Blom-Singer
Inniliggjandi raddventlar
®
er ekki af réttri stærð getur það valdið vefjadrepi og útpressun (raddventill pressast út úr
barka- og vélindaástungunni). Ef breytt er úr stærri raddventli í minni er alla jafna notast við
raddventil með stækkuðu vélinda eða stækkuðu vélinda og barka; notkun raddventils með
stækkuðum kraga getur dregið úr hættu á leka/útblæstri og að raddventill losni. Sjúklingar
geta sýnt einstaklingsbundin viðbrögð við efnum raddventilsins. Hafið strax samband við
lækni ef vísbending er um bjúg í vefjum (þrota) og/eða bólgu/sýkingu. Meta skal sjúklinga
með blæðingasjúkdóma eða sjúklinga á segavarnandi meðferð (blóðþynningu) m.t.t.
blæðingarhættu áður en raddventli er komið fyrir eða skipt um raddventil.
Raddmyndun
Til að koma í veg fyrir fylgikvilla eftir aðgerð ætti sjúklingurinn ekki að byrja að tala með
raddventlinum fyrr en læknirinn hefur sagt að það sé óhætt. Til að raddventillinn virki rétt og
sjúklingurinn geti talað mega engar stíflur eða fyrirferðir vera í holrúmi raddventilsins. Sumir
notendur geta átt erfitt með að slaka á hálsvöðvum, sem aftur kann að valda erfiðleikum við
eðlilegt tal með lágmarksáreynslu. Þetta vandamál þarfnast mats sérfræðings. Sjúklingar sem
þarfnast geislunar eftir aðgerð geta fundið fyrir tímabundinni raddbilun á þriðju eða fjórðu viku
meðferðar. Læknirinn ákveður hvort raddventillinn megi vera áfram á sínum stað.
Tilfærsla raddventils
Þegar raddventill er settur í, fjarlægður eða hreinsaður skal gæta fyllstu varúðar. Að öðrum kosti er
hætta á áverka á barka- og vélindaástungunni eða tilfærslu raddventils, sem aftur getur valdið því
að hann berist í öndunarveg (ásvelging). Ef raddventillinn berst í öndunarveg ætti sjúklingurinn
að reyna að hósta honum upp úr barkanum. Frekari læknisaðstoðar gæti verið þörf ef ekki tekst
að hósta raddventlinum upp. Staðfestið að hlauphylkið sé að fullu uppleyst og að vélindakraginn
hafi opnast, til að tryggja að raddventillinn sé tryggilega fastur í barka- og vélindaástungunni. Ef
raddventill losnar úr barka- og vélindaástungunni ætti strax að setja Blom-Singer stunguvíkkara
eða viðeigandi tæki með rétt þvermál í opið til að koma í veg fyrir að það lokist og leki vökva.
Koma skal nýjum raddventli fyrir innan sólarhrings. Ekki má setja aðskotahluti inn í raddventilinn.
Ef hlutir aðrir en Blom-Singer hreinsibúnaðurinn eru settir inn í raddventilinn getur raddventillinn
færst til og hann eða hlutar hans jafnvel borist í öndunarveg eða meltingarveg.
Leki meðfram raddventli
Þegar flipalokinn lokast ekki alveg geta vökvadropar borist gegnum raddventilinn úr vélinda í barka,
sem getur valdið hósta eða ásvelgingu. Með notkun á talventli með minna þvermál en núverandi
barkastunga getur það valdið leka (leka í kringum tækið). Læknirinn þarf að meta endurtekinn
leka gegnum raddventilinn þar sem leki getur hugsanlega valdið ásvelgingarlungnabólgu. Val á
öðru módeli/valkosti gæti verið gefið í skyn. Ávallt skal hreinsa raddventilinn varlega og með litlum
þrýstingi til að minnka líkur á skemmdum sem gætu valdið leka.
Örveruvöxtur
Örveruvöxtur á raddventli getur valdið aflögun og bilun í lokum, þ.e.a.s. vökvaleka gegnum
eða í kringum raddventilinn og/eða leitt til þess að beita þurfi meiri þrýstingi við raddmyndun.
Nauðsynlegt getur verið að skipta um raddventil.
Raddventill settur í / fjarlægður
Fjarlægið öryggisólina sem er föst við inniliggjandi raddventilinn einungis eftir að staðfest hefur
verið að vélindakraginn hafi opnast í vélindanu. Reynið aldrei að setja inniliggjandi raddventil
inn eða aftur inn ef öryggisólin hefur verið fjarlægð.
Aldrei má fjarlægja inniliggjandi raddventil og setja annan í án þess að víkka fyrst út barka-
og vélindaástunguna og mæla barkaraufina á ný til að staðfesta rétta lengd raddventils.
Sjúklingurinn ætti aldrei að reyna sjálfur að setja raddventil inn eða fjarlægja hann, né heldur
leyfa öðrum en hæfum, þjálfuðum lækni að gera það. Inniliggjandi raddventill er ekki varanlegt
tæki og þarf reglulega að skipta um hann.
Raddventillinn má vera í barka- og vélindaástungunni þar til vart verður við viðvarandi leka,
röddunin verður ófullnægjandi eða þegar nauðsynlegt er að skipta um stærð. Þegar inniliggjandi
raddventill er fjarlægður verður að grípa tryggilega um barkakraga hans með æðatöng.
102 I 37924-01B