Campingaz 4 Serie Instrucciones De Empleo página 63

Ocultar thumbs Ver también para 4 Serie:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 20
- Bíddu eftir að grillið þitt kólni alveg eftir notkun.
- Tæmdu vatnsskúffurnar eins og lýst er í kafla 5.2.
- Notaðu grillbursta úr ryðfríu stáli til að bursta umframleifar af grillgrindum
og plötum og settu þær annað hvort í uppþvottavél eða láttu þær liggja í
sápuvatni eða blöndu af hvítu ediki og vatni.
- Fjarlægðu InstaClean
hlutina (mynd 14). Þökk sé InstaClean
®
tækninni ætti að nægja að nota svamp sem rispar ekki og sápuvatn til
að þrífa hlutina.
- Skolaðu og þurrkaðu hlutina.
Hafðu í huga að svampar sem rispa gætu skemmt grillið.
8.1 Brennari
Gáðu reglulega að því hvort óhreinindi eða kóngulóarvefir stífli opin á
brennurunum.
Þrífðu brennarann með rökum svampi (vættum upp úr vatni og
uppþvottalegi). Notaðu rakan stálbursta ef þess þarf.
Gættu þess að öll brennaraop séu óstífluð og þurr áður en brennarinn er
notaður aftur. Losaðu um stíflur í brennaranum með vírbursta, ef þess þarf.
Þrífðu loftinntökin (mynd 12) og opin á brennaranum (mynd 15), ef þess
þarf.
ATH.: Regluleg þrif lengja endingartíma brennarans og koma í veg fyrir
oxun sem gæti myndast snemma vegna sýruleifa frá eldamennskunni.
Hins vegar er oxun á grillbrennaranum eðlileg.
9 - GEYMSLA
• Skrúfaðu fyrir gaskútinn eftir notkun.
• Ef grillið er geymt á lokuðu geymslusvæði skal aftengja gaskútinn og
geyma hann úti.
• Ef grillið er geymt úti, mælir Campingaz
viðeigandi yfirbreiðslu til að verja grillið gegn veðri og óhreinindum.
• Ef ekki á að nota grillið í lengri tíma er ráðlagt að geyma það á þurrum
og skjólsælum stað (t.d. bílskúr).
• Umhverfi sem flýtir fyrir ryðgun: sýna skal sérstaka aðgát ef grillið er
notað nálægt hafi. Ekki má geyma það úti óvarið og það verður að vera
á skjólsælum og þurrum stað.
9.1 Campingaz
Push2Fold hliðarborð (fer eftir gerð
®
grillsins)
Ef grillið þitt er með Push2Fold hliðarborð er hægt að fella þau niður með
því að ýta einfaldlega á stöngina undir hliðarborðinu (mynd 16). Þegar þú
vilt láta borðin fara aftur í lárétta stöðu þarf bara að lyfta því upp og það
læsist á réttan stað. Lestu leiðbeiningarnar um samsetningu sem fylgdu
með grillinu ef þörf er á nánari upplýsingum.
10 - AUKAHLUTIR
Campingaz
hefur hannað fjölmarga aukahluti til að þú getir fengið sem
®
mest út úr grillinu þínu og til að hjálpa þér að elda uppáhaldsréttina þína á
grillinu, gera þrifin eins einföld og hægt er og til að tryggja að þú getir látið
grillið þitt endast lengur:
Nauðsynjavörur fyrir grillið
Premium áhöld:
Spaðar, tangir o.s.frv.
Steikarspjót
Pizzasteinn
Wok panna (sjá athugasemd hér
fyrir neðan)
Paella panna
Plancha plata
MIKILVÆGT: Af öryggisástæðum má ekki nota Culinary Modular Wok
pönnu (tilv. 2000014584) með grillinu þínu.
Notaðu í staðinn Culinary Modular Cast Iron Wok pönnuna (tilv.
2000036961) eða Culinary Modular Mandarin Wok pönnu (tilv.
2000038449) sem er með framleiðsludagsetningu fyrir október 2020. Hægt
er að finna þessar upplýsingar á handfanginu.
Til að sjá allt vöruúrval okkar og upplýsingar er hægt að fara á
www.Campingaz.com
ADG (Campingaz
) mælir með að gasgrillin frá þeim séu eingöngu notuð
®
með aukahlutum og varahlutum frá Campingaz
á sig enga ábyrgð vegna skemmda eða bilana sem urðu vegna notkunar á
aukahlutum og/eða varahlutum frá öðrum vörumerkjum.
11 - UMHVERFISVERND
Ekki gleyma umhverfinu! Grillið þitt inniheldur efni sem hægt er að
endurheimta eða endurvinna. Ef þú vilt fleygja grillinu þínu skaltu fara með
þessi efni á móttökustöð nálægt þér og flokka umbúðirnar.
Úrgangur frá raf- og rafeindabúnaði:
Þetta tákn merkir að farga verður rafmagnskerfi grillsins
sérstaklega. Flokka verður rafmagnsbúnað grillsins og fleygja því
á réttan hátt þegar grillið hefur lokið líftíma sínum. Ekki má fleygja
rafmagnskerfinu með óflokkuðu heimilissorpi.
Aqua
®
eindregið með því að nota
®
Þrif & vernd
Sérsniðnar yfirbreiðslur
Burstar
Grillhreinsiefni
Hreinsiefni fyrir ryðfrítt stál
. ADG (Campingaz
) tekur
®
®
Flokkun úrgangs hvetur til endurnotkunar, endurvinnslu eða annars konar
endurheimtingar á endurvinnanlegum efnum í þessum úrgangi. Farðu
með rafmagnskerfi grillsins á móttökustöð eða endurvinnslustöð. Leitaðu
ráða hjá opinberum yfirvöldum ef þú ert í óvissu. Aldrei má fleygja þessum
efnum út í náttúruna. Ekki reyna að brenna efnið. Ákveðin hættuleg efni
í raf- og rafeindabúnaði geta verið hættuleg umhverfinu og haft möguleg
neikvæð áhrif á heilsu fólks.
63
IS
GB

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

3 serieSelect sPremium

Tabla de contenido