys á skíðum eða snjóbretti. Vinsamlegast takið
ykkur tíma til að lesa eftirfarandi leiðbeiningar og skoða stillingar hjálmsins. Það er gert fyrir öryggi þitt og
hámarks þægindum við notkun á hjálminum.
Skýring á táknmyndum á innanverðum hjálminum:
Stærð
Þyngd
Framleiðsludagsetning
XX
Skíða- og snjóbrettishjálmur
1. Verndarflokkur samkvæmt EN 1077
Hjálmar í flokki A og flokki B eru gerðir fyrir skíði, snjóbretti og skylda hópa. Hjálmar í flokki A veita
hlutfallslega meiri vörn.
Hjálmar í flokki B geta veit meiri loftræstingu og betri heyrn, en þeir vernda minni svæði höfuðsins
og hafa minni þykkt.
Hægt er að sjá verndarflokkana á merkimiðanum í innri hluta hjálmsins. Hjálmurinn uppfyllir þær
kröfur sem gerðar eru í stöðlunum varðandi höggþol, öryggi þegar kemur að því að taka hjálminn
af sem og burðargeta af reimum og lás.
2. Að velja rétta hjálmstærð
CASCO hjálmur getur aðeins veitt vörn ef hann setur rétt á höfðinu. Mæla skal höfuðummál á
breiðasta stað og velja hjálmastærð sem passar út frá því. Upplýsingar um stærð (cm) má finni í
merkimiðanum sem er inni í CASCO hjálmunum.
Hjálmurinn verður að sitja örugglega og þægilega á höfðinu. Til þess að bæta þetta enn meiri skal
nota innbyggða stærðarstillingarkerfið.
3. Að aðlaga stærðarstillingarkerfið
Besta vörnin fæst með því að hafa rétt stillingu og stærð. Þess vegna er hjálmurinn útbúinn með
stærðarstillingarkerfi sem er hringur sem sér til þess að hjálmurinn passi við höfuðstærðina
(DISK-FIT-VARIO-SYSTEM). Með því að snúa snúningslás sem staðsettur er á hnakkasvæðinu er
hægt að herða eða losa höfuðhringinn. Með því að snúa lásnum réttsælis herðist á höfuðhringnum
þrepalaust (Mynd 1).
Til þess að ná enn betri aðlögun er auk þess hægt að stilla Disk-Fit-Vario-System búnaðinn í
hæðinni. Það er gert með þrýstihnöppum í innri hluta hjálmsins eða með festikerfi sem hægt er
að draga upp eða niður (Mynd 2).
4. Rétt hjálmstaða
Ávallt skal setja hjálminn lágrétt á höfuðið, þannig að ennið sé varið, en samt þannig að sjónin sé
ekki hindruð. Gætið þess að hafa hjálminn ekki of aftarlega á höfðinu (Mynd 3).
rétt
rangt
5. Föst seta
Prófið hvort hjálmurinn sitji fast með því að hrista höfðið aðeins þegar hökufestingin er laus. Þegar
það er gert má hjálmurinn ekki færast til. Nauðsynlegt er að hjálmurinn passi vel þannig að hann
uppfylli öryggistilgang sinn algerlega.
6. Bindingarstilling
CASCO hjálmurinn þinn er með reimastillingarkerfi með smellilæsingu. Þegar búið er að stilla hann
einu sinni, er hægt að opna og loka honum hratt án þess að eiga við stillingarnar. Eftir að búið
88
er að stilla hjálminn á rétta höfuðstærð, skal setja hann á höfuðið í réttri stöðu (Mynd 3) og loka
honum með smellilásnum (Mynd 4).
HJÁLMAR MEÐ 3-PUNKTA REIMAFESTINGU:
Lokið smellulásnum og spennið hökureimina þar til hún situr þægilega undir hökunni. Lausi
endinn á reiminni verður að fara í gegnum gúmmí-O-hringinn.
HJÁLMAR MEÐ KAÐALREIMUM:
Kaðalreimarnar verða að liggja þétt, en samt þægilega í einni fingurbreidd undir eyrunum
(Mynd 5).
