Frábendingar
Þessi áhöld eru frábent við að fjarlægja járnvöruker hryggsins sem nota þrýstifestingu til
að verja íhluti sína eða sem snúa skrúfgangi læsiskrúfa.
Aðvaranir
Áhöld eru látin í té ódauðhreinsuð. Hreinsið og sótthreinsið fyrir hverja notkun.
Mælt er með notkun hreinsiefna sem eru hlutlaus á pH skala.
Fyrir notkun þarf að gæta þess að vernda taugar, æðar og/eða líffæri fyrir skaða sem
kann að stafa af notkun þessara áhalda.
Takmarkanir endurnotkunar
Endurtekin notkun hefur lágmarksáhrif á handvirk áhöld. Notkunarending ræðst af sliti
og skemmdum sökum notkunar.
Notkunarstaður
Fjarlægið umfram líkamsvessa og vefi með einnota þurrku.
Ekki að láta áhöld þorna áður en þau eru hreinsuð.
Afmörkun / flutningur
Fylgið aðferðarlýsingu sjúkrahúss við meðhöndlun á menguðu efni og/ eða efni sem
stafar líffræðileg hætta af. Áhöld skal hreinsa innan 30 mínútna frá notkun til að lágmarka
hugsanlegt smit, tjón eða þurrkun eftir notkun.
Handvirkt hreinsiferli
1. Undirbúið ensím hreinsilausn samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
2. Leggið búnaðinn í bleyti í ensím hreinsilausninni þannig að allt yfirborð búnaðarins
sé þakið lausninni. Hristið búnaðinn varlega til að fjarlægja loftbólur. Virkið búnaðinn
með lömum og hreyfanlegum hlutum þess til að tryggja að hreinsilausnin nái yfir
allt yfirborð búnaðarins. Holrými, blindhol og holpípur skal skola með sprautu til að
fjarlægja loftbólur til að tryggja að hreinsilausnin nái yfir allt yfirborð búnaðarins.
3. Leggið búnaðinn í bleyti í lágmark 10 mínútur. Á meðan búnaðurinn liggur í bleyti,
burstið búnaðinn með nylon bursta þar til öll eftirliggjandi óhreinindi hafa verið
fjarlægð. Virkið hreyfanlega hluta. Sérstaka athygli skal beina að sprungum, lömum,
liðum, lásum, skrúfgangi, grófu yfirborði og hreyfanlegum hlutum eða gormum.
Holrými, blindhol og holpípur skal hreinsa með þröngum kringlóttum nylon bursta.
Setjið burstann inn í holrýmið, blindholið eða holpípuna og snúið á meðan burstanum
er ýtt fram og aftur mörgum sinnum.
ATHUGIÐ: Skrúbbun skal eiga sér stað á meðan allt yfirborð búnaðarins er þakið
ensím hreinsilausninni til að minnka áhættu á dreifingu á mengaðri hreinsilausn.
4. Fjarlægið búnaðinn úr ensím hreinsilausninni og skolið undir kranavatni í lágmark eina
(1) mínútu. Virkið hreyfanlega hluti og lama búnaðarins á meðan hann er skolaður.
Skolið vel og vandlega öll holrými, blindhol, holpípur og önnur óaðgengileg svæði.
5. Undirbúið úthljóðs hreinsibað með hreinsiefni og losið gas samkvæmt tillögum
framleiðandans. Leggið búnaðinn í ensím hreinsilausn þannig að allt yfirborð
búnaðarins sé þakið lausninni. Hristið búnaðinn varlega til að fjarlægja loftbólur.
Holrými, blindhol og holpípur skal skola með sprautu til að fjarlægja loftbólur til
að tryggja að hreinsilausnin nái yfir allt yfirborð búnaðarins. Hreinsið búnaðinn
samkvæmt þeim tíma, hitastigi og tíðni sem framleiðandi búnaðarins mælir með og
– 154 –