Spenna skal hökureimina með því að draga jafnt á lausu endunum þar til reiminn liggur þétt
að hökunni.
Í lokin er hægt að stilla stöðuna á hökureiminni (Mynd 6). Til þess að gera það skal losa skrúfu-
na, setja reimina í þægilega stöðu og festa með því að herða skrúfuna.
Til þess að opna smellulæsinguna skal ýta saman báðum hliðarstykkjunum (Mynd 4).
7.Prófun á pössunarsniði
Áður en hjálmurinn er notaður, skal athuga hvort hann sitji rétt og hvort að hökureimin sé nægile-
ga þétt. Reynið að snúa hjálminum með báðum höndum til hægri og vinstri. Ef hjálmurinn situr rétt
á höfðinu, hreyfist húðin á enninu með, að öðru leiti er hjálmurinn og laus. Fara til baka að atriði 2.
Gerið einnig tilraun til að draga hjálminn eins langt fram og aftur og mögulegt er. Gerið alvarlega
tilraun til að skoða þetta. Það er mikilvægt. Ef hjálmurinn rúllar af höfðinu í aðra hvora áttina eða
rennur svo langt fram að sjónsvæðið takmarkist eða svo langt aftur að ennið sé óvarið, er hjálmu-
rinn ekki í réttri stöðu. Endurtaka skal atriði 5-6 þar til hjálmahreyfingin er aðeins smávægileg.
ATHUGIÐ!
Ef ekki er hægt að aðlaga hjálminn þannig að hann hreyfist aðeins lítillega fram eða aftur þegar
búið er að festa reimarnar, þá SKAL EKKI NOTA ÞENNAN HJÁLM! Skiptið honum út fyrir
smærri hjálm eða aðra tegund úr CASCO vörulínunni.
Farið í prufuferð.
Ef hjálmurinn passar og reimarnar eru rétt stilltar, skal fara í stutta prufuferð. Hafið þægindi og
rétta setu hjálmsins í huga þegar á ferðinni stendur. Ef nauðsyn krefur, skal stilla reimarnar og
hökufestinguna aftur, til þess að auka rétta setu hjálmsins og þægindi.
8. Augnvörn
HJÁLMAR MEÐ SEGUL-GLERAUGNAFESTINGU:
Ákveðnar tegundir CASCO skíða-/snjóbrettahálma eru útbúnar með búnað fyrir segulfestingar
fyrir Magnetlink-skíðagleraugu. Þegar ekki er verið að nota búnaðinn er hægt að loka honum
með hlífum. Engin takmörkun er fyrir hefðbundin skíðagleraugu með bandi sem fer um allan
hjálminn. Þegar Magnetlink-skíðagleraugu eru notuð skal smella Magnetlink-skíðagleraugum
á hjálminn öðru megin. Til þess að gera það skal einfaldlega leggja segulinn á gleraugunum
á festinguna. Þá smellur búnaðurinn inn af sjálfu sér. Eftir það skal setja á sig hjálminn. Ef
hjálmurinn er kominn í góða stöðu er hægt að setja hinn gleraugnasegulinn á.
HJÁLMAR MEÐ SNOWmask eða SPEEDmask:
Ákveðnar tegundir af CASCO skíða-/snjóbrettahjálmum eru útbúnar fyrir notkun á CASCO
SNOW/SPEEDmask grímum eða eru seldar með CASCO SNOW/SPEEDmask grímum. Áður en
hjálmurinn er settur á höfuðið verður að ýta CASCO SNOW/SPEEDmask grímunni upp og láta
hana festast með smellibúnaði (Mynd 7). Þegar skipt er um CASCO SNOW/SPEEDmask grímu
verður að losa þrýstihnappana í innri hluta hjálmsins varlega. Eftir það er hægt að fjarlægja
CASCO SNOW/SPEEDmask grímuna með því að draga þrýstihnappinn í gegnum hliðaropin á
hjálminum (Mynd 8).
89

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